Hugur - 01.06.2008, Page 142

Hugur - 01.06.2008, Page 142
HuGUR | 20. ÁR, 2008 | S. 140-152 Björn Þorsteinsson Valsað um valdið Hinsegin pólitík og samfélagsvélin Hvers er einstaklingurinn megnugur? Hvert er samband einstaklingsbundins eðlis og félagsmótunar? Eða, með öðrum orðum, hvert er svigrúm einstaklingsins innan samfélagsheildarinnar? Er hann ekkert annað en tannhjól í vélinni, fast skrúfað og vel smurt? Eða er eitthvert rúm fyrir leik innan vélarinnar? Hér verður glímt við spurningar í þessum dúr, sem vissulega eru ekki óárennilegar tilsýndar, með fulltingi nokkurra valinkunnra heimspekinga. Markmiðið er að opna nýjar leiðir og nýja sýn - um leið og málum sem virðast einfold við fyrstu sýn er hleypt upp og þau flækt nokkuð. En sé raunveruleikinn flókinn hljóta hugmyndir okkar að vera það h'ka - að minnsta kosti ef ætlunin er að þær endurspegli veruleikann en einfaldi hann ekki með tilheyrandi afskurði og útilokunum.1 * * * Veltum í upphafi ferðar fyrir okkur gagnmerkri heimspekilegri spurningu sem blasir við á annarri hverri mjólkurfernu um þessar mundir: Hvað er að vera ég? Eða, með almennara orðalagi, hvað er maður eiginlega? Hvað er maðurinn - eða, með öðrum orðum, hvað er manneskjan? Þessi spurning kann að virðast í senn hátíðleg, barnaleg og brosleg - og hkast til er hún þetta allt í reynd. En þegar að er gáð leynist meira í henni en við blasir í fyrstu. Immanúel Kant, sá mikli lærifaðir og kennimeistari nútfmaheimspekinnar, leit til dæmis svo á að taka mætti helstu spurningar heimspekinnar saman í þessari einu spurningu. Umræddar megin- spurningar voru raunar þrjár: Hvað get ég vitað? Hvað ber mér að gera? Hvað get ég gert mér vonir um?2 Gott og vel, en hvað átti Kant við með því að þessar þrjár spurningar mætti fella undir spurninguna um manneskjuna? 1 Greinin er unnin upp úr fyrirlcstri sem haldinn var 15. febrúar 2008 í fyrirlestraröðinni „Með hinsegin augum" sem Samtökin '78 stóðu að. Sigrún Sigurðardóttir, Davíð Kristinsson, Geir Sig- urðsson og ritrýnir Hugar fá þakkir fyrir góðar athugasemdir og áheyrendur að lcstrinum fyrir góðar spurningar og umræður. 2 Kant varpaði þessum spurningum víða fram í rimm sínum og bréfum. I Gagnrýni hreinnar skyn- semi (A805/B833) lætur hann spurningarnar þrjár nægja en í Rök/ræði sinni, sem kom út árið 1800,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.