Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 35
33 2: Aukaverkanir meö miðlungs truflun. 3: Aukaverkanir með mjög verulegri truflun. Þetta fjögurra stiga heildarmat er að finna á annarri síðu eyðublaðsins, sem áður var getið um. Heildarmatið var gert bæði af sjúklingi og lækni. Við eftirfarandi úrvinnslu efniviðarins var sjúklingi raðað í hærri flokkinn, ef heildarmat sjúklings og læknis greindi á. Sleppt var í þessari bráðabirgða- könnun öllum þeim, sem höfðu aðeins vægar auka- verkanir án öruggrar truflunar. Einnig var þeim sjúklingum sleppt, þar sem samband óþægindanna við geðlyf var ósennilegt eða mjög vafasamt. NIÐURSTÖÐHR OG UMRÆÐA Tafla I gefur yfirlit yfir heildarniðurstöður könnunarinnar, flokkaðar eftir kynjum. Þar kemur í ljós, að umtalsverðar aukaverkanir eru nokkru algengari meðal kvenna en karla í sjúklinga- hópnum. Heildarfjöldi sjúklinga með umtals- verðar aukaverkanir í hópnum var 36 eða 25%, en þeir sem höfðu aukaverkanir með mjög verulegri truflun voru alls 15 eða 10.4%. Tafla II sýnir fjölda sjúklinga á neuroleptiea- meðferð, sem höfðu aukaverkanir með miðlungs- truflun, þar sem aukaverkanir eru greindar sundur í fjóra aðalflokka. Athugið að allmargir sjúklingar höfðu aukaverkanir frá fleiri en einu kerfi sam- tímis. Tafla III sýnir á sama hátt og tafla II fjölda sjúklinga á neurolepticameðferð, sem höfðu auka- verkanir með mjög verulegri truflun. Einnig voru í þessum hópi ýmsir með aukaverkanir frá fleiri kerfum samtímis. Alls höfðu 10 karlar í báðum hópunum og 16 konur aukaverkanir frá fleiru en einu kerfi samtímis. Geðrænar aukaverkanir voru fyrst og fremst þreyta, syfja og framtaksleysi, minnkað úthald og einbeiting, en einstaka þunglyndisviðbrögð sáust líka. Aukaverkanir frá miðtaugakerfi voru fyrst og fremst af extrapyramidal tagi, titringur, stirðleiki og minnkaðar hreyfingar (hypokinesis). Einnig sá- ust fáein tilfelli af bráðum krampasamdrætti í vöðvum (dystoniae acutae) og vöðvaóróa (akatisia). Einnig fáein tilfelli af síðfettum (dys- kinesis tradiva), sem rakin verða nánar hér á eftir. Autonom aukaverkanir voru fyrst og fremst munnþurrkur, en einnig truflun á aðlögunarhæfni augans og tregða á þvaglátum, þ.e.a.s. andkol- inergar hjáverkanir. Aðrar aukaverkanir voru sjaldgæfari, helst var þar um að ræða húðkláða, húðútbrot, vökvarennsli úr brjóstum, ljósviðkvæmni, truflun á kynlífi (einkum impotens) og fleira. Engar teljandi breyt- ingar komu fram á blóðhag, nýrna- og lifrar- prófum. Að lokum nokkur orð um síðfettur (tardiv dyskinesis T.D.). í könnuninni reyndust 7 konur og 3 karlar hafa þessa hreyfitruflun eða samanlagt 7% af öllum sjúklingahópnum (144 einstaklingar). Þetta er mun lægri tíðni en gefið er upp í flestum erlendum rannsóknum. Odd Lingjærde (7) segir í bók sinni Psykofarmaka, að tíðni T.D. sé gefin upp geysilega mismunandi allt frá 0.5% (Hoff og Hofman 1967) upptil50% (Kennedyetal. 1971). I báðum tilfellum var um að ræða sjúklinga, sem verið höfðu á neuroleptica-meðferð árum saman. Meðaltíðni (prevalance) T.D. hjá inniliggjandi sjúklingum á neurolleptica-meðferð, eins og fram kemur í könnunum frá 1976-1980 var 26% sam- kvæmt Jeste og Wyatt 1982 (8). Tíðnin hér á landi liggur langt undir tíðninni erlendis, ef marka má að einhverju leyti bráðabirgðakönnun okkar á geð- deildum Ríkisspítalanna í febrúar 1982. TAFLA 1.144 sjúklingar á geðdeildum rannsakaðir með matsstiganum 77 KARLAR Af þeim voru 63 með engar eða mjög vægar aukaverkanir. 14 eða 18% höfðu umtalsverðar aukaverkanir. 8 höfðu aukaverkanir með miðlungstruflun. 6 höfðu aukaverkanir með mjög verulegri truflun. 67 KONUR Af þeim voru 45 með engar eða mjög vægar aukaverkanir. 22 eða 33% höfðu umtalsverðar aukaverkanir. 13 höfðu aukaverkanir með miðlungstruflun. 9 höfðu aukaverkanir með mjög verulegri truflun. Heildarfjöldi sjúklinga með mjög verulega truflun af aukaverkunum: 15eða 10,4%. TAFLA II. Sjúklingar á neurolepticameðferð, sem höfðu aukaverkanir með miðlungstruflun, sennilega í sambandi við geðlyfin. Geðrænar Aukaverk- Autonom Aðrar aukaverk- anir f/mið- aukaverk- aukaverk- anir taugakerfi anir anir Konur (13) 7 10 6 3 Karlar ( 8) 4 7 3 1 TAFLA III. Sjúklingar á neurolepticameðferð, sem höfðu aukaverkanir með mjög verulegri truflun, sennilega í sambandi við geðlyfin. Geðrænar Aukaverk- Autonora Aðrar aukaverk- anir f/mið- aukaverk- aukaverk- anir taugakerfi anir anir Konur (9) 5 6 1 1 Karlar (6) 4 5 3 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.