Hugur - 01.06.2008, Page 6
■HuGUR | 20. ÁR, 2008 | S. 4-7
Inngangur ritstjóra
Á liðnum áratugum hafa framtíðarhorfiir veraldarskipulagsins verið á hverfanda
hveli. Tvípóla átök kommúnisma og kapítalisma liðu að mestu undir lok með falli
járntjaldsins og við tók svokölluð hnattvæðing undir merkjum hugmyndafræði
nýfrjálshyggjunnar þar sem Bandaríkin hafa verið í forystuhlutverki. Almennt
var búist við því að þetta „nýja veraldarskipulag" myndi standast tímans tönn
og væri komið til að vera. En á meðal ófyrirséðra afleiðinga hnattvæðingarinnar
var hraður efnahagsuppgangur í ICína og á Indlandi og ljóst varð að þessi lönd
myndu sporna gegn yfirráðum Bandaríkjanna og evrópskra bandamanna þeirra
í heiminum. Viðvarandi hrun fjármálamarkaða á Vesturlöndum sem hófst fyrir
skemmstu hefur nú enn aukið h'kurnar á því að á 21. öldinni muni þungamiðja
efnahagslegra og pólitískra valda færast til Asíu í auknum mæli. Þessi vestræna
uppfinning, hnattvæðing fjármálamarkaðanna, virðist því koma Vesturveldunum
sjálfum í koll þegar öllu er á botninn hvolft. Samtímis hefur Asíu vaxið mjög fisk-
ur um hrygg og því mætti segja að nú sé að fæðast enn eitt veraldarskipulagið þar
sem vestræn gildi og viðhorf, sem ráðið hafa ríkjum í heiminum á undangenginni
öld, hljóta að láta nokkuð undan síga gagnvart fjölmenningarlegri sjónarmiðum.
Þótt fræðileg heimspeki sé óneitanlega treg til að fylgja eftir samtímahrær-
ingum á borð við þessar er óhjákvæmilegt að þær finni sér jafnframt leið inn í
hana. Marx garnli hafði án efa rétt fyrir sér er hann hélt því fram að yfirbyggingin
endurspegli efnahags- og valdaafstæður, því vestræn heimspeki hefur óneitanlega
verið í oddaaðstöðu í akademískri heimspekiástundun háskóla um allan heim
á meðan efnahagsleg og pólitísk yfirráð Vesturveldanna í heiminum hafa verið
ótvíræð. En nú eru breytingar í vændum sem háskólaheimspekin getur ekki leitt
hjá sér - enda þótt hún vildi kannski helst stinga höfðinu í sandinn.
Þema Hugar á þessu tuttugasta afmæUsári tímaritsins er kínversk heimspeki
og endurspeglar það þá þörf að innleiða nýjar menningarlegar áherslur í heim-
spekina. Allt frá uppruna sínum í Grikklandi hinu forna hefur vestræn heimspeki
skilið sjálfa sig sem sannleiksleit en vera má að hún hafi tekið of stórt upp í sig
og að betur sé við hæfi að skilja hana sem dýpstu tjáningu menningarlegs sjálfs-
og heimsskilnings. Fjölmargir vestrænir heimspekingar hafa einmitt beitt heim-
spekinni og greint hana með það að markmiði að öðlast betri skilning á þeim
forsendum sem hafa alið af sér þá tilteknu og engan veginn óhjákvæmilegu teg-
und hugsunar um líf og umhverfi mannsins er hefur einkennt og mótað vestræna
menningu. Kínversk heimspeki, sem varð til og mótaðist í nokkurri einangrun