Hugur - 01.06.2008, Síða 103
Gagnrýnar manneskjur
IOI
gefur þá tilefni til að bæta nýjum Íið við tilgátuna um hvað það er að vera gagn-
rýnin manneskja:
(II) Gagnrýnin er sú manneskja sem býr yíir (i) gagnrýnu hugferði, þ.e. hún
íhugar eigin skoðanir, bæði inntak þeirra og forsendurnar sem þær byggja
á, og (ii) skynsamlegum sköpunarmætti, þ.e. hún breytir í samræmi við
hugsanir sínar, hugsunin úthverfist í verki.
Aherslan á hið verklega og tengsl þess við gagnrýni beina okkur í átt frá hinum
innhverfa hugsuði til einstaklinga sem birta hugsun sína í verki, hafa t.d. gert
eitthvað markvert eins og Gutenberg sem fann upp prentverkið.
Hjá Gutenberg birtist skynsemin ekki einungis í því að leggja hugmyndir í
dóm skynseminnar heldur einnig sem skapandi afl. Hjá Gutenberg er hin gagn-
rýna hugsun ekki einungis tæki til að takast á við innri veruleika — hugmyndir,
skoðanir, langanir, o.s.frv. - heldur er hún ekki síður tæki til að takast á við ytri
veruleika. Hugsunin er tæki, og þegar vel tekst til þá er hún það tæki sem öðrum
fremur gerir okkur kleift að lifa vel og haganlega.6 Hin gagnrýna manneskja er þá
ekki bara manneskja sem íhugar og ígrundar eigin skoðanir, hjá henni úthverfist
hugsunin í verki.
j. Gagnrýni og siðferði
Tökum fleiri dæmi sem draga fram þann eiginleika hugsunarinnar að vera lausnar-
miðuð og skapandi í gh'mu við veruleikann. A mynd 2 gefur að líta hugvitssamlegt
tæki sem notað var allt fram á 19. öld, einkum á Bretlandi, til að refsa konum. Á
ensku heitir þetta refsitól ducking stool en á íslensku kallast það skassadýfa.
Skassadýfan er uppfinning sem, eins og prentverkið hjá Gutenberg, ber vott um
6 Þessi sýn á liugsunina er mjög í anda Johns Dewey, sbr. Hugsun og menntun, xslensk þýðing eftir
Gunnar Ragnarsson, Rannsóloxarstofnun Kennaraháskóla Islands, Reykjavík 2000.