Hugur - 01.06.2008, Page 17

Hugur - 01.06.2008, Page 17
Erindi Konfúsíusar við samtímann 15 einum eða öðrum hætti hulinn er með vissum undantekningum mjög vestræn, en Nathan Sivin hefiir skrifað mikið um þetta. Liður í þessu er sú þróun sem átti sér snemma stað í stærðfræði. Þar er að finna ýmsar þversagnir skynjunar og skiln- ings. Til dæmis segja skynfærin okkur að hornah'na í rétthyrndum ferhyrningi sem myndar grunnh'nu tveggja þríhyrninga sé endanleg. En í vissum tilvikum er skilningsgáfa okkar í mótsögn við skynjunina. Til dæmis er rótin af tölunni 2 óræð tala. Sams konar þversögn gildir um töluna pí. Ég hef reynt að útskýra mun- inn á vestrænni og kínverskri heimspeki fyrir kínverskum nemendum mínum með því að benda á að vestræn heimspeki varð til eftir að stærðfræði hafði þróast með Pýþagórasi og fleirum. I Kína átti sér hins vegar ekki stað þróun í stærð- fræði fyrr en snemma á Han-veldistímanum, en þá var upphafsskeiði kínverskrar heimspeki þegar lokið og segja má að öll helstu viðfangsefni hennar hafi þá verið komin fram. Þetta skýrir einnig áherslu vestrænnar menningar á sértæka hugsun. Skynreynsla getur ekki gert grein fyrir óræðum tölum og því þarf að grípa til sértækra tóla skilningsgáfunnar. Er hérþá einhvers konarfirring á ferðinni? Upp að vissu marki, já, en svo bætist við hana hugmyndin um guð sem barst frá Miðausturlöndum. Auðvitað er þægilegt að hugsa sér að til sé alvitur, algóður guð sem svarar spurningunni um tilvist alheimsins og stöðu okkar sjálfra innan hans. En honum fylgja margar erfiðar spurningar, til dæmis um tilvist hins illa í heim- inum. Afhverju gat hann ekki komið í veg fyrir að Nói tæki með sér mýflugnapar í örkina? Af þessu leiða allar þær þjáningar sem birtast í verkum Kierkegaards, sjúkdómurinn til dauðans, uggur og ótti, örvænting og svo framvegis. Þessar þjáningar eru vissulega mjög raunverulegar, en þó einungis raunverulegar þeim sem hefur fengið í sig djúpan skammt af arfleifð kristninnar.Trúleysingi væri ófær um að skrifa slíka hluti. Tu Weiming hefur bent áþað sem hann nefhir hina mannheimsfrteðilegu (anthropo- cosmic) vídd íkínverskri heimsþeki. Tengist húnþessu? Já, hún er önnur hlið á þekkingarfræðilegri bjartsýni. Lítum til dæmis á hið þrískipta dao, tiandao (leið himinsins), didao (leið jarðarinnar) og rendao (leið mannsins). Himinninn og jörðin fara sínar eigin leiðir, en maðurinn geturfundið leið til samstillingar við tiandao og didao. Vandinn er sá að finna hver þessi leið er, hvað rendao er. Kínverjarnir virðast aldrei hafa dregið í efa að finna mætti sh'ka mannlega leið. Á hinn bóginn opnast gátt fyrir merkingarleysuna um leið og maður tekur trú á almáttugan guð. Þar er ekki gefið færi á annarri leið. Því er oft haldið fram að tiltekin grundvallarhugtök innan heimsþekinnar séu ein- ungis merkingarbær innanþessfrumspekilega rammaþar semþau urðu til ogþróuðust. Það hlýturþájafnframt að gilda um kínversk hugtök. Erhœgt aðgerafullkomna grein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.