Hugur - 01.06.2008, Page 52
50 Jón Egill Eypórsson
isins, Wen konung. Þessar goðsögur endurspegla ef til vill þróun Breytinganna
sem véfréttar en þegar kemur fram á sögulegan tíma eru Breytingamar og tákn
hennar komin á það form sem lýst er hér á undan.
Þrígröfin eru engu að síður gífurlega mikilvæg í táknfræði Breytingaritning-
arinnar. Fyrrnefndur hluti Vængjanna tíu sem nefnist Shuogua sííil'fW og útskýr-
ir á kerfisbundinn hátt bakgrunn og táknræna merkingu þrígrafanna telur upp
margskonar fýrirbæri og eðli hluta sem þrígröfin tákna, en án efa eru táknmynd-
ir af náttúrunni þeirra mikilvægastar og eru m.a. notaðar til að skýra sexgröfin.
Skýringar Shuogua ganga einmitt fyrst og fremst út frá þessum náttúrutáknum.
Einnig geta þrígröfin táknað fjölskylduvensl og í útvíkkaðri merkingu má h'ta
svo á að þær vísi einnig til allra hinna margvíslegu tengsla í mannlegu samfélagi.
Kínverjum til forna var gjarnt að h'ta á fjölskylduna sem smækkaða mynd ríkisins
og ríkið sem smækkaða mynd hins æðra heims á himnum, þ.e. höfuð ríkisins var
gagnvart himnaguðinum sem sonur gagnvart föður, enda voru keisarar Kínaveldis
ávallt titlaðir tianzi eða „sonur himinsins". Einnig er ljóst í þessu samhengi
að táknfræði mannlegs samfélags er leidd af og skilin út frá táknfræði náttúru-
fyrirbæra. Hugmyndafræðileg þýðing þessa er ákaflega mikilvæg í kínverskri
hugmyndasögu og verður rædd frekar hér á eftir.
Þrígröfin samsett í sexgröf búa yfir margslungnari táknrænni tjáningu. Tok-
um eitt dæmi. Sexgraf númer 12 j j j 111 kallast á kínversku pi og er myndað
úr þrígröfunum == qian „hirninn" að ofan og EE kun fjí „jörð“ að neðan. I
Wilhelm/Baynes-þýðingunni er það kallað Standstill [Stagnation\ eða „kyrrstaða
og stöðnun", en einnig mætti þýða það sem „stífla" eða „fyrirstaða". Við fyrstu sýn
virðist þetta hárrétt fyrirkomulag, að himinn sé yfir jörð, en hin fremur neikvæða
nafngift „stöðnun“ á sér skýringu. I þeim hluta Vængjanna sem nefnist „Alyktanir
skýrðar" segir:
• tmtj? • • MSAfftT^MHtJTM
Vl • ±TT£MATM#Piíz, • ftPÉM^H • ftfílM*«J • ftTA
M*h§T • TAMÍI • •
Stöðnun óvandaðra manna er dygð hins upplýsta ekki til framdráttar.
Hið mikla er á förum, hið smáa kcmur. Því er himinn og jörð ná ekki
saman, ná verur heims ekki að tengjast, hið efra og hið neðra ná ekki
saman og heimurinn er án stjórnsýslu. Myrkt hið innra og ljóst hið ytra,
mjúkt hið innra og hart hið ytra, smásál hið innra en upplýst á yfirborð-
inu. Vegur hins laka vex meðan vegur hins upplýsta dvín.
Hið hreina yang [jjj eða qian EE sem er táknmynd himinsins og í eðli sínu
létt og leitar upp er fyrir ofan og fyrir neðan er hið hreina yin eða kun EE ftjt,
táknmynd jarðar sem er í eðli sínu þungt og leitar niður. Því verður engin tenging
eða blöndun heldur á sér stað stöðnun. Pi j j j 111 5 táknar því skort á flæði hug-
mynda, snertingar og samskipta milli hins efra og hins neðra, hins innra og hins