Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 64

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 64
46 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA rik Ibsens, Björnstjerne Björnsons og Sören Kirkegaards, þó eigi verði þau hér talin. Hefir hann með þýð- 'ingum þessum, unnið bókmenntum Norðurlanda mikla gagnsemd, fært út landnám þeirra, Eru þá ótalin ritverk dr. Hollander um bókmennt- ir vorar og forn fræði, en þau eru þýðingar hans af leikriti Indriða Einarssonar: Sverð og bagall, Sæ- mundar-Eddu og öðrum norrænum fornkvæðum; er þar um víðtækt og vandamikið bókmennta- og fræði- starf að ræða, og verðskulda þýðing- ar þessar því, að íslenzkir lesendur viti nokkur frekari deili á þeim Auk ofantaldra þýðinga hefir pró- fessor Hollander ritað fjölda rit- gerða og ritdóma um bókmenntir Norðurlanda og norræn efni í merk amerísk tímarit, einkum þau, sem um málfræðileg efni fjalla og bók- menntasöguleg, og í þesskonar rit á Norðurlöndum. Einnig hefir hann, utan kennslustunda, flutt fyrirlestra um bókmenntir Norðurlanda. Hann hefir ennfremur tekið mikinn þátt í störfum Norræna Fræðafélagsins Ameríska (The Society for the Ad- vancement of Scandinavian Study), sem nú á meira en aldarfjórðung að baki. II. Að því er íslenzkar bókmenntir snertir, hefir dr. Hollander einkum fengist við rannsókn fornbókmennta vorra, þýðingar og túlkun á þeim. Samt hefir hann eigi (eins og er- lendum fræðimönnum, ekki sízt í Norðurálfu, hefir löngum hætt til) gengið fram hjá hinum nýrri bók- menntum þjóðar vorrar. Þannig varð hann fyrstur manna til að þýða íslenzkt leikrit á enska tungu, hinn sögulega sjónleik Indriða Ein- arssonar frá Sturlungaöldinni: — Sverð og bagall; og kom þýðingin (Sword and Crozier) út í hinu víð- kunna ameríska bókmennta-tíma- riti Poet Lore í Boston árið 1912 (bls. 225—283). Hefi eg borið hana saman við frumritið, og fæ ekki betur séð, en að hún sé mjög vel af hendi leyst; hún þræðir yfirleitt frumritið ná- kvæmlega að hugsun og orðfæri, svo að sjálfur málblærnin helzt að eigi litlu leyti; á stöku stað virðist mér þó orðalagið fyrnt fullmikið; enda hallast þýðandinn mjög á þá sveif, og stundum langt um meir en góðu hófi gegnir, eins og síðar mun bennt á í sambandi við þýðingar hans af fornkvæðum vorum. Þung í vöfun- um þykir mér einnig þýðingin á kvæði Hafurs (í 5. þætti leiksins) og um sumt hvað allfjarri frum- kvæðinu. Þetta eru þó smáaðfinnsl- ur við vel unnið verk, sem þýðandinn hefir bersýnilega lagt mikla alúð við. Þýðingunni fylgir all-ítarleg og vel samin ritgerð eftir dr. Hollander um Indriða Einarsson og umrætt leikrit hans (bls. 284—289). Les- endum til skilningsauka dregur höf- undur, í þessari ritgerð sinni, saman efni leiksins og gagnrýnir hann frá sjónarmiði bókmennta og leikrita- gerðar. Er mat hans á leiknum í heild sinni mjög sanngjarnt og túlk- un hans á. honum um margt hin skarpskyggnasta. Réttilega hrós- ar hann t. d. Indriða fyrir það, hve vel hann hafi lifað sig inn í anda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.