Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 41
39 Niðurstöður gætu þó bent til þess að betri geð- heilsa og vinnugeta komi í kjölfar versnandi félags- legrar aðlögunar eða aukinnar félagslegrar ein- angrunar hjá sumum sjúklingum. Mynd IV sýnir samanburð á þeim er lögðust inn á geðsjúkrahús og þeim er aðeins voru meðhöndl- aðir utan geðsjúkrahúsa. Par sést að hjá þeim er lögðust inn var tilhneiging til félagslegrar einangr- unar meira áberandi. Munurinn var samt hér ekki marktækur. Mynd V sýnir samanburð á sjúklingum er bjuggu á Stór-Reykjavíkursvæðinu og þeim er bjuggu utan þess. Þar sést að félagsleg samskipti skerðast meira meðal þeirra er búa á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, en geðheilsa batnar og vinnugeta vex. UMRÆÐA Af 2.388 sjúklingum, er leituðu í fyrsta skiptið til geðlækna á íslandi árin 1966 og 1967, töldust 107 vera haldnir geðklofa. Við greiningu geðsjúkdóma var stuðst við leið- beiningar er fylgdu 8. alþjóðlegu sjúkdóms- skránni (5). Ákvörðun um endanlega sjúkdóms- greiningu var tekin árið 1973 eða 6-7 árum eftir NO NO 50 40 30 20 \ . -O o 10 —N zzk- 0 * 02 67 70 73 77 A H-----t GEOHEILSA 4-----a FÉLAGSLEG SAMSKIPTI O----O VINNA MYND V Samanburður á afdrifum sjúklinga eftir búsetu fyrir tímabilið 1962-1977 fyrstu komu. Þá lágu fyrir mjög ítarlegar upplýs- ingar um sjúkrasögu, feril hvers einstaklings, bæði fyrir fyrstu komu og eftir, eða frá árinu 1962 fram til ársloka 1973. Bæði þá og við endurskoðun árið 1977 var ljóst að sjúkdómsgreiningin hafði verið ákveðin í nokkuð þröngri merkingu og stuðst við skýr, alvarleg og fremur langvinn einkenni. Lýsa má sjúkdómsgreiningunni þannig að hún bæri svip af kröfum um þung einkenni New Hawen skalans (6) og kröfum um Iangvinnan sjúkdómsferil með litlu ívafi af geðsveiflum Feighner skalans (7). Aðeins 7 (7,5%) sjúklingar nutu eðlilegrar geð- heilsu 1977. Árangur þessi er sýnu verri en kemur fram í erlendum rannsóknum. Bent hefur verið á (8, 9) að bati fáist hjá 25-30% sjúklinga er voru haldnir geðklofa. Jafnvel hefur verið bent á (10, 11) að 30-35% sjúklinga voru einkennalausir eftir fimm ára meðferð. Skýringin á þessum, að því er virðist, lélega árangri er fólgin í greiningu sjúk- dómsins annars vegar, og hins vegar á misjöfnu mati á afdrifum. Hafa ber í huga að allmargir sjúklinga á stigi 2 og 3 voru í raun eðlilegir í fram- komu, en nutu reglubundinnar meðferðar. Hefði aðeins verið tekið tillit til framkomu þeirra, þá mun láta nærri að árangur af rannsókn þessari sé svipaður og almennt gerist erlendis. Þrettán (13,8%) nutu eðlilegra samskipta, en alls (38,3%) töldust 36 vera í sæmilegum félags- legum samskiptum. Árangur þessi er einnig heldur lakari en almennt kemur fram í erlendum rann- sóknum (4, 10, 11) þar sem niðurstöður sýna al- mennt að 60% sjúklinga séu í sæmilegum félags- legum samskiptum. Nokkuð margir sjúklingar í lið 3, er höfðu tilhneigingu til einangrunar og óvirkni í félagsmálum, voru sæmilega ánægðir og sjálf- stæðir, vinnandi og í eigin herbergjum. Því má telja líklegt að árangur sé svipaður hér og erlendis ef skilgreiningar væru svipaðar. Rúmur helmingur sjúklinganna var ýmist í fullu starfi eða vann reglu- bundið meira en hálft árið. Erfitt er að bera þessar niðurstöður saman við erlendar niðurstöður, þar sem athuganir á vinnugetu eru takmarkaðar, en sýnt hefur verið fram á svipaðan árangur (4). Við samanburð á horfum innbyrðis kemur í ljós að fremur litlar breytingar verða á tímabilinu 1970-1973. Eftir það batnar ástandið heldur m.t.t. geðheilsu og reglubundinnar vinnu. Þeim sjúkl- ingum fækkar hins vegar, er náð höfðu sæmilegum félagslegum samskiptum. Nokkrir þeirra, er töld- ust eiga fáa vini og starfa lítið eða óreglulega að félagsmálum, urðu nú óvirkari í félagslegum sam- skiptum og fram kom ákveðin tilhneiging til félags- legrar einangrunar. Hafa ber í huga að upplýsingar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.