Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 10
8 Tómas Helgason TALNING GEÐ- OG TAUGASJÚKLINGA Á ÍSLANDI 15. MARS 1953 Fyrirlestur fluttur í Læknafélagi Reykjavíkur 12. maí 1954. INNGANGUR Lítið hefur verið vitað um hve margir væru haldnir geð- og taugasjúkdómum hér á landi annað en að á síðustu árum hafa jafnan dvalið um 300 sjúklingar á Kleppsspítala. Að vísu hafa jafnan birst tölur í heilbrigðisskýrslum um fjölda geð- veikra og fávita byggðar á skýrslum héraðslækna. Þannig var í heilbrigðisskýrslum 1950 (1) talinn vera 141 geðveikur sjúklingur utan Reykjavíkur (57 karlar og 84 konur) og 331 fáviti á öllu land- inu. Við skýrslur þessar gerir landlæknir svohljóð- andi athugasemd: „Allri þessari skýrslugerð er auðsjáanlega jafnan mjög áfátt.“ Um þá sjúklinga, sem eru utan spítala, hefur einnig vantað allar frekari upplýsingar svo sem hvaða sjúkdómi þeir væru haldnir, hve mikið veikir þeir væru, hvort þeir þyrftu á sjúkrahúsvist að halda o.s.frv. Árið 1938 birtist í Acta Psychiatrica et Neuro- logica grein eftir Helga Tómasson (2) í sambandi við erfðarannsóknir hans. Þar er sagt frá hve margir vitja sérfræðings í geð- og taugasjúkdómum í fýrsta sinn árlega. Út frá því eru reiknaðar líkur 15 ára manns hér til að veikjast svo af einhverjum geð- eða taugasjúkdómi, að hann þurfi að leita sér- fræðings áður en hann verður sjötugur. Eru þær 37% og líkurnar til að veikjast af psychosis manio- depressiva eru 7%. Þetta eru miklu hærri líkur en reiknað hefur verið með í öðrum löndum, þrisvar sinnum meiri en mest hefur verið talið annars staðar (3). Þessi munur stafar sennilega af eðli rannsóknanna. Hér á íslandi hefur rannsóknin náð til fleiri léttari tilfella, sem aldrei koma á sjúkrahús og aldrei hafa komist upp á kant við þjóðfélagið. Annars staðar hafa þeir, sem framkvæmt hafa rannsóknirnar, miðað við sjúkrahússjúklinga og orðið að leita að sjúklingum eftir ávísun annarra (sbr. uppgjör héraðslækna hér) og því eingöngu fundið alvarlegri tilfellin. Hér hafa sjúklingarnir hins vegar leitað til þess, sem framkvæmdi rann- sóknina og vægari tilfellin því auðveldlegar fengist með. í ritgerð Jóhanns Sæmundssonar um orsakir ör- orku á íslandi (4) eru taldir 1694 öryrkjar hér. Af þeim var 491 með geð- eða taugasjúkdóma, þar af 104 fávitar, 88 geðveikir, 35 taugaveiklaðir, 34 flogaveikir og 230 með ýmsa vefræna taugasjúk- dóma (afleiðingar af mænuveiki, heilabólgu o.fl.). Engin þessara talna, sem hér að framan hefur verið minnst á, gefur rétta mynd af því hve margir séu haldnir geð- eða taugasjúkdómum á hverjum tíma. Slíkar upplýsingar hafa þó mikla þjóðfélags- lega þýðingu, m.a. í sambandi við hve mörg sjúkra- rúm þarf að áætla þessum sjúklingum. Ennfremur má e.t.v. ráða nokkuð af samanburði slíkra upplýs- inga við önnur lönd um, hvort hér séu fleiri eða færri geðveikir en þar og þá jafnframt hvort muni vera rétt tilgátan um skýringuna á meiri veikinda- líkum hér en annars staðar. Til þess að afla þessara upplýsinga var ráðist í að fá eins konar manntal á sjúklingum með geð- og taugasjúkdóma, sem væru undir læknishendi þann 15. mars 1953. Tölfræðilegum rannsóknum á sjúkdómum eru miklar takmarkanir settar og þegar rannsaka skal tíðni sjúkdóma þarf að taka tillit til margra breyti- legra stuðla. Hugtök þau, sem unnið er með, eru oft breytileg og óskýr. T.d. má benda á, að oft er erfitt að setja mörkin fýrir hver sé veikur og hver ekki, einkum þegar um er að ræða gamalmenni. Eða hvenær veikist maður? Hér hefur verið valið að telja þá veika, sem eru undir læknishendi og að þeir hafi veikst er þeir vitjuðu núverandi læknis. Allir sjá að þetta er ekki rétt, ýmsir eru veikir, sem ekki eru undir læknishendi, og flestir hafa verið veikir nokkum tíma áður en þeir vitjuðu læknis. Hér er hins vegar um að ræða ákveðnar skýrgreiningar, sem notast verður við, þegar um er að ræða lang- vinna sjúkdóma og rannsóknir sem þessa. Þegar við þetta bætist að læknum ber oft ekki saman um sjúkdómsgreiningar, er eðlilegt að margir séu svartsýnir á tölfræðilegar rannsóknir og útreikn- inga í sambandi við sjúkdóma. Þrátt fyrir þessa galla og ýmsa fleiri hafa töl- fræðilegar rannsóknir á sjúkdómum, tíðni þeirra og dreifingu, mikla þýðingu fyrir lækna og þjóð- félagið í heild. Því leyfi ég mér hér með að skýra að nokkru frá þeim aðferðum, sem til greina koma við rannsóknir á tíðni geðsjúkdóma, nokkrum erlend-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.