Hugur - 01.06.2008, Page 115
HuGUR | 20. ÁR, 2008 | S. 113-126
Maurice Merleau-Ponty
Formáli að Fyrirbœrafrœði
skynjunarinnar
Hvað er fyrirbærafræði? Það kann að virðast undarlegt að enn þurfi að bera upp
þessa spurningu, hálfri öld eftir að Husserl skrifaði sín fyrstu verk. En við henni
hefur aldrei fengist fiillnægjandi svar. Fyrirbærafræði þallar um eðli [essences] og
samkvæmt henni eru öll vandamál fólgin í því að skilgreina eðli, til dæmis eðli
skynjunarinnar og eðli vitundarinnar. En fyrirbærafræði er einnig heimspeki sem
færir eðli fyrirbæranna að nýju yfir í tilveru þeirra og telur að ekki sé unnt að skilja
manninn og heiminn nema í ljósi „staðveru" [„factiáté"] þeirra. Fyrirbærafræði
er forskilvitleg heimspeki sem setur hið náttúrulega viðhorf í bið í þeim tilgangi
að öðlast betri skilning á því. Samkvæmt henni er heimurinn ávallt „þegar til
staðar" sem óumflýjanleg nærvera áður en yfirvegunin kemur til. Að ástunda
fyrirbærafræði er að leitast við að endurheimta hin einlægu tengsl mannsins við
heiminn og ljá þeim að endingu heimspekilegan sess. Fyrirbærafræði er heim-
speki sem sækist eftir því að teljast „strangvísindaleg", en hún er líka greinargerð
fyrir rúmi, tíma og heiminum eins og við upplifúm þau. Hún reynir að láta í
té beina lýsingu á upplifún okkar eins og hún er, án tillits til tilurðar hennar
í sálarh'finu og þeirra orsakaskýringa á henni sem vísindamenn, sagnfræðingar
og félagsfræðingar hafa fram að færa. Samt talar Husserl í síðustu verkum sín-
um um „fyrirbærafræði tilurðar"1 og jafnvel um „uppbyggilega fyrirbærafræði“.2
Einhverjir kynnu að vilja leysa þessar mótsagnir með því að gera greinarmun á
fyrirbærafræði Husserls og Heideggers. En gjörvöll bók Heideggers Vera og tími
er sprottin af tiltekinni ábendingu Husserls og er raunar úthstun á því „nátt-
úrulega heimshugtaki" (natiirlicher Weltbegrijf) og þeim „h'fheimi" (Lebenswelt)
sem Husserl lýsti sem helsta verkefni fyrirbærafræðinnar undir lok ævi sinnar.
Mótsögnin snýr því aftur í heimspeki Husserls sjálfs. Bráðlátur lesandi gefst brátt
upp á því að ná utan um kenningu sem hefúr þegar sagt allt sem sagt verður og
1 Husserl, Méditations Cartésiennes (Kartesískar hugleiðingar), s. 120 o.áfr.
2 Sjá sjöttu kartesísku hugleiðinguna sem Eugen Rnk tók saman og er óútgefin, en G. Berger veitti
mér aðgang að.