Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 48
46 aö gera spennuþvingun á myeliniseruðum taugum (7) var komin mælingaraöferð sem gerði kleift að mæla straum frá nokkrum tugum þúsunda jóna- ganga. Meiri háttar bylting í þessari tækni varð þó að bíða fram til ársins 1977. Þá tókst Þjóðverjun- um Neher og Sakmann (8) með mjög háþróaðri tækni að mæla rafstreymi gegnum ein einustu jóna- göng, þ.e.a.s. rafstrauminn sem verður þegar ein jónagöng opnast og hieypa rafstraumi af stærðar- gráðunni picoamper gegnum sig á þúsundasta hluta úr sekúndu. Áður en þeim Neher og Sak- mann tókst að mæla leiðni í einstökum taugagöng- um hafði þó Stevens (9), með sérstakri tölfræði- legri aðferð, áætlað leiðni einstakra taugaganga út frá hegðun þeirra tugþúsunda sem mæidar eru í venjulegri spennuþvingu. Eigin rannsóknir Tilraunir þær, sem ég hef unnið að við Nóbels- stofnunina í Stokkhólmi, eru nátengdar rannsókn- um Armstrongs sem þegar er getið. Þau efni sem við höfum langmest kannað eru svonefndir jónó- fórar eða jónberar, hringlaga eterar sem hafa hlut- fallslegt rafneikvæði í miðju mólikúlinu (10) og geta þannig haldið í sér einni jákvæðri jón af stærð sem passar inn í hringinn. Þarna er komið ákjósan- legt líkan fyrir gömlu carrierkenninguna og vakti það því mikla athygli þegar í ljós kom að þessi efni hafa áhrif á strauma í taugum. Áhrifin reyndust þó ekki vera þau sem mátt hefði búast við ef jónófór- arnir bæru jónir í gegnum frumuhimnuna, því straumurinn minnkaði í stað þess að aukast. Við teljum nú að þessi efni verki svipað og TEA verkar á kalíumkerfið, þ.e.a.s. að mólikúlið fljóti inn í göngin og stífli þau. Sá jónófór sem við höfum rannsakað mest er af gerðinni kórónu-eter og nefnist dicyclohexano 18- crown-6. Þetta efni er mjög öflugur óvirknisvaldur (inactivator) á kalíumkerfið í lágum þéttleika, allt niður í nokkur micromolar. Til eru kórónu-eterar sem hafa stærri hring en þessi. Þeir eru þá sérhæfðir jónófórar fyrir stærri jónir. Einnig eru til minni kórónu-eterar sem ekki geta borið kalíumjónir en geta hins vegar borið natríumjónir. Það kom okkur töluvert á óvart að þessir litlu kórónu-eterar hafa engu að síður áhrif á kalíumkerfið (11) en sáralítil áhrif á natríumkerfið. Mörg fleiri efni eru þekkt, sem hafa áhrif á kalíumkerfi tauga, en flest þeirra minnka kalíumstrauma, t.d. strikknín og við höf- um nýlega sýnt fram á að metohexital (Brietal), hraðvirkt barbitúrsamband sem mikið er notað við svæfingar, hefur þau áhrif að auka kalíum- strauma (12) við há spennustig. Þegar málmjón er leyst upp í vatni er hún hydradiseruð, þ.e.a.s. vatnsmólikúlin raða sér utan á jónina eins og flugur á hunangsdropa. Þess vegna flýtur jónin ekki um inni í vatninu heldur fylgir henni alitaf mikið af vatnsmóli- kúlum. Þegar þessar jónir fara gegnum jóna- göng sem eru tiltölulega þröng, þarf jónin að losna við vatnið fyrst. Þetta kostar ákveðna orku og þess vegna er talað um að hver jónagöng hafi tiltekna orkuhindrun (energy barrier). Yfir þessa hindrun verður jónin að komast, annað hvort með þeirri hreyfiorku, sem hún fær frá hitastigi umhverfisins, eða að prótínin í mynni ganganna eru þannig að lögun að þau skræla vatnið utan af jóninni um leið og hún fer í gegn. Þetta er hug- ntyndin að baki kenningar Armstrongs um að ntynni kalíumganganna sé 8Á í þvermál þar sem það mun vera u.þ.b. stærðin á hydradiseraðri kalíumjón. Við höfum í rannsóknum okkar á kórónu-eterum rekist á slæma mótsögn í þessu þar sem stórir kórónu-eterar, sem eru mikið meira en 8Á í þvermál, geta gert kalíumstrauma óvirka. Árið 1981 sýndu French og Shoukimas fram á (13) að tetrabutylammóníum (TBA), sem er miklu stærra en TEA, er engu að síður kröft- ugur óvirknisvaldur á kalíumkerfið. Það er því ljóst að hinar snjöllu hugmyndir Armstrongs um uppbyggingu kalíumkerfisins þarfnast ein- hverra leiðréttinga. Engu að síður er ljóst að sú ntynd, sem menn hafa gert sér af jónaflutninga- kerfum tauga, er í aðalatriðum rétt og á eftir að hafa mikla þýðingu í framtíðinni. Þýðing grunnrannsókna í taugalífeðlisfræði Það er alltaf erfitt að spá um hvaða niðurstöður í grunnrannsóknum hafa mest hagnýtt gildi, því grunnrannsóknir eru oft framkvæmdar sem hrein þekkingarleit og án ákveðinna lækningarmark- miða. Flest grunnþekking kemur þó fyrr eða síðar að notum og í sambandi við geðlæknisfræði má benda á hina geysilegu þýðingu sem rannsóknir á taugatengslum hafa haft fyrir framþróun geðlyfja. Ekki veit ég hvort kórónu-eterar verða einhvern tímann notaðir sem lyf en ekki kæmi það mér á óvart. Ekki má heldur gleyma þýðingu grunnrann- sókna til að stuðla að uppbyggingu víðtækra skýr- ingatilrauna á tilteknum sjúkdómum eða lyfja- verkunum. Sem dæmi um þetta frá okkar rann- sóknum má nefna að nú fyrir nokkrum mánuðum settu tveir Bandaríkjamenn, Nicoll og Madison, fram mjög athyglisverða skýringu á verkun svefn- lyfja (14) þar sem þeir héldu því fram að verkunin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.