Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 60
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
að meira þyrfti til að líkjast George
Washington en það að bölva eins og
hann og ennfremur — til að verða
annað eins skáld og Edgar Allan Poe
þyrfti meira en að hella í sig “Old
Crow Brandy”.
Til allrar guðslukku hafa afkom-
endur hinna íslensku landnámsmanna
gert meira en jafnast við feður sína í
því sem þeim fórst verst úr hendi og
munni. Hörmulegt hefði það verið í
viðlag við sigurlaust frumbýlings-
stríð, ef niðjarnir hefðu reynst ætt-
lerar og örkvisi. Erfðasyndin og
annað góss er víst hvergi eins arf-
gengt og með íslendingum; fyrir því
hafa niðjarnir allflestir reynst, væg-
ast sagt, enir merkilegustu menn.
Þess hefir gætt í okkar ný-íslenska
þjóðlífi að þjóðsögur hafa myndast í
sambandi við merkilega menn, sem
skipað hafa öndvegi í huga almenn-
ings. Er það í alla staði þjóðlegt og
virðingarvert. Ný-fslendingum væri
illa í ætt skotið ef þeir væru ekki
söguþjóð. Hefir Þjóðræknisfélagið
ærið verk fyrir höndum að safna
þessum þjóðsögum og annast um út-
gáfuna. Ein þeirra virðist falla hér
í viðeigandi umgerð og varpa eilitlu
ljósi á málefnið.
Einn af sonum landnemanna var í
senn svo veikur að hann gat ekki lif-
að og svo hraustur að hann gat ekki
dáið. Uppskurðir voru þá farnir að
tíðkast á General Hospital. Var þessi
hrausti sjúklingur — einn af sonum
landnemanna — fluttur á spítalann
og “lagður til” á uppskurðarborðinu.
Hann vildi ekki láta svæfa sig, ótt-
aðist að hann mundi ekki vakna, vildi
komast snemma á fætur og fara norð-
ur á vatn til að veiða nálfisk.
Læknarnir tóku sér nýja hnífa í
hönd og tóku að skera, en til undr-
unar fór bitið óðar úr hnífunum. Þeir
brýndu þá og brýndu sem ákafast,
bæði með heinarbrýni og á lóanum
á sér, brugðu á skeggið á sér til að
sjá hvort biti á hár, og reyndu svo
aftur að skera, en alt fór á sömu leið:
hnífarnir urðu hvítir í eggina, svo
eins hefði mátt sarga með bakkanum.
Þá settu þeir í flýti á sig gleraugun
og tóku að skygnast inn í sárið. Og
sjá, það glitti í eitthvað logagylt í
sárinu. Þetta var það sem hnífarnir
höfðu ekki bitið á! Þarna var þó
nokkuð sem ekki hafði staðið í lækn-
isfræðinni. Aldrei höfðu þeir tekið
próf í þessu og voru samt Doctorar
af Medicine.
Eftir að hafa sagað víðar í sjúkl-
inginn og allsstaðar orðið fyrir því
sama, komust þeir að þeirri vísinda-
legu staðreynd að alt taugakerfi
sjúklingsins var úr látúnsvír. Nú
fóru þeir að skilja, hví hann hafði
þolað öll meðulin, sem þeir höfðu
gefið honum inn og ekki átt við sjúk-
dóminn.
En hvernig var þessu háttað um
byggingu mannsins? Hvað olli þessu
afbrigði?
Til þess að reyna að leysa úr þeirri
ráðgátu í þarfir vísindanna, en ekki
til að lækna sjúklinginn, tóku þeir
að rannsaka ætt hans og umhverfi>
erfðalögmál og breytiþróun, og urðu
þess brátt vísari, að íslenski land-
námsmaðurinn, faðir sjúklingsins,
hafði veitt “rabíta” í snörur úr lát-
únsvír, og af hungrinu, sem var í
Nýja-íslandi á fyrstu árunum, hafði
hann gleypt “rabítana” með snörun'
um og öllu saman og þetta komið
fram á afkvæminu.
Ekki get eg skilið svo við þetta