Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 12
10 gáfu greiðlega þær upplýsingar, sem óskað var eftir. Til að koma í veg fyrir tvítalningu skyldu sjúklingarnir auðkenndir með upphafsstöfum, fæðingardegi og ári. Einnig var óskað upplýsinga um atvinnu sjúklingsins eða framfæranda hans, hvort hann byggi í læknishéraðinu eða ekki (vegna þess að spurningamar voru miðaðar við Reykja- vík), hvenær sjúkdómurinn hafi byrjað, hvenær sjúklingurinn vitjaði núverandi læknis fyrst, greiningu og loks hvort sjúklingurinn þyrfti á sjúkrahúsvist að halda. Upphaflega var ætlunin, að talningin næði að- eins til Reykjavíkurlæknishéraðs og vom fyrir- spurnareyðublöðin gerð með það fyrir augum. En þar sem augljóst var, að mikill fjöldi alvarlegra tilfella utan af landi væru í Reykjavík, var ákveðið að senda öllum héraðslæknum samskonar fyrir- spurnarblöð. Vegna þess að fyrirspumarblöðin voru fyrst og fremst ætluð fyrir Reykjavík, varð ekki unnt að flokka sjúklingana meira eftir lands- hlutum en í Reykvíkinga og ekki Reykvíkinga. Raunar er vafasamt, hvort frekari flokkun hafi þýðingu eða sé möguleg hér. Auk þessarar skipt- ingar er sjúklingunum skipt eftir kyni, aldri, sjúk- dómsgreiningu, hve langt er síðan þeir vitjuðu núverandi læknis og hve gamlir þeir voru þá. Til að gera sér í hugarlund hve mikið veikir sjúklingamir séu er þeim skipt í þrennt, 1) þeir sem eru í sjúkrahúsum eða þurfa á sjúkrahúsvist að halda, 2) þeir sem eru hjá sérfræðingum og 3) þeir sem eru hjá almennum læknum. Sá hópur sem vitjað hefur læknis í fyrsta sinn á síðustu 3 mánuðum fyrir talningardaginn, er not- aður til að reikna út líkurnar til að veikjast (vitja læknis), til samanburðar við það, sem áður hefur verið gert. Er þá gert ráð fyrir, að þessi hópur sé fjórði hluti þeirra, sem vitja læknis í fyrsta sinn ár hvert og að hópurinn sé rétt sýnishom þeirra. Mikla þýðingu í sambandi við morbiditets at- huganir hefur útreikningur á líkum einstakling- anna til að veikjast. Pessar líkur má reikna á ýmsa vegu, t.d. eru reiknaðar út líkur manns, sem náð hefur ákveðnum aldri, til að veikjast fyrir einhvem ákveðinn tíma. Til þessa eru ýmsar aðferðir. Sú, sem er einföldust og liggur beinast við, er að at- huga hve margir veikjast í fýrsta sinn árlega í hverjum aldursflokki. Ut frá því eru reiknaðar lík- urnar til að veikjast árlega og þá jafnframt líkumar til að halda heilsu. Þær síðamefndu em margfald- aðar með sjálfum sér svo oft sem árafjöldinn, sem í athugun er, segir til um. Útkoman er dregin frá einum og eru þá fundnar líkumar til að veikjast á vissu árabili. Hér og í því, sem á eftir fer, er ekki kallaður tölfræðilegur munur (statistiskur) nema líkurnar fyrir því, að um hendingu sé að ræða, séu minni en 5%, þ.e.a.s. munurinn á tölum þeim sem hér fást og fyrri tölum eða þekktum tölum eins og t.d. skiptingu íbúa eftir kyni, sé meiri en tvisvar sinnum S.E. (Standard Error). NIÐURSTÖÐUR Svör bárust frá 84 læknum í Reykjavík og úr 31 héraði utan Reykjavíkur. (Einn læknir lét þess getið, að hann hefði ekki tölu á neurosu-sjúklingum sínum). Þessir læknar töldu sig hafa samtals 1.546 geð- og taugasjúklinga í meðferð þennan dag. Af þessum voru 27 tvítaldir og 12 var ekki hægt að vera viss um, svo að raunverulega hafa þessir læknar haft 1.507 sjúklinga með geð- og tauga- sjúkdóma þennan dag (hér með taldir 85 fávitar). Af þessum fjölda voru 166 sjúklingar hjá héraðs- Iæknum í áðurnefndu 31 héraði. íbúar í þeim eru álíka margir (45.211) og í þeim 20 héruðum, sem engar skýrslur bárust úr (42.491) (1). Ef gert er ráð fyrir, að fjöldi geðveikra sé hlutfallslega sá sami í þeim héruðum, sem engar skýrslur bárust úr (156) og í hinum, sem skýrslur bárust úr (166), er fjöldi geð- og taugasjúklinga, sem eru undir læknishendi, 1.663 eða ll,2%c af öllum landsmönnum. Ström- gren (9) fann 1.4.1935 á Bomholm 325 geðveika meðal 45.930 íbúa eða 7,08%c. Telur hann þessa tölu táknandi fyrir fjölda geðveikra í Danmörku. í tölum Strömgrens eru ekki með fávitar, ofdrykkju- menn, taugaveiklaðir (neurosis), og þeir, sem haldnir eru vefrænum taugasjúkdómum. Ef þess- um sjúkdómsflokkum er sleppt hjá okkur verða eftir 930 sjúklingar eða 6,24%c. Búast má við 0,86%c mun á þessum tölum, svo að samkvæmt þeim er ekki greinilegur munur á fjölda geðveikra á íslandi og í Danmörku. í Finnlandi (10) er og talið að 6,5%c séu geðveikir á hverjum tíma (psychopathia sleppt til viðbótar þeim, sem Strömgren sleppir). Af þessum 1.507 sjúklingum, sem vitað er um hér, eru 827 konur og 680 karlar á öllum aldri. Gefur 1. mynd nokkra hugmynd um, hve mikið veikir þeir eru. Auk heildarfjöldans skipt eftir kyni, sýnir hún einnig skipt eftir kyni, hve margir eru hjá sérfræðingum (þar með taldir þeir, sem eru í sjúkrahúsum), hve margir eru í sjúkra- húsum, hve marga vantar sjúkrahúsvist og hve margir eru hjá almennum læknum. í sjúkrahúsum eru 535, 308 konur og 227 karlar, sjúkrarúm vantar fyrir 162, 88 konur og 74 karla (97 Reyk- víkinga). Um 63 er ekki vitað með vissu hvort þeir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.