Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 56
54
Jón Egi/l Eyþórsson
Eins og sjá má af þessu dæmi geta Vœngimir einnig verið torræðir. Þó er ómæld
hjálp í þeim því sá sögulegi tími sem um ræðir var tími mikilli samfélagslegra
breytinga, framfara á öllum sviðum, og þar á meðal mikilla málfarslegra breyt-
inga.
Vtengirnir tíu samanstanda af tíu bókum sem eru eftirfarandi:
Hcffy Tuan zhuan „Alyktanir skýrðar": tvær bækur, íyrst og fremst frekari
skýringar á elsta lagi textans.
fycfW Xiang zhuan „Imyndirnar skýrðar“: tvær bækur, fyrst og fremst
skýringar byggðar á formi línutáknanna.
Xici zhuan „Viðbættir textar“: tvær bækur, frumspekilegur
grundvöllur og heimsmynd verksins.
V.íÉfH Wenyan zhuan „Skýringar við orð textans": frekari skýringar á
fyrstu tveimur sexgröfunum, og ffk
tKÍKfy Shuogua zhuan „Þrígröfin útskýrð".
fPÍ|Nf$ Xúgua zhuan „Röð sexgrafanna skýrð“.
Zagua zhuan „Ymsar athugasemdir".
Eins og fyrr segir á Ritningarhlutinn samkvæmt hefðinni rætur að rekja til hins
goðsögulega Fuxi, Wen konungs og Hertogans af Zhou. En sennilegra þykir að
þeir séu samansafn ýmissa texta frá Shang- og Zhou-tímabilunum. A vor- og
hausttímanum eða tíma hinna stríðandi ríkja var Vengjunum bætt við og Breyt-
ingaritningin í heild sinni eins og við þekkjum hana í dag er frá upphafi Han-
veldisins.
Nokkur orð um notkun véfréttarinnar
Það kann að vekja nokkra furðu að í Breytingaritningunni sjálfri er ekki mikið
fjallað um hvernig eigi að spá. Vafalaust var einfaldlega gert ráð fyrir því að þeir
sem notfærðu sér bókina hefðu þegar lært að skipta vallhumalsstilkum og telja
þá, en það er sú aðferð sem lítillega er lýst í „Viðbættum textum". Hún var í raun
glötuð þegar hinn rómaði fræðimaður Zhu Xi endurskapaði hana á Song-tím-
anum á grundvelli fyrrnefndra kafla í „Viðbættum textum“.M Þessi aðferð er sér-
lega langdregin og fiókin og auk þess er ólíklegt að hún sé alveg sú sama og notuð
var á fornum tímum þar sem hún er endursköpun. Hins vegar hefúr aðferðin sem
lýst er hér að framan, þar sem kastað er þremur myntum, verið notuð meðal al-
mennings um langa hríð og talin fúllnægjandi til spásagna.
Einnig er ástæða til að ítreka að þetta ferli sem gefúr af sér sexgraf er langt frá
því að vera kjarni spásagnalistarinnar. Listin liggur öðru fremur í því að tengja
aðstæður spyrjandans við torræðar myndh'kingar graf- og línutextanna, eins og í
dæmunum hér á undan. Þetta krefst fyrst og fremst mikils innsæis í mannlega
ii Þessari aðferð er lýst í þýðingu BaynesAVilhelms, bls. 721.