Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 26
24 hótunum viö Ægi og Rán og hrópar í bræði sinni að dagar þeirra væru þegar taldir ef hann gæti rekið harma sinna með sverði (8. vísa). En þegar hann hefir rutt úrsér þessum reiðilestri, slotar geðofsan- um og hann getur viðurkennt fyrir sjálfum sér af fullri einurð, að hann sé orðinn gamall og „eigi ekki sakarafl við sonarbana“ (9. vísa). Eftir þessa útrás verður tjáningin öllu hógværari og meiri ró- semd ríkir yfir kvæðinu. Egill rifjar upp mannkosti sonar síns með eftirsjá (10.-12. vísa) og hugurinn hvarflar til þeirra afleiðinga, sem fráfall hans hafi í för með sér (13.-14. vísa). Tilhugsunin um ein- stæðingsskapinn kallar fram tortryggni í garð ann- arra manna (15.-16. vísa). í síðasta hluta kvæðisins (21.-24. vísa) ámælir Egill Óðni fyrir að hafa slitið við sig vinfengi, en átölur þessar rista grunnt. Til- finningarnar hafa nú öðlast jafnvægi og Egill getur viðurkennt útlátalaust að Óðinn hafi í rauninni bætt honum sonarinissinn með því að gefa honum skáldskaparíþróttina. í þessum vísum rekur hver Óðinskenningin aðra, tregðunni hefur aflétt, og hugsunin þar með skýrst, og Egill er nú aftur kominn í sinn venjulega skáldham. Egill lyktar svo kvæðinu með eins konar lífshvatningu til sjálfs sín: „Skalk þó glaðr með góðan vilja ok óhryggr heljar bíða.“ Eins og títt er um þunglyndissjúklinga verður Egill feginn léttinum og í þakklætisskyni færir hann þeim mæðgum svo og hjúum sínum kvæðið og sest síðan í öndvegi. UMRÆÐA Þessi tvö sýnishorn af mörgum úr frönskum og íslenskum miðaldabókmenntum endurspegla með ýmsum hætti þær hugmyndir sem leikmenn gerðu sér um geðrænan sjúkleika á 12. og 13. öld. í báðum sögunum er gert ráð fyrir, að geðrænn sjúk- leiki eigi sér upptök í tilfinningalegum áföllum, sem menn verða fyrir í samskiptum hverjir við aðra, og hefir það viðhorf eflaust skapast fyrir reynslu kynslóðanna öld fram af öld. Hvergi örlar á hugmyndinni um djöfulæðið, jafnvel þótt sjúkling- arnir sturlist svo gagngert sem ívent, að þeir „týni viti sínu“ og hlaupi um mörkina naktir og veiði dýr og éti hrátt kjöt. Hvergi er heldur vikið orðum að særingum, enda mun galdratrúin ekki hafa komið til sögunnar að ráði fyrr en á 14. öld. Hins vegar ber að hafa í huga, að nú á dögum mundu þessir sjúk- leikar flokkast undir heitið depressio reactiva, og reynslan hefur eflaust snemma kennt mönnum að greina á milli einkenna, þeirra sem gengu til baka og hinna sem stóðu ævilangt. Engum sögum fer heldur af sjúklingum með einkenni langvinnra geðsjúkdóma á borð við geðklofa, þótt þeir hafi alla tíð verið hlutfallslega jafnmargir og nú, og kunna menn að hafa litið slíka einstaklinga öðrum augum. I riddarasögunni er geðástandi Ivents lýst sem andlegri ringulreið og frásögnin af hátterni hans hefur öll á sér ævintýrablæ. Höfundurinn notfærir sér ýkta lýsingu á einkennum ívents til þess að magna áhrifamátt frásagnarinnar, enda er hér fyrst og fremst um skáldsögu að ræða. Engu að síður er lýsingin raunhæf í aðalatriðum og ber öll þess merki að höfundurinn hafi þekkt svipuð viðbrögð hjá mönnum sem höfðu „týnt allri sinni huggun“. Frásögnin í Egils sögu ber hins vegar vitni um slíka þekkingu á sálarlegum viðbrögðum og kunnáttu- semi í meðhöndlun þeirra, að kaflinn um þung- lyndi Egils mundi sóma sér sem fordæmi í kennslu- bókum geðlækna nú á dögum. Höfundurinn lýsir ekki einungis einkennum sorgar og þunglyndis að hætti íslendingasagna heldur virðist hann jafn- framt gera sér skýra grein fyrir hlutdeild reiðinnar í þessum efnum, rúmlega 700 árum áður en Freud kom til sögunnar. Sumir kunna að hreyfa þeim mótbárum að hátterni Egils lýsi fremur sorg en geðrænni truflun, þar sem innilokunin og sveltið séu í rauninni einu ytri einkennin. En einmitt því- líkar tiltektir hafa sennilega þótt sérlega viðsjálar á þessum tímum, eins og viðbrögð þeirra mæðgna Ásgerðar og Þorgerðar bera með sér. í Partalópa- sögu, einni riddarasögunni, er frá því skýrt, að Partalópi hafi lokað sig inni í sjö nætur „matarlaus og drykklaus“ til þess að svelta sig í hel. Rak hann burt með fúkyrðum alla þá sem reyndu að komast inn til hans og þurfti loks að brjóta upp hurðina til þess að bjarga honum frá hungurdauða.,Partalópi var þá svo aðframkominn, að „megin hans var eigi meira en nýfædds barns" og var þá nauðugur einn kostur að gefa honum mat og drykk með valdi. Einkenni Egils nálgast að vísu engan veginn sturlun á borð við þá sem lýst er í íventssögu, en engu að síður eru þau nægileg til að hvetja konurn- ar til bráðra aðgerða. Egill hafði fyrr í sögunni brugðist við með þunglyndisköstum, þegar óskir hans náðu ekki fram að ganga. Hann tók „ógleði mikla" þegar Ásgerður hafnaði umsjá hans eftir fall Pórólfs og hélst sú ókæti frá því um haustið og langt fram á vetur, eða þar til brúðkaup þeirra var um garð gengið, „var hann þá allkátr þat er eptir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.