Hugur - 01.06.2008, Page 155
HuGUR | 20. ÁR, 2008 | S. 153-162
Gunnar Harðarson
Skrifað fyrir bókahilluna?
Sartre og hlutverk bókmennta
Krafa Sartres um að rithöfundar tækju afstöðu í þjóðfélagsmálum í og með skrif-
um sínum var umdeild á sínum tíma en naut þó umtalsverðs fylgis. Sartre byggði
kröfii sína um afstöðubókmenntir á hugmynd sinni um frelsi rithöfundarins, en
spurningin er hins vegar hvort krafa hans feli í sér tilraun til að takmarka það: Er
þversögn í hugmynd Sartres um frelsi rithöfundarins? Við þessari spurningu er
sjálfsagt ekki til neitt einfalt svar. Tilgátan sem hér verður tekið mið af er að gera
verði greinarmun á siðferðilegri og pólitískri afstöðu hjá Sartre í hugmynd hans
um frelsi rithöfundarins. Hér á eftir er ekki rúm til að ræða nema nokkur atriði
í hugmynd Sartres um afstöðubókmenntir eins og hún birtist í greinaflokknum
Qu'est-ce que la littérature? (Hvað eru bókmenntir?) frá 1948. Samkvæmt Sartre eru
orð athafnir og rithöfundurinn skrifar til að breyta heiminum með því að beina
orðum sínum til frjálsra manna og verja frelsið í tilteknum aðstæðum. Ekki hafa
þó allir verið á því að þetta skuli vera hið eina hlutverk bókmenntanna. Italski
rithöfundurinn Italo Calvino varpaði fram þeirri hugmynd að bókmenntir séu
ekki til þess skrifaðar að breyta heiminum, heldur séu þær eitt afbrigði þekk-
ingarleitar og rithöfundar skrifi þegar til kastanna kemur fyrir bókahilluna. Við
munum víkja stuttlega að þessari hugmynd í lokin.1
* * *
Gera má ráð fyrir að flestir tengi hugmyndir Jean-Pauls Sartre um frelsi, val
og afstöðu við tilvistarstefnuna, a.m.k. þegar um er að ræða frumspekilegar og
siðfræðilegar spurningar um ábyrgð einstaklings gagnvart sjálfum sér og til-
vistarmöguleikum sínum. En þegar um bókmenntalegar, þjóðfélagslegar eða
sögulegar spurningar er að ræða er eins víst að þessar hugmyndir séu settar í
1 Calvino er ekki einn um þá skoðun að bókmenntir geti verið tæki þekkingarleitar. Kundera hefur
til að mynda haldið því fram að skáldsagan hafi „þekkingarfræðilegt hlutverk“; sjá Milan Kund-
era, „Vegir í þoku“, Friðrik Rafnsson þýddi, Bjartur ogfrú Emilía, 10:1 (1993), bls. 102-128. - Eg
þakka Birni Þorsteinssyni fyrir þessa ábendingu.