Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 92

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 92
70 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA guði og gæfunni. Hvað tæki við var í óvissu, en óvissan gat rúmað alt sem ímyndunaraflið og vonin gátu lagt til. Þegar hið ákveðna spor var stigið og farbréf keypt eins langt í mörgum tilfellum og efnin leyfðu. lá ekkert fyrir nema að rekja ferilinn á ó- kunnri braut. Hvort hér var að ræða um hugrekki eða ofdirfsku gat virst álitamál, en engu að síður hlaut alt þetta umrót að geyma ótæmandi efni í hin frábreyttustu ævintýri. Það varð einnig raunin á. Mikið var af erfiðleikum og harðri sókn, en þó svo mörg ævintýri á sviði veruleik- ans í þessari frumbýlinga sögu að færustu skáld hafa ekki komist lengra. Óskasteinn gæfu og gengis fellur svo ýmsum í hlut, að ótrúlegt þætti ef ekki væru staðreyndir fyrir. Þegar lesið er ofan í kjölinn kemur í ljós, að ævintýrið stendur föstum fótum í eðlilegum tildrögum og vel notuðum tækifærum en ekki tilvilj- un. En ævintýri er það engu að síð- ur. Eitt slíkt ævintýri felst í lífi eins hins nafnkendasta fslendings á vest- urslóðum — Hjartarl) Thordarsonar raffræðings, sem lést í Chicago á liðnum vetri. Hann kemur til Ame- ríku fimm ára gamall, missir föður sinn á fyrsta ári hér, nýtur þeirrar litlu tilsagnar er þá veittist í nokkr- um bekkjum barnaskólanna í byrj- andi sveit, en verður snemma að gefa sig að algengri vinnu til að sjá fyrir sér. Ungfullorðinn sækir hann kvöld- skóla í einn vetur og þar með er form- 1) Nafn hans er venjulega ritað Chester H. Thordarson. Hér er haldið við nafn hans eins og það var best þekt meðal islendinga. legri mentun hans lokið. Engu að síður nær hann þeim frama að vera talinn einn af tíu fremstu raffræð- ingum Ameríku um eitt skeið. Með þessu er þó einungis hálf-sögð sagan. Hann var auk þess merkur vísinda- maður á öðrum sviðum auk raffræð- innar, afbrigða fræðimaður og eig- andi hins merkilegasta prívat bóka- safns í Ameríku. Dæmi hans á engan sinn líka í sögu þjóðarbrotsins út- flutta. Margir hafa staðið sig vel, en enginn yfirstigið slíka erfiðleika og líka náð slíkum frama. Þegar maður reynir að lesa úr þeim drögum, sem liggja að þessum ein- staka æviferli, getur margt komið til greina. Sveinninn íslenski, er lagði út í heiminn með sínum sex ára gamall, átti að baki sér gáfaðan ætt- stofn, gott foreldri og sterka hneigð í eigin brjósti eftir þekkingu. En umfram þetta var hann sérstæð pet- sóna, sem hafði þrek til þess að vera trúr sínu eigin upplagi. Hans mikld gáfur voru framanaf torkennilegr1 vegna þess hann var svo ólíkur öðf' um. Eftir hans eigin frásögn var hon' um sem unglingi svo að segja ómögd' legt að læra nokkuð utanbókar, en þó var hann stálminnugur á efni þess et hreif huga hans. Næmi til að læra utanbókar var gjarnan talið glögg' asti vottur um gáfur, og því urðd færri sem attuðu sig á hvað var að gerast í huga hins vaxandi pilts' Hann átti sínar hugsanir og sín a' hugmál. Jafnvel áður en hann hvar^ frá ættjörðinni, höfðu norðurljósi11 heillað hann. Hann spurði systur síu3 hvað orsakaði þau, og þó hvorki hu11 né aðrir gætu gefið honum svar sen1 nægði, hélst við hinn vakandi huguf gagnvart náttúrunni umhverfis
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.