Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 18
16
mynd sést hve gamlir sjúklingar þeir sem hér eru
taldir voru er þeir vitjuðu núverandi læknis fyrst. Á
myndinni sést,að flestar konur hafa vitjað lækn-
isins í fyrsta sinn á aldrinum 30-34 ára og 40-44
ára. Meðalaldur kvennanna, þegar þær vitja nú-
verandi læknis fyrst, er 41.8 ±1,2 ár (S.D. 16,7), en
karlanna 39.3 ±1,9 ár (S.D. 16.6). Þetta er heldur
hærra en Strömgren (9) telur meðalaldurinn vera,
er menn veikjast á Bornholm (konur 38.6 ár og
karlar 36.2 ár). Medianaldurinn hér er hjá konum
40.1 ár (Strömgren 37.6) og körlum 37.4 ár
(Strömgren 35.2 ár). Ef munurinn á meðalaldr-
inum hér og á Bornholm er raunverulegur, gæti
hann að einhverju leyti stafað af annarri aldurs-
skiptingu á Bormholm 1935 en hér er núna. Einnig
getur verið að allmargir sjúklinganna hér, sem hafa
verið lengi veikir, hafi leitað annars læknis áður en
þeir leituðu núverandi læknis. Þó að ekki sé mikið
um ráp sjúklinga milli lækna, sem best sést á því
hve tvítalningar voru fáar, hafa sennilega ein-
hverjir sjúklingar, sem lengi hafa verið veikir, skipt
um lækni, svo að sá, sem fyrstur hafði þá, er nú
hættur að telja þá sína sjúklinga.
Vegna þess að sjúklingarnir eru tiltölulega fáir í
einstökum sjúkdómaflokkum og þar sem lang-
vinnu tilfellin eru mikill hluti sumra flokkanna og
upplýsingar um þau oft óákveðnar, er ekki varlegt
að ætla að reikna út hér meðalaldur, er sjúkling-
arnir hafa veikst af einstökum sjúkdómum, að svo
stöddu.
Á 9. mynd hafa verið reiknaðar út líkumar, sem
15 ára maður hefur til að veikjast af geð- eða tauga-
sjúkdómi (vitja læknis) áður en hann verður sjötug-
ur, ef hann lifir. Til þess að finna hve margir vitja
læknis í fyrsta sinn ár hvert hef ég margfaldað með
4 fjölda þeirra, sem vitjað hafa læknis í fyrsta sinn á
síðustu þremur mánuðunum fyrir talningardaginn
að frádregnum þeim, sem vitjað hafa áfengis-
varnarstöðvarinnar. Á þessum tíma vitjuðu 234
sjúklingar læknis í fyrsta sinn eða sem svarar 936 á
ári. Þessum 936 sjúklingum er skipt í aldursflokka í
sömu hlutföllum og 1360 sjúklingum, sem vitað er
um aldur á er þeir vitjuðu núverandi læknis fyrst.
Verða þá 851 á aldrinum 15-69 ára á móti 92.264
íbúum eða 0,92% ±0.06. Þ.e.a.s. maður, sem er
fullfrískur í ársbyrjun, hefur 0.92% líkur til þess að
veikjast af geð- eða taugasjúkdómi, svo að hann
þurfi að vitja læknis fýrir árslok. Þessi tala er raun-
verulega vegið meðaltal af líkum einstakra aldurs-
flokka, sem eru ekki verulega frábrugðnar nema í
lægsta aldursflokknum 0,42% og í flokknum 40-
44 ára, þar sem líkurnar eru 1,38%. Vegna þessara
frávika var talið að e.t.v. mundi vera réttara við út-
reikninga á heildarlíkunum til að veikjast að marg-
falda saman líkur einstakra aldursflokka til að veikj-
ast ekki og draga frá einum (l-(l-pi)5).(l-pii)5)