Hugur - 01.06.2008, Page 136
134
Jóhann Björnsson
Með öðrum orðum: gagnrýnin hugsun leitar að nýjum og betri rökum
fyrir skoðunum sínum og hugmyndum og er þar af leiðandi sífellt að
endurskoða þær.6
Með því að láta nemendur velta fyrir sér auglýsingum, fréttum og stuttum grein-
um eru þeir þjálfaðir í gagnrýninni hugsun. Þeir fá tækifæri til þess að greina
rökfærslur sem fram koma og bregðast við þeim Einnig leyfi ég nemendum að
virkja hugsun sína með því að glíma við rökþrautir og gátur. Er það þá einnig leið
til þess að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Uppbyggihg og heiðarleg rökræfla: Flest ungmenni eiga ekkert sérstaklega auðvelt
með að rökræða en þau eiga auðveldara með að kappræða og þrasa. Það er því
mjög mikilvægt að kynna fyrir þeim rökræðuna og kosti hennar og muninn sem
er á rökræðu sem leið til þess að komast að því sem er satt og rétt annarsvegar
og hinsvegar kappræðu þar sem leitast er við að sigra andmælandann burtséð frá
réttmæti málstaðarins og gæðum röksemda. Þegar við tökumst á við álitamál þá
reyni ég að gæta þess að umræðan verði ekki að einu allsherjarþrasi sem leiðir ekki
til neinnar vitrænnar niðurstöðu. Því er lögð áhersla á:
1) Virka hlustun.
2) Að gefa sér tíma til að vega og meta eigin skoðanir og rök sem og ann-
arra.
3) Að tjá sig á skipulegan og á yfirvegaðan hátt.
4) Að vera reiðubúinn að skipta um skoðanir án þess að það þyki nokkuð
skammarlegt.
Rökræöan um hið góða líf: Siðfræðinni var í árdaga ætlað það hlutverk að fást við
það í hverju hið góða líf væri fólgið. Eg tel mjög mikilvægt að umræðan um hið
góða líf verði ekki útundan. Nemendur kjósa sér allir, ýmist á meðvitaðan hátt
eða ómeðvitaðan, einhvern h'fsstíl sem er misjafnlega góður. Að rökræða lífsstíl-
inn á gagnrýninn og yfirvegaðan hátt er því ákveðinn lykill að því að móta bf sitt
á ábyrgan hátt. Hvernig hf er gott lífr Hvaða áhrif hefur lífsstíll minn á aðra?
Hvaða áhrif hefur lífsstíll minn á sjálfan mig? Mun h'fsstíU minn færa mér gæfu
og farsæld eða þvert á móti verða mér til bölvunar? Þetta eru örfáar af þeim
spurningum sem leitað er svara við þegar hið góða h'f er rökrætt.
Að átta sig á siðferðilegum álitamálum og bregðast viðpeim: Hér erum við væntan-
lega komin að veigamesta þætti þessa þróunarverkefnis, en það er að fást við
siðferðileg álitamál sem slík. Eg skipti umfjölluninni í þrjá meginflokka en það er
útfærsluatriði hverju sinni hvernig þeir eru teknir fyrir. Það má taka þá fyrir hvern
í sínu lagi eða saman.
1) Mál sem snerta lífsstíl og afstöðu einstaklingsins til eigin lífs. Hvað má
ég gera við mitt eigið h'f? Hér kemur t.d. til siðfræðilegrar umræðu um
notkun áfengis, tóbaks og annarra vímugjafa.
6 Páll Skúlason, „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?", Pælingar (Ergó 1987), s. 70.