Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 43
41 Lárus Helgason SAMANBURÐUR Á AFDRIFUM GEÐSJÚKLINGA MEÐ EÐA ÁN GEÐRÆNNA LÍKAMSEINKENNA Þótt skoöanir séu skiptar um skilgreiningu og tengsl líkamlegra einkenna sem teljast vera af geð- rænum uppruna, er almennt viðurkennt að andlegt álag eða truflun geti leitt til slíkra einkenna. Oftast ber þó einnig á öðrum geðrænum einkennum. Sjúkdómsgreiningar slíkra líkamseinkenna eru því oft óljósar. Ljóst er að einkenni þau, er sjúklingar lýsa, er þeir leita til lækna, ráða miklu um hvers konar meðhöndlun þeir fá. Sjúklingar með geðræn líkamseinkenni eru í flestum tilfellum fyrst með- höndlaðir af öðrum læknum en geðlæknum. Ekki er vitað með neinni vissu hversu margir þeirra fá þannig bót meina sinna, en sumum batnar þó ekki. Telja má víst að hjá þeim er ekki fá bata stríði allmargir einnig við önnur geðræn einkenni. Lík- legt má telja að verulegur hluti þeirra, er leita einnig til geðlækna, séu úr slíkum hópi. Vegna skorts á rannsóknum er lítið vitað um á hvern hátt sjúklingar með geðræn líkamseinkenni kunni að vera ólíkir öðrum geðsjúklingum. Rannsókn þessi fjallar um samanburð á horfum sjúklinga, er leita til geðlækna án frekari aðgerða annarra lækna og sjúklinga er leita til geðlækna þegar þeir hafa verið meðhöndlaðir af öðrum læknum vegna geðrænna líkamseinkenna. AÐFERÐ Á árunum 1966 og 1967 leituðu alls 2.388 nýir sjúklingar til geðlækna á íslandi (1). Rannsókn þessi fjallar nánar um þá sjúklinga er voru á aldrin- um 15-59 ára við fyrstu komu og voru lifandi í árslok 1973. Hér er um að ræða 1.778 sjúklinga. Alls voru 790 (44.4%) þeirra í meðhöndlun hjá öðrum læknum vegna geðrænna líkamseinkenna einhvern tíman á tímabilinu, þrem mánuðum fyrir og/eða þrem mánuðum eftir fyrstu komu til geðlækna. Tæplega helmingur þeirra hafði verið í meðferð hjá öðrum læknum lengur en í hálft ár áður en þeir leituðu til geðlækna. Fyrir fyrstu komu til geðlækna höfðu 742 verið í slíkri með- ferð, en 48 var vísað eða fóru að eigin frumkvæði til annarra lækna eftir fyrsta viðtal hjá geðlæknum. Upplýsingar um sjúklinga voru fengnar hjá geð- læknum og öðrum læknum, er stunduðu þá og a.m.k. einum öðrum aðila er var kunnugur ástandi þeirra. Einnig voru upplýsingar fengnar úr sjúkraskrám nærri allra sjúkrahúsa landsins, hjá Tryggingastofnun ríkisins og sjúkrasamlögum. Ég hafði meðhöndlað tæplega 40% þeirra. Upplýs- ingar um aldur voru úr þjóðskrá. Aldur var mið- aður við fyrstu komu til geðlækna. Ástand sjúkl- inga var metið m.t.t. vinnugetu, meðferðar og heilsu. Niðurstöður meðferðarinnar voru prófaðar tölfræðilega samkvæmt chi-square aðferð. NIÐURSTÖÐUR Af 1.778 sjúklingum í rannsókn þessari voru 790 eða 44.4% meðhöndlaðir vegna geðrænna líkams- einkenna um það leyti er þeir komu í fyrsta sinn til geðlæknis. Af alls 727 körlum í rannsókninni liðu 279 þeirra eða 38.4% af geðrænum líkamsein- kennum. Af alls 1.051 konu liðu 511 eða 48.6% af sömu einkennum. Hlutfallslega liðu mun fleiri konur af geðrænum sjúkdómum en karlar og er það í samræmi við erlendar rannsóknir (2). Tíðni nýrra sjúklinga er leita til geðlækna á aldrinum 15- 59 ára var 372/ 100.000/ár en tíðni nýrra sjúklinga er hafa geðræn líkamseinkenni við komu til geð- lækna var 87/100.000/ár. Hlutfallslega fæstir sjúklingar á aldrinum 45-59 ára eða 39.6% liðu af geðrænum líkamseinkenn- TAFLAI Aldursdreifing sjúklinga meö geöræn líkamseinkenni og hlutfall miðaö við heildarfjölda Aldur:_________________________________________15-29 % 30-44 % 45-59 % Alls % Fjöldi sjúklinga með geðræn líkamseinkenni 314 44.0% 319 47.7% 157 39.6% 790 44.4% Heildarfjöldi 713 669 396 1778 X2 = 6.40 ; DF = 2 ; P<0.05
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.