Hugur - 01.06.2008, Síða 104
102
Ólafur PállJónsson
Mynd 3: Lestarteinar að tít-
rýmingarbúðunum íBirkenau.
hugvitssemi og verklega færni. I skassadýfunni hefur ákveðin hugsun úthverfst í
verki. Menn standa frammi fyrir vanda, íhuga málið og finna lausn. Lítum á fleiri
dæmi um hugsun sem er lausnarmiðuð og skapandi í þessum skilningi.
Hér fyrir ofan höfiim við mynd af lestarteinum, við endann fjær eru útrýming-
arbúðir nasista í Birkenau. Utrýmingarbúðir nasista eru yfirleitt ekki teknar sem
gott dæmi um afrakstur gagnrýninnar hugsunar. Ekki bara vegna þess að þær eru
ógeðfellt dæmi um hugvitssemi manna og verklega færni, heldur vegna þess að
það var eitthvað virkilega ógagnrýnið við útrýmingarbúðirnar. En hvað var svona
ógagnrýnið við þær? Hinni verkfræðilegu útfærslu var ekki ábótavant - búðirnar
voru skilvirkar. Kannski hefur hagræðing hvergi náð hærra stigi en einmitt þar. En
hvers vegna segjum við að þær hafi verið ógagnrýnar frekar en bara siðlausar?
Siðleysi og hugsunarleysi fara oft saman, þó ekki sé nema fyrir það að geðs-
hræringar eins og samhygð, reiði eða það að samgleðjast einhverjum fela í sér
hugsun en eru jafnframt mikilvægar fyrir siðferði og réttlæti.7 En á hinn bóginn
má spyrja hvort illska geti ekki verið úthugsuð og útpæld. Voru útrýmingarbúðir
nasista ekki einmitt dæmi um það; útpælda illsku - hugsun á háu stigi, hversu
ógeðfelld sem sú hugsun annars var?
Heimspekingurinn Hannah Arendt fjallaði um ódæði nasista í seinni
heimstyrjöldinni í fjölda greina og bóka. Hún var sjálf gyðingur, fædd í Þýskalandi
árið 1906, en flúði til Parísar á fjórða áratugnum og árið 1941 til Bandaríkjanna.
Fyrir stríð skrifaði hún doktorsritgerð um hugtak heilags Ágústínusar um ástina,
en eftir stríðið var illskan hennar meginviðfangsefni. Eitt af því sem vakti athygli
Arendt þegar hún var viðstödd réttarhöldin yfir Adolf Eichmann, var það sem
hún kallaði „fáfengileika illskunnar" (e. banality of 'evit). Hún lýsir þessu þannig:
[Eg] átti ekki við neina tilgátu eða kennisetningu heldur eitthvað sem
var eins og hver önnur staðreynd, iflvirki, sem framin eru í gríðarlegum
mæli, en sem ekki er hægt að rekja til tiltekinnar mannvonsku, sjúklegs
7 Sjá t.d. Kristján Kristjánsson,/ai/(V« and Desert-BasedEmotiom, Ashgate, Aldershot, 2006.