Hugur - 01.06.2008, Page 47
HuGUR | 20. ÁR, 2008 | S. 45-63
Jón Egill Eyþórsson
Tákn og merkingar í Breytingaritningunni — Yi Jing
Hvarvetna í samfélögum Austur-Asíu, í Alþýðulýðveldinu Kína, Singapúr, Tæv-
an, á Kóreuskaganum og japönsku eyjunum, og jafnt í stórborgum sem þorpum
og öllu þar á milli, er býsna algengt að sjá karla og konur á ýmsum aldri sitjandi
við lítil borð eða jafnvel á gangstéttum og bjóða upp á spásögn fyrir eitthvert fé.
Og á Vesturlöndum í dag er varla sú bókabúð yfir meðalstærð sem ekki hefur í
hillum sínum að minnsta kosti eina eða tvær, en oftar en ekki nokkrar bækur sem
kenna sig við speki „I Ching", eða eins og bókin er oftast nefnd á ensku, „The
Book of Changes".1
Þessir götuspámenn Austurlanda íjær og bækurnar í hillum bókabúðanna, auk
aragrúa vefsíðna á veraldarvefnum, rekja sig öll til einnar af hinum fimm helgustu
ritningum konfusískra fræða, Breytingaritningarinnar.2 Rætur þessa torræða rits
ná aftur meira en árþúsund fyrir Krists burð og er því ekki einungis sennilegt að
það sé elsta bók Kína, heldur ein af elstu bókum veraldar. I þessari grein mun hún
kölluð á íslensku Breytingaritningin eða stundum einfaldlega Breytingarnar.
I greininni verður leitast við að gera stutta grein fyrir þessu riti, eðli þess og
sögu og þá sérstaklega með hliðsjón af þýðingu og hlutverki þess í kínverskri
heimspeki. Óhjákvæmilega er þetta fremur ófullnægjandi kynning á þessu
grundvaUarriti hins austur-asískra menningarheims til forna, því varla er nokkur
kínverskur fræðimaður frá öndverðu til okkar daga sem ekki hefur haft eitthvað
um bókina að segja og ófáir úr þeim flokki sættu sig ekki við að skrifa um hana
nokkrar línur heldur fundu sig knúna til að skilja eftir sig þykka og mikla skýr-
ingartexta og túlkanir. Staða hennar sem eins af grundvaflarritum konfusískra
1 Sú bók scm hér um ræðir er ensk þýðing á þýskri þýðingu Richards Wilhelm. Cary F. Baynes
og Richard Wilhelm (þýð.): Ihe I Ching or the Book of Changes. Princeton: Princeton University
Press, 1967.
2 Fimm meginrit konfúsískra fræða eru, auk Breytingaritningarinnar fgÍS, Ljdðaritningin l'f IS
(bundið mál frá tímum Zhou-veldisins, jaínt alþýðukveðskapur sem hirðsöngvar); Skjalaritn-
ingin flflK (fornir textar með sögulegt sem og trúarlegt gildi); Siðaritningin (hirðmenning
Zhou og helgisiðir), Vor- og haustannálamir (saga Lu-ríkis frá falli Vestra Zhou til upphafs
tímabils lúnna stríðandi ríkja, eða u.þ.b. 770-475 f.Kr. Tímabil þetta er og kennt við bókina).