Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 124
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
106
Á hinum sameiginlegu fundum var fundarstjóri til skiftis Dani og ís-
lendingur. — Þetta var ytri sönnun fyrir jafnrétti fslands og Danmerkur.
Árið 1908 hafði danskur maður alla fundarstjórn.
í byrjun samninganna1) lýsti íslenzka nefndin skoðun sinni svo: “Vér
undirritaðir, sem Alþingi hefir kosið til þess að ræða um skipun á sambandi
milli íslands og Danmerkur, við danska fulltrúa fyrir hönd Danmerkur,
leyfum oss hér með að gjöra grein fyrir því í stuttu máli, hver sé sá grund-
völlur, er Alþingi og íslenzka þjóðin vill byggja á samninga um samband
fslands og Danmerkur.
Vér lítum svo á, að ísland sé að lögum (de jure) aðeins í sambandr við
Danmörku um konunginn, og að hann sé einvaldur um öll mál landsins,
þau er stjórnskipunarlög vor, stjórnarskrá 5. jan. 1874, stjórnskipunarlög
nr. 16, 3. okt. 1903 og nr. 12, 19. júní 1915 taka eigi yfir.
Þessi skoðun vor á réttarsambandi landanna mun vera svo kunn,
hinum háttv. dönsku fulltrúum, að óþarft mun að fara fleiri orðum um
það efni.
íslenzka þjóðin hefir ein allra germanskra þjóða varðveitt hina fornu
tungu, er um öll Norðurlönd gekk fyrir 900—1000 árum, svo lítið breytta,
að hver íslenzkur maður skilur enn í dag og getur hagnýtt sér til hlítar
bókmentafjársjóði hinnar fornu menningar vorrar og annara Norðurlanda'
þjóða. Með tungunni hefir sérstakt þjóðerni, sérstakir siðir og sérstök
menning varðveizt. Og með tungunni hefir einnig meðvitundin um sér-
stöðu landsins gagnvart frændþjóðum vorum ávalt lifað með þjóðinni.
Þessi atriði, sérstök tungu og sérstök menning, teljum vér skapa oss sögu-
legan og eðlilegan rétt til fullkomins sjálfstæðis. Framfarir þær, er
íslenzka þjóðin hefir tekið á síðustu áratugum bæði í verklegum og andleg-
um efnum, hafa og stórum aukið sjálfstæðisþörf hennar og þá jafnframt
eðlilega eflt sjálfstæðisþrá hennar, og hún er sannfærð um það, að full-
komið sjálfstæði er nauðsynlegt skilyrði til þess, að hún fái náð því tak-
mai’ki í verklegum og andlegum efnum, sem hún nú keppir að.
Þar sem vér verðum að telja það fullvíst, að íslenzka þjóðin telji sig
l)Frá Islendinga hálfu var útbýtt í byrjun samningafundanna þá nýútkomnu riti minu
“Zvei umstrittene Staatensbildungen” Berlin 1918. Það fjallaði um hið ófullvalda ríki
Króatíu og þar að auki fór það nákvæmlega út í réttarstöðu Islands. Samkvæmt bréfi
til mín frá próf. dr. Franz v. Liszt, (Acta Isl. Lundb., B, 1918, 30. júlí, v. Liszt) félst
hann á mína skoðun um að Island væri fullvalda ríki. Hann hafði þegar, eftir að rit
mitt um Island var komið út í Berlín 1908 í 10. útgáfu rits síns “Völkerrecht” fallist á
skoðun mína, að Island væri í persónusambandi við Danmörku. 1 nákvæmri ritgjörð
í málgagni hinna sænsku stjórnarvalda “Post-och Inrikestidningar”, félst höfundurinn
á skoðun mína um Island sem sjálfstætt riki, en leit á Danmörk og Island sem ríkja-
samband. Hann sagði: “Fyrir nokkrum dögum fór dönsk sendinefnd til Reykjavíkur
til þess að semja við Island. Svíar bera mikið vinarþel bæði til Danmerkur og Islands,
og það væri bezt fyrir samúðartilfinningu Norðurlanda, ef góður samnángur næðist
milli landanna, og eins og höfundur ofannefnds rits segir, að hin óútkljáðu deilumál
milli þeirra yrðu leyst.” (Acta Isl. Lundb., A, hluti 21, bls. 19).