Hugur - 01.06.2008, Side 102
IOO
Ólafur PállJónsson
Mynd i: Hugsuðurinn eftir Auguste Rodin.
eskju. í samræmi við þessa mynd getum við þá sett fram tilgátu um hvað það er
að vera gagnrýnin manneskja:
(I) Gagnrýnin er sú manneskja sem býr yíir gagnrýnu hugferði, sem þýðir að
hún íhugar eigin skoðanir, bæði inntak þeirra og forsendurnar sem þær
byggja á.
2. Gagnrýni og virkar verur
Hugsuðurinn, eins og Rodin sér hann fyrir sér, situr bara og gerir ekki neitt - þ.e.
ekki neitt nema að hugsa. Og gott ef honum leiðist ekki. Ef allir væru eins og hann
- sætu löngum stundum og íhuguðu málin án þess að aðhafast frekar - þá væri
skelfing dapurlega komið fyrir mannkyninu. Ekki svo að skilja að athafnasemi sé
alltaf blessun og þegar hún gengur um vit fram er hún einhver versti löstur sem
finna má í fari manna. En það verður ekki framhjá því horft að mannleg hugsun,
sem ekki er samofin því að lifa góðu hfi sem manneskja, er ósköp takmörkuð.
Það er galli við styttu Rodins að hún dregur upp of innhverfa mynd af hugs-
uninni. Hugsuðurinn er innhverf vera - vera sem horfir inn í eigin hugarheim
og í burtu frá hinum efnislega veruleika — sem í þessu tilviki innifelur hugsuðinn
sjálfan. Hin gagnrýna manneskja hverfur sjálf inn í eigin hugarheim. Við gætum
kannski orðað það svo að hugsuðurinn, sem hverfur inn í eigin hugarheim, skorti
gagnrýna sýn á sjálfan sig sem siðferðilega veru. Þessi skortur birtist ekki endilega
í því að hugsuðurinn taki ekki til íhugunar ýmis siðferðileg álitamál, heldur tekst
hann ekki á við spurninguna „Hvað ætti ég að gera við þann tíma sem ég hef til
að lifa?“ með gagnrýnum hætti.5
Sú tilgáta um hvað það er að vera gagnrýnin manneskja sem ég setti fram að
ofan er því augljóslega of takmörkuð. Hin gagnrýna manneskja verður vissulega
að hugleiða málin, en hún verður h'ka að breyta í samræmi við hugsun sína. Þetta
5 Jiirgen Habermas gerir þessa spurningu einmitt að útgangspunkti í bókinni Framtíð matinkgrar
náttúru, sjá The Future ofHuman Nature, Polity, Cambridgc 2003, bls. 1.