Hugur - 01.06.2008, Page 26
HuGUR | 20. ÁR, 2008 | S. 24-34
Roger T. Ames
Heimhvörf hnattvæðingar og
uppstreymi menninga
Kínverskri heimspeki tekið á eigin forsendum
Tveir hœttir hnattvœðingar
Að frátöldum fáeinum síðbúnum skærum og æ máttleysislegri pyrrosarsigrum
á báða bóga hafa díalektísk átök módernista og póstmódernista koðnað niður í
heldur tómlegt sjónarspil. Lífsþróttur vestrænnar (ensk-evrópskrar) heimspeki
stafar ekki af díalektískum sigri and- eða póstmódernista á frömuðum hins
mikla verkefnis upplýsingarinnar. Mun fremur má rekja hann til breytinga á því
samræðurými þar sem merkingarbær vitsmunaleg átök eiga sér stað. Þessi breyt-
ing er afleiðing hnattvœðingar - en þetta hugtak hefur fengið tvær merkingar
sem etja kappi hvor við aðra. Hinn ríkjandi skilningur er hugmyndafræðilegur og
tengist útbreiðslu röklegra og siðrænna almannaviðhorfa sem sprottin eru úr evr-
ópsku upplýsingunni. Verkleg útfærsla þess lýtur að lýðræðislegum stofnunum á
grundvelli réttinda, einstaklingsmiðaðri markaðshyggju og röklegri tækni. I þess-
um skilningi er hnattvæðing samheiti fyrir nútímavæðingu - sem sjálf er álitin
samnefnari íyrir vesturlandavæðingu.
Þegar „póstmódernismi" er settur í samhengi við þennan skilning á hnattvæð-
ingu varpar það í senn ljósi á hugtakið og setur það í ákveðnar afstæður. Eftir-
nútími er fyrst og fremst vestrænn viðburður, þó ekki sé nema vegna þess að
nútíminn í áhrifaríkustu merkingu sinni er vestræn uppfinning.1 Og þegar hnatt-
væðing er skýrð sem vesturlandavæðing er að sjálfsögðu um að ræða sérstætt
hreyfiafl nútímans. Díalektískt viðbragð svokallaðra póstmódernískra hugsuða við
1 Sjá ítarlega umfjöllun um það að nútíminn sé vestræn uppfinning lijá David L. Hail, Richard
Rorty: Prophet and Poet of the New Pragmatism (Albany: State University of New York Press,
■997)>s- 29_47‘> °g David L. Hall og Roger T. Ames, The Democracy of the Dead: Dewey, Confucius,
and the Hopefor Democracy in China (Chicago: Open Court Press, 1999), s. 63-97.