Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 82

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 82
60 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA dad og Neró keisara eigi síður en til hins “einmana bróður”, sem reik- ar vonlaus og vinavana um stórborg- arstrætin, því að skáldið veit og skil- ur, að auðurinn fær eigi til lengdar, þó honum sé ausið út á báðar hendur fyrir stundar gleði, svæft rödd sam- viskunnar eða borið varanleg smyrsl á hjartasárin. Sorgirnar og áhyggj- umar, mismunandi að vísu og af f jar- skyldum rótum runnar, fylgja öllum mönnum eins og skugginn þeirra. Og samúð Davíðs nær til málleys- ingjanna eigi síður en mannanna barna, og nægir í því tilliti að minna að nýju á kvæðið hans um krumma, sem ber í brjósti einlæga þrá til þess að syngja svanasöngva, en er neitað um hæfileikann til þess að finna þeirri brennandi þrá sinni útrás. Auðsætt er einnig að kjör slíkra mál- leysingja verða í höndum skáldsins áhrifarík táknmynd af lífsskilyrðum mannanna, bræðra hans og systra, sem sitja í ýmiskonar álögum alla sína daga og fá aldrei að sjá fegurstu drauma sína rætast. Þessi samúð skáldsins með með- bræðrum hans og systrum á rætur sínar í næmri réttlætistilfinningu hans. Honum rennur til rifja mis- réttið í mannlegu félagi og hann fyllist samhygð með öllum þeim, sem ranglæti og misskilning verða að þola, í hvaða mynd, sem það er. Hvergi lýsir þessi djúpa tilfinning skáldsins sér betur eða fagurlegar heldur en í hinu snildarlega kvæði hans “Konan, sem kyndir ofninn minn”: Eg veit, að hún á sorgir, en segir aldrei neitt, þó sé hún dauðaþreytt, hendur hennar sótugar og hárið illa greitt. Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð. Eg veit, að þessi kona er vinafá og snauð af veraldlegum auð, að launin, sem hún fær, eru last og daglegt brauð. En oftast er það sá, sem allir kvelja og smá, sem mest af mildi á. Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá. Hér kemur einnig fram sannur og ríkur skilningur á því, í hverju veruleg og varanleg verðmæti eru fólgin, skilningur á sönnu manngildi. Og fyrst Davíð setur manngildið, hreinleik og göfgi hins innra manns, í hásæti í kvæðum sínum, þá er ekki erfitt að skilja það, hversvegna hann lætur svipuna dynja á hverskonar uppgerð og yfirskyni, og þá ekki síst á falsi og fláræði, sem eru rammasta afneitun hins sanna manngildis. í kvæðinu “Söngur loddarans” bregð- ur skáldið upp ógleymanlegri mynd af einhverri hinni fyrirlitlegustu mannveru, sem til er, fagurgalanum og flærðinni í mannsmynd, er skríð- ur fyrri hvers manns dyr og allra fót- um eins og flaðrandi rakki. Og ekki fá rógberarnir — bakmælgin — betri útreið hjá skáldinu í hinu snjalla kvæði hans “Rottur”. Ádeilukvæði Davíðs, sem sprottin eru upp úr jarðvegi mannástar hans og réttlætistilfinningar, hitta því löngum markið vel, og stundum svíð- ur óþyrmilega undan örinni. Annars er kýmni hans oft gamansöm og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.