Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Qupperneq 82
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
dad og Neró keisara eigi síður en
til hins “einmana bróður”, sem reik-
ar vonlaus og vinavana um stórborg-
arstrætin, því að skáldið veit og skil-
ur, að auðurinn fær eigi til lengdar,
þó honum sé ausið út á báðar hendur
fyrir stundar gleði, svæft rödd sam-
viskunnar eða borið varanleg smyrsl
á hjartasárin. Sorgirnar og áhyggj-
umar, mismunandi að vísu og af f jar-
skyldum rótum runnar, fylgja öllum
mönnum eins og skugginn þeirra.
Og samúð Davíðs nær til málleys-
ingjanna eigi síður en mannanna
barna, og nægir í því tilliti að minna
að nýju á kvæðið hans um krumma,
sem ber í brjósti einlæga þrá til þess
að syngja svanasöngva, en er neitað
um hæfileikann til þess að finna
þeirri brennandi þrá sinni útrás.
Auðsætt er einnig að kjör slíkra mál-
leysingja verða í höndum skáldsins
áhrifarík táknmynd af lífsskilyrðum
mannanna, bræðra hans og systra,
sem sitja í ýmiskonar álögum alla
sína daga og fá aldrei að sjá fegurstu
drauma sína rætast.
Þessi samúð skáldsins með með-
bræðrum hans og systrum á rætur
sínar í næmri réttlætistilfinningu
hans. Honum rennur til rifja mis-
réttið í mannlegu félagi og hann
fyllist samhygð með öllum þeim, sem
ranglæti og misskilning verða að
þola, í hvaða mynd, sem það er.
Hvergi lýsir þessi djúpa tilfinning
skáldsins sér betur eða fagurlegar
heldur en í hinu snildarlega kvæði
hans “Konan, sem kyndir ofninn
minn”:
Eg veit, að hún á sorgir,
en segir aldrei neitt,
þó sé hún dauðaþreytt,
hendur hennar sótugar
og hárið illa greitt.
Hún fer að engu óð,
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð.
Sumir skrifa í öskuna
öll sín bestu ljóð.
Eg veit, að þessi kona
er vinafá og snauð
af veraldlegum auð,
að launin, sem hún fær,
eru last og daglegt brauð.
En oftast er það sá,
sem allir kvelja og smá,
sem mest af mildi á.
Fáir njóta eldanna,
sem fyrstir kveikja þá.
Hér kemur einnig fram sannur
og ríkur skilningur á því, í hverju
veruleg og varanleg verðmæti eru
fólgin, skilningur á sönnu manngildi.
Og fyrst Davíð setur manngildið,
hreinleik og göfgi hins innra manns,
í hásæti í kvæðum sínum, þá er ekki
erfitt að skilja það, hversvegna hann
lætur svipuna dynja á hverskonar
uppgerð og yfirskyni, og þá ekki síst
á falsi og fláræði, sem eru rammasta
afneitun hins sanna manngildis. í
kvæðinu “Söngur loddarans” bregð-
ur skáldið upp ógleymanlegri mynd
af einhverri hinni fyrirlitlegustu
mannveru, sem til er, fagurgalanum
og flærðinni í mannsmynd, er skríð-
ur fyrri hvers manns dyr og allra fót-
um eins og flaðrandi rakki. Og ekki
fá rógberarnir — bakmælgin — betri
útreið hjá skáldinu í hinu snjalla
kvæði hans “Rottur”.
Ádeilukvæði Davíðs, sem sprottin
eru upp úr jarðvegi mannástar hans
og réttlætistilfinningar, hitta því
löngum markið vel, og stundum svíð-
ur óþyrmilega undan örinni. Annars
er kýmni hans oft gamansöm og