Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 28
26 Jón G. Stefánsson ÞÁTTTAKA GEÐSJÚKRA í ATVINNULÍFINU Hér á eftir veröur gerð stuttlega grein fyrir erfið- leikum geðsjúkra við stundun atvinnu, hvaða mat er hægt að leggja á atvinnustundun og hvernig einstaklingsbundnir fjölskyldu- og félagslegir þættir hafa áhrif á þátttöku geðsjúkra í atvinnu- lífinu. Geðástand sjúklings er oftast ráðandi þáttur í ákvörðun um innlögn á geðdeild en félagslegir þættir vega þar einnig þungt (1, 2). Vandamál sjúklings eru oftast ekki einstök heldur mörg og samtvinnuð. Geðástand, fjölskyldulíf og sam- félagsaðlögun fléttast þar saman og töluverður hluti þeirra sem dvelja á geðdeildum eru þar fyrst og fremst af félagslegum ástæðum (3, 4, 5). Ein- staklingurinn, fjölskyldan og samfélagið eru svo tengd og háð hvert öðru að í samspili þeirra ákvarðast hver er andlega heill eða sjúkur. f þessu samspili skiptir m.a. máli hvort viðkomandi hefur atvinnu eða tekjur og hvern hlut hann leggur með sér til fjölskyldu og samfélags. Geðræn einkenni eru samkvæmt venju sá þáttur sem geðlæknar hafa beint meðferð sinni sérstak- lega að og aðrir þættir hafa stundum setið nokkuð á hakanum (6,7). ífyðing félagslegrar aðlögunar hefur þó lengi verið augljós og einnig hve mikils- vert fyrir sjúkling og fjölskyldu hans og samfélagið allt er að hann geti unnið. örorka er töluverð meðal geðsjúkra, bæði núverandi og fyrrverandi. Jafnvel helmingur allra þeirra sjúklinga er leggst inn á geðdeildir og er á vinnufærum aldri hefur sögu um slakari þátttöku í atvinnulífinu en gengur og gerist (8, 9, 10). Einnig hefur komið í ljós við síðari athugun á högum útskrifaðra sjúklinga að heildartekjur þeirra eru lægri, heildarvinnutími þeirra styttri, atvinnustaða lakari og tímakaup lægra en viðmiðunarhóps (10, 11, 12). Haldið hefur verið fram að í Bandaríkjum N-Ameríku tapist a.m.k. 17 billjónir dollara árlega vegna tap- aðra vinnustunda af völdum geðsjúkdóma (13). Það er því fullljóst að þessi þáttur í vandamálum geðsjúkra skiptir máli og að gefa verður honum góðan gaum, bæði þegar gerðar eru áætlanir um meðferð einstakra sjúklinga og áætlanir um upp- byggingu geðheilbrigðiskerfisins. HVAÐA MÆLIKVARÐA Á AÐ LEGGJA Á STUNDUN ATVINNU? Þegar mat er lagt á stundun atvinnu á almennum vinnumarkaði er oftast notaður sem mælikvarði hve lengi viðkomandi hefur unnið á því tímabili sem um er að ræða. Vinnutíma má setja fram sem hundraðshluta af heildartímabilinu að fráteknum tíma á spítala. I fyrra tilvikinu er enginn munur gerður á atvinnuleysi meðan sjúklingur er utan spítala og atvinnuleysi meðan á innlögn stendur. í síðara tilvikinu er enginn munur gerður á því að vinna hálft tímabilið og vera á spítala hinn hlutann og vinna allt tímabilið og er hvort tveggja augljós- lega galli. Vanmáttur til að stunda vinnu er þáttur í þeirri fléttu atriða sem leiðir til spítalainnlagnar. Sá tími sem viðkomandi er atvinnulaus meðan á sjúkrahússvist stendur er því a.m.k. að hluta orsak- aður af skertri vinnugetu. Að taka spítalatímann ekki með í reikninginn gerir því of lítið úr skertri vinnugetu. Það, að taka spítalatímann alveg með í dæmið þegar gerður er upp sá tími sem sjúklingur- inn hefur ekki unnið, gerir hins vegar meira úr slakri vinnuhæfni hans en efni standa til þar sem spítalavistunina má að sjálfsögðu rekja til margra annarra þátta en skertrar vinnugetu. Best væri lík- lega að nota báðar þessar aðferðir saman. Þetta vandamál er auðvitað ekki til staðar þegar ekki er um spítalainnlögn að ræða á því tímabili sem notað er til matsins. Torveldara er að nota við mat á stundun vinnu á almennum vinnumarkaði stöðu, tekjur, vinnu- gæði, ástundun og tíðni þess að skipta um vinnu. Vegna þess munar sem er á hinum ýmsu atvinnu- greinum og tekjum þyrfti að finna einstaklings- bundinn viðmiðunargrunn fyrir viðkomandi sjúkl- ing svo hægt væri að gera sér grein fyrir breytingu. Vinnugæði er mjög erfitt að meta með áreiðan- leika og mat ástundunar þarf einnig að byggja á einstaklingsbundnum viðmiðunargrunni. Tíð skipti um vinnu hafa verið tengd tilfinningalegu ójafnvægi (14) en þurfa þó alls ekki að vera það, heldur geta borið vott um einstakling sem er að reyna fyrir sér og leita sér að betri stöðu sem er meira við hans hæfi (15). Á vernduðum vinnu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.