Hugur - 01.06.2008, Page 52

Hugur - 01.06.2008, Page 52
50 Jón Egill Eypórsson isins, Wen konung. Þessar goðsögur endurspegla ef til vill þróun Breytinganna sem véfréttar en þegar kemur fram á sögulegan tíma eru Breytingamar og tákn hennar komin á það form sem lýst er hér á undan. Þrígröfin eru engu að síður gífurlega mikilvæg í táknfræði Breytingaritning- arinnar. Fyrrnefndur hluti Vængjanna tíu sem nefnist Shuogua sííil'fW og útskýr- ir á kerfisbundinn hátt bakgrunn og táknræna merkingu þrígrafanna telur upp margskonar fýrirbæri og eðli hluta sem þrígröfin tákna, en án efa eru táknmynd- ir af náttúrunni þeirra mikilvægastar og eru m.a. notaðar til að skýra sexgröfin. Skýringar Shuogua ganga einmitt fyrst og fremst út frá þessum náttúrutáknum. Einnig geta þrígröfin táknað fjölskylduvensl og í útvíkkaðri merkingu má h'ta svo á að þær vísi einnig til allra hinna margvíslegu tengsla í mannlegu samfélagi. Kínverjum til forna var gjarnt að h'ta á fjölskylduna sem smækkaða mynd ríkisins og ríkið sem smækkaða mynd hins æðra heims á himnum, þ.e. höfuð ríkisins var gagnvart himnaguðinum sem sonur gagnvart föður, enda voru keisarar Kínaveldis ávallt titlaðir tianzi eða „sonur himinsins". Einnig er ljóst í þessu samhengi að táknfræði mannlegs samfélags er leidd af og skilin út frá táknfræði náttúru- fyrirbæra. Hugmyndafræðileg þýðing þessa er ákaflega mikilvæg í kínverskri hugmyndasögu og verður rædd frekar hér á eftir. Þrígröfin samsett í sexgröf búa yfir margslungnari táknrænni tjáningu. Tok- um eitt dæmi. Sexgraf númer 12 j j j 111 kallast á kínversku pi og er myndað úr þrígröfunum == qian „hirninn" að ofan og EE kun fjí „jörð“ að neðan. I Wilhelm/Baynes-þýðingunni er það kallað Standstill [Stagnation\ eða „kyrrstaða og stöðnun", en einnig mætti þýða það sem „stífla" eða „fyrirstaða". Við fyrstu sýn virðist þetta hárrétt fyrirkomulag, að himinn sé yfir jörð, en hin fremur neikvæða nafngift „stöðnun“ á sér skýringu. I þeim hluta Vængjanna sem nefnist „Alyktanir skýrðar" segir: • tmtj? • • MSAfftT^MHtJTM Vl • ±TT£MATM#Piíz, • ftPÉM^H • ftfílM*«J • ftTA M*h§T • TAMÍI • • Stöðnun óvandaðra manna er dygð hins upplýsta ekki til framdráttar. Hið mikla er á förum, hið smáa kcmur. Því er himinn og jörð ná ekki saman, ná verur heims ekki að tengjast, hið efra og hið neðra ná ekki saman og heimurinn er án stjórnsýslu. Myrkt hið innra og ljóst hið ytra, mjúkt hið innra og hart hið ytra, smásál hið innra en upplýst á yfirborð- inu. Vegur hins laka vex meðan vegur hins upplýsta dvín. Hið hreina yang [jjj eða qian EE sem er táknmynd himinsins og í eðli sínu létt og leitar upp er fyrir ofan og fyrir neðan er hið hreina yin eða kun EE ftjt, táknmynd jarðar sem er í eðli sínu þungt og leitar niður. Því verður engin tenging eða blöndun heldur á sér stað stöðnun. Pi j j j 111 5 táknar því skort á flæði hug- mynda, snertingar og samskipta milli hins efra og hins neðra, hins innra og hins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.