Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 38
36 Lárus Helgason AFDRIF GEÐKLOFASJÚKLINGA 10-11 ÁRUM EFTIR FYRSTU KOMU TIL GEÐLÆKNIS Áður hefur verið gerð grein fyrir rannsókn (1) er sýndi að árin 1966 og 1967 leituðu samtals 2.388 sjúklingar til geðlækna á fslandi í fyrsta skiptið. Lýst var afdrifum allra þessara sjúklinga fram til ársins 1973. Eitt hundrað og sjö þeirra höfðu geð- klofa (schizophreniu). Hér verður fjallað nánar um afdrif þessara geð- klofasjúklinga allt fram til ársloka 1977 eða í 10- 11 ár eftir fýrstu komu. Afdrif eru m.a. metin m.t.t. geðheilsu, félagslegra samskipta og vinnugetu. Ljóst er að niðurstaða á mati hvers þessara þriggja þátta þarf ekki að fara saman hverju sinni. Borið er saman mat þeirra hvers fyrir sig fimm sinnum á tímabilinu 1962-1977. Þannig fæst gleggri mynd af ástandi sjúklings fyrir og eftir fyrstu komu. Sýnd er tíðni og áætluð hlutfallstala þeirra Islendinga er leita til geðlækna einhvern tímann á ævinni. AÐFERÐ Rannsóknin nær til allra geðklofasjúklinga er leit- uðu í fyrsta skipti til geðlækna árin 1966-1967. Við greiningu geðklofa var farið eftir 8. alþjóðlegu sjúkdómsgreiningaskránni. Upplýsingar um ástand þeirra voru fengnar hjá geðlæknum og úr sjúkraskrám geðsjúkrahúsa. Haft var beint samband við 67 sjúklinga er höfðu legið á geðsjúkrahúsum, mætt á göngudeildum eða voru meðhöndlaðir af undirrituðum. Nánari upp- lýsingar um ástand þeirra voru einnig fengnar hjá heimilislæknum eða öðrum læknum er stunduðu þá og a.m.k. einum aðstandanda eða öðrum er var kunnugur ástandi þeirra. Þannig voru fengnar upplýsingar frá a.m.k. þrem aðilum um sérhvern sjúkling. Upplýsingar um búsetu, hjúskaparstöðu o.fl. voru fengnar úr íbúaskrám og þjóðskrá. Aldur sjúklinga var miðaður við komuár. Niðurstöður voru prófaðar tölfræðilega skv. chi-squere aðferð. NIÐURSTÖÐUR Á töflu I sést að fleiri karlar leituðu til geðlækna fram að þrítugsaldri en konur voru síðan í meiri- hluta fram til 45 ára aldurs. Eftir það var dreifingin óregluleg. Tíðni (incidence) þeirra sjúklinga er leituðu til geðlækna var hin sama fyrir karla og konur eða 27/100.000/ár. Niðurstöður þessar eru í samræmi við svipaðar erlendar athuganir (2). Af 107 geðklofasjúklingum höfðu 11 látist fyrir árslok 1977, 5 frömdu sjálfsmorð, þar af 4 innan fyrstu þriggja áranna eftir komu. Dánar- tíðnin reyndist vera um 10.3/100.000/ár sem lætur nærri að vera þrisvar sinnum hærri tíðni en hjá öðrum íslendingum. Tveir sjúklingar höfðu flust af landi brott nokkrum árum fyrir rannsóknarlok og tókst ekki að fá upplýsingar um afdrif þeirra. Alls var því unnt að fylgjast með 94 sjúklingum út rann- sóknartímabilið eða til ársloka 1977. Niðurstöður hér á eftir miðast því við þessa 94 sjúklinga, eða 48 karla og 46 konur. Hlutfall kynja er nánast hið sama og hjá þjóðinni. Meðalaldur karla við fyrstu komu var 30 ár en 39 ár hjá konum. Svipaður aldursmunur hefur komið fram í öðrum rannsóknum (2). Við fyrstu komu voru 36 (75%) af 48 körlum ókvæntir og 23 (50%) af 46 konum voru ógiftar. Af samtals 59 ógiftum sjúklingum voru í árslok 1977 48 (81.4%) enn ógiftir. Af 29 giftum voru 24 (82.8%) enn í hjúskap í lok rannsóknar- innar. Tvær konur höfðu þó bæði skilið og gifst aftur á rannsóknartímabilinu. Tölfræðilegur TAFLA I Kyn, aldur og tldni sjúklinga/100.000 íbúa er leituðu í fyrsta skipti til gedlækna árin 1966 og 1967. Aldur: Alls kk. kvk. Fjöldi Tíðni Fjöldi Tíðni Fjöldi Tíðni 10-14 4 9 4 18 — — 15-19 18 48 11 58 7 39 20-24 18 59 11 70 7 47 25-29 10 43 6 51 4 35 30-34 8 35 4 34 4 36 35-39 16 67 7 57 9 77 40-44 10 46 3 27 7 66 45-49 5 25 3 30 2 21 50-59 9 56 3 36 6 75 60- 9 102 2 52 7 143 Alls 107 27 54 27 53 27 Meðalaldur 34,9 30,0 39,6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.