Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 27
25 var vetrarins". Annan vetur eftir lát Skalla-Gríms þegar Egill hafði helst í huga að fara á fund Aðal- steins konungs að vitja heita hans, en engin skip höfðu þá komið til íslands um sumarið vegna far- banns, „þá gerðist Egill ókátr og var því meiri ógleði hans, er meir leið á veturinn". Enda þótt skaphöfn Egils beri vott um frum- stæðan óhemjuskap, sem varla á sinn líka í heimsbókmenntunum, þá er tilfinningalíf hans allt svo innibyrgt og aðkreppt, að hann fær einungis tjáð reiði sína með vopn í hönd þar sem hægt er að drepa andstæðinginn. Egill hefur snemma á ævi lært þessi viðbrögð af föður sínum og kemur það glöggt fram í viðskiptum þeirra feðga, þegar hann er 12 vetra gamall. Skalla-Grímur hafði reiðst ambáttinni, Porgerði brák, fóstru Egils, fyrir að taka upp hanskann fyrir strákinn, og rekið hana fyrir björg. Egill gerði sér þá lítið fyrir og hjó verk- stjóra föður síns banahögg, þann er kærastur var Skalla-Grími. „En Skalla-Grímur ræddi þá ekki um, ok var þat mál þaðan af kyrrt, en þeir feðgar ræddust ekki við, hvorki gott né illt, og fór svo fram þann vetur“. Þegar andstæðingurinn er hins vegar friðhelgur eða ótilgengilegur, þá beinir Egill reiði sinni inn á við og tekur „ógleði mikla" þar til uppgjörið hefur átt sér stað og hann fengið sitt fram, þá gerist hann „allkátr“ á ný. Fyrstu viðbrögð Egils við sonarmissinum birtast í líkamlegum einkennum, sem bera með sér að reiðin sjóði niðri í honum. „En þat er sögn manna, at hann þrútnaði svá, at kritillinn rifnaði, svá ok hosurnar“. En í þetta skiptið er enginn andstæð- ingur til staðar, sem hægt er að ná sér niðri á með vopnum og öll von um uppreisn útilokuð með öllu. Reiði Egils á sér enga útrásarleið og þrýstist því inn í hans eigið brjóst, þar sem hún magnast slíkum krafti að sérhver líkamleg og andleg hræring lam- ast, lífslöngunin fjarar út og hann grípur til örþrifa- ráða. Fyrir klókindi og eggjunarorð Þorgerðar lætur Egill þó til leiðast að reyna til við skáldskap- inn, og hún leggur ríkt á við hann að yrkja erfi- kvæði til þess að halda honum við það efni, sem liggur þyngst á honum og rótar við tilfinningum hans. Og hún ristir kvæðið á kefli svo að hann er nauðbeygður að stauta upphátt hverja setningu og upplifa þar með svölunina í hinu talaða orði. I þunglyndisköstum sínum hafði Egill aldrei áður getað tjáð tilfinningar sínar í orðum í áheyrn vel- viljaðrar manneskju. Að vísu hafði hann trúað Arinbirni fyrir ást sinni á Ásgerði, því að „segjanda er allt sínum vin“, en þar mun hafa búið undir meiri slægð en einlægni þar sem hann vildi fá Arinbjörn sem milligöngumann, enda varEgill „allkátr“ strax eftir brúðkaupið. Undir handleiðslu Þorgerðar er Egill knúinn til að sjá fyrir sér í huganum þá atburði sem hann lýsir í orðum í kvæðinu og tilfinningarnar fá þá jafn- framt útræslu (katharsis) í eiginlegri merkingu Aristotelesar. Árangurinn lætur heldur ekki á sér standa. „Egill tók at hressast svá sem fram leið að yrkja kvæðið" og þegar hann hafði lokið því að fullu, hafði hann tekið gleði sína aftur. Það hlýtur að vekja athygli að ferli þau sem hér er lýst, koma heim og saman við niðurstöður rann- sókna og reynslu nú á dögum. Kannski hafa menn þó ekki enn skilið nógsamlega terapeutiskt gildi skáldlegrar tjáningar. HEIMILDIR 1. Jónsson, V. Lækningar (Curationes) séra Þorkels Arngrímssonar. Reykjavík, Helgafell 1949. 2. Jónsson, V & Blöndal, L.H. Læknar á tslandi (Inngangur). Reykjavík, ísafoldarprentsmiðja 1945. 3. Wright, E. Medieval Attitudes Toward Mental Illness. Bulletin, History og Medicine 1939, 7; 352- 6. 4. Riddarasögur. Bjarni Vilhjálmsson bjó til prentunar. fslendingasagnaútgáfan 1954. 5. íslendingasögur. Guðni Jónsson bjó til prentunar. íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík, 1953. 6. Nordal, S. fslensk menning. Reykjavík, Mál og menning 1942. 7. Frank, J. D. Therapeutic Factors in Psychotherapy. Am. J. of Psychotherapy 1971, 25; 350-61. 8. Haley, J. Strategies of Psychotherapy. New York, Grune & Stratton 1963. 9. Storr, A. Human Aggression. London, Allen Lane The Penguin Press 1968. 10. Kristjánsson, J. Kvæðakver Egils Skallagríms- sonar. Reykjavík Almenna Bókafélagið 1964. 11. Finnbogason, G. Um nokkrar vísur Egils Skalla- grímssonar. Skírnir 1925, XCIX ár, 161-5. )
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.