Hugur - 01.06.2008, Side 66
HuGUR | 20. ÁR, 2008 | S. 64-83
Svavar Hrafn Svavarsson
Stokkar og steinar Platons
Frummyndir og ófullkomleiki skynheimsins
Agrip
Þótt undarlegt kunni að virðast hefur eftirfarandi staðhæfing verið áberandi og
áhrifarík innan sögu heimspekinnar: Ef eitthvað er raunverulega F, þá hlýtur
það ávallt að virðast vera F. Þessari staðhæfingu fylgdi iðulega sú athugasemd
að hlutir virtust ýmist vera F eða ekld-Á’. Staðhæfingin og athugasemdin virðast
nokkuð skrýtnar, jafnvel barnalegar. En staðhæfingunni má skipta í tvennt, því
innan hennar leynist dulin forsenda. Þá höfum við tvær staðhæfingar. Fyrri stað-
hæfingin er þessi: Ef eitthvað er raunverulega F, þá er þaðþekkjanlegt sem F. Þessi
staðhæfing er hvorki skrýtin né barnaleg, heldur öflug grundvaflarskoðun innan
heimspeki og vísinda; fornmenn sem flestir aðrir héldu að veruleikinn væri þekkj-
anlegur. Seinni staðhæfingin er þessi: Ef eitthvað er þekkjanlegt sem F, þá hlýtur
það ávallt að virðast vera F. Þessi staðhæfing er hins vegar meinlausari, alltént við
fyrstu sýn. Þá virðist hún ljóslega vera ósönn, þó vissulega sýni hún vanda þess að
finna þekkingarfræðilegan mælikvarða annan en óbrigðula sýnd hlutanna.
Það má finna báðar staðhæfingarnar hjá Platoni þegar hann fjallar um frum-
myndir, sem hann gerir óskipulega og á ólíkum stöðum innan samræðna sinna.
Til eru tvenns konar hlutir, segir hann í Fædoni, venjulegir skynjanlegir hlutir
(skynhlutir) og frummyndir. Hann færir rök fyrir því að frummyndir séu óh'kar
venjulegum skynhlutum með því að þekkingarfræðilegur aðgangur okkar að þeim
sé óflkur; við höfum óh'ka reynslu af þeim, uppflfiim þá á tvo ólíka vegu. Hann
tekur dæmi: við vitum að hið jafna sjálft er jafnt, en við vitum ekki að jafnir skyn-
hlutir séu jafnir. Hann færir rök fyrir þessari skoðun með tilvísun til þess sem
virðist vera, til sýndanna: jafnir skynhlutir virðast ýmist vera jafnir eða ójafnir, en
hið jafna sjálft virðist óbrigðullega vera jafnt (sama hvað). Þannig skilur Platon