Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 64
62
geöræn vandamál, sem hér hefur verið greint frá,
sýna, að rannsóknarhópurinn átti við marga og
margs konar erfiðleika að stríða. Þar sem hér er um
10 ára gömul gögn að ræða vakna þrjár spurningar.
Sú fyrsta er hvort unglingar hafi sömu vandamál
árið 1983 og þeir höfðu tíu árum fyrr. Önnur
spurningin er sú hvort sama úrræðaleysi sé ríkjandi
í málefnum unglinga með alvarleg vandamál.
Þriðja spurningin er svo hvernig hefur þessum hópi
reitt af á þessum árum. Hafa unglingarnir vaxið frá
vandamálunum eða sitja þeir enn fastir í þeim eða
hafa þau aukist þegar þeir urðu eldri? Þessum
spurningum verður ekki svarað hér, en vonandi
verða þær hvati að frekari rannsóknum á ung-
lingum með geðræn vandamál.
HEIMILDIR
1. Björnsson, S. Börn í Reykjavík. Rannsóknarniður-
stöður. Reykjavík. Iðunn 1980.
2. Björnsson, S. Epidemiological investigations of
mental disorders of children in Reykjavík, Iceland.
Scand. J. Psychol., 1974; 15; 244-54.
3. Helgason, T., Ásmundsson, G. Behaviour and
Social Characteristics of Young Asocial Alcohol
Abursers. Neuropsychobiology, 1975; 1; 109-20.