Hugur - 01.06.2008, Page 24
22
Geir Sigurðsson rœðir við Henry Rosemont Jr.
Þannig að spumingin sem Cantwell Smith vísar til er villandi?
A kínversku er svo sem hægt að tala um muninn á daojia og daojiao sem tjáir
að nokkru greinarmuninn á daóískri heimspeki og daóískum trúarbrögðum, en
þetta er veikur greinarmunur og í kínverskri hugsun nútímans er enginn afger-
andi munur á heimspeki og trúarbrögðum. Sh'kur greinarmunur er vestrænn.
A hinn bóginn voru margir vestrænir túlkendur konjusíusarhyggju Jyrr á tímum, til
dœmis jesúítarnir,peirrar skoðunar að hún væri hrein heimspeki án trúarlegrapátta, ef
til vill vegna skortsins águðum, eða, eins ogpú hefur sjálfur komist að orði, vegnapess
að „fomritin innihalda engar staðhæfingar sem eru í mðtsögn við reglur efnisheimsins “
p.e.a.s. engarfrásagnir af kraftaverkum. En getum við öðlastfullnægjandi skilning á
konfúsíusarhyggju án pess að taka tillit til hins trúarlega páttar í henni?
Sem heimspekingar þurfúm við að taka tillit til hans í tvennum skilningi. Þegar
öllu er á botninn hvolft er skilningur á konfúsíusarhyggju sem einhvers konar
hreinu siðakerfi ófullnægjandi til að varpa ljósi á það hvers vegna ég læt mig varða
örlög barns í Irak jafn mikið eða nánast jafn mikið og örlög míns eigin barns.
Samkvæmt kenningum konfúsíusarhyggjunnar er þetta nauðsynleg forsenda þess
að ég þroskist andlega. Þarna er gerður greinarmunur á andlegum og siðferðileg-
um þroska. Að minnsta kosti hvað þetta varðar er nauðsynlegt að huga að and-
legum þætti konfúsíusarhyggju. Hinn skilningurinn er hagnýtari. Með andlegum
þætti sínum býður konfúsíusarhyggja okkur upp á leið til að finna merkingu í
h'finu. Þess vegna virðist það vera ómaksins virði að taka hana alvarlegra og sjá
hvað má fá út úr henni. Það er engu að tapa, einkum vegna þess að hún stangast
ekki á við reglur efnisheimsins.
Fyrir skömmu átti sér stað umræðufundur milli Kína og Evrópu í Brussel. Þar héldu
nokkrir kínverskirfræði- og embættismennpvífram að konfúsíusarhyggja og daóismi
gætu veitt kínverskum og jafnvel evrópskum yfirvöldum gagnlega innsýn inn ípað
hvernig mætti draga úrfátækt. Hvernig myndirpú meta slíka staðhæfingu?
Eg vona að þetta verði þróað áfram. Það er mikill heiður fyrir mig að nánast allt
sem ég hef skrifað, þar á meðal verk mín um mannréttindi, hefúr verið þýtt yfir á
kínversku. Það væri stórkostlegt að sjá Kínverja og Evrópubúa koma saman til að
huga að mögulegu framlagi kínverskrar hugsunar til að styrkja félagsleg mann-
réttindi í heiminum. Fólk virðist ekki vilja opna augu sín fyrir því að einstreng-
ingsleg áhersla okkar á frelsi og réttindi stuðlar einmitt að félagslegu óréttlæti.
Konfúsíusarhyggjan getur sýnt okkur að við þurfúm ekki að fórna frelsinu en það
þarf að setja það í samhengi við aukna áherslu á félagslegt rétdæti.