Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 69
rænum vandkvæðum barna, er mjög erfitt að bera niðurstöður þeirra saman við útkomu þessarar íslensku könnunar. Því veldur margt: ólík að- ferðafræði, ólík úrtök og annar tími milli frum- athugunar og eftirathugunar. Sú rannsókn, sem helst getur nálgast það að vera fallin til samanburðar, þó að á þröngu sviði sé, er sænsk og var upphaflega gerð á 222 skóladrengjum í Stokkhólmi snemma á 7. áratugnum (4). Tvær eftirathuganir hafa verið gerðar. Önnur þegar drengirnir voru 18-20 ára og hin er þeir höfðu fyllt 21 ár (1). í frumathugun og fyrri eftirathugun var notaður sjö stiga matskvarði. Við síðara mat fengu 29% drengjanna sama mat í bæði skiptin, hjá 35% var eins stigs munur, 23% tveggja stiga munur og hjá 13% meira en tveggja stiga munur (r:0.44). Sé á það litið að í sænsku rannsókninni liðu ekki nema 3-12 ár milli athugananna tveggja, en í íslensku rannsókninni 9-14 ár, verður að telja að forspár- gildi íslensku rannsóknarinnar sé ekki miklu lakara en í þeirri sænsku. í þessari sömu rannsókn var „félagsleg aðlögun“ eftir 21 árs aldur borin saman við „symptom-be- lastning" á skólaaldri. Á töflu 4 sjást niðurstöður þess samanburðar. Enda þótt „félagsleg aðlögun" sé í þessari rannsókn töluvert frábrugðin hinu íslenska mati á geðheilsu á fullorðinsaldri, og því getur varla verið um mikinn samanburð að ræða, er engu að síður ljóst, að niðurstöður hníga mjög í sömu átt í báðum tilvikum: geðrænir erfiðleikar eru mun minni á þrítugsaldri en í bernsku. Eins og fram hefur komið hér á undan fundust ein 12-13 atriði, sem reyndust vera í marktækum tengslum við geðheilsu á fullorðinsaldri (Hjúskap- araðlögun foreldra, hlýja/kuldi móður, umhyggja/ afskiptaleysi móður, greindarvísitala bams, náms- árangur barns, höfuðverkur, kækir, samskipta- erfiðleikar, óhlýðni, árásaratferli, námserfiðleikar, lögbrot á aldrinum 16-19 ára). Talsvert hefégleitað eftir efni til samanburðar við þessi atriði úr erlend- um eftirrannsóknum, en satt að segja hefur það borið lítinn árangur. T.a.m. er í nýlegri yfirlits- grein, sem ber heitið „The Epidemiology of Child Psychopathology“ (6), sáralítið að finna sem að haldi getur komið í þessu efni. Geta má þó þess, að í áðumefndri sænskri rannsókn fannst marktækt samband greindarvísitölu, árásaratferlis í bernsku og lögbrota á aldrinum 15-17 ára við „félagslega aðlögun" eftir 21 árs aldur. Mjög svipuð niðurstaða fékkst úr merkri og vel þekktri rannsókn Lee N. Robins (5) á afbrotabörnum/ungmennum. Það er því ljóst, að litlir möguleikar eru á saman- burði þessarar athugunar við erlendar rannsóknir. a.m.k. eftir því sem vitneskja mín nær til að svo stöddu. Verður við það að sitja. Hvað sem því líður ætti samt að vera óhætt að taka undir orð Gustav Jonssons og Anne-Lise Kálvesten í eftirmála hinnar sænsku eftirathugunar: „Det har nu gátt 20 ár och vi kan bestryka att de flesta af 50-talets skolpojkar verkligen har lyckats bra, í historiskt perspektiv kan man vál sága báttre án nogen tidigare generation“. Hér höfum við að vísu ekki samanburð við eldri kynslóðir, en við vitum að telpum hefur jafnvel vegnað enn betur en drengjum hér í Reykjavík. Þakkir: Eiríkur Örn Arnarson, dr., Geðdeild Land- spítalans, Ingibjörg Guðmundsdóttir, B.A. og Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi hafa tekið viðtöl við flesta þeirra sem athugaðir hafa verið í þessari eftirathugun. Þorlákur Karlsson B.A. hefur aðstoðað við úrvinnslu gagna. Eru þeim öllum færðar innilegustu þakkir. SUMMARY The value of mental health assessment of children and adolescents for predicting their mental health as adults. A follow-up study of 292 male and female adults in Reykjavík, aged 24-26 years with regard to the prog- nostic value of their mental health assessment in child- hood (10-15 years). The study is a part of a more ex- tensive ongoing follow-up study. The results showed significant and positive correlation between the two assessments. The second assessment showed neverthe- less that the group of adults was in much better mental health than the group of children. Several variables pertaining to socio-educational milieu in childhood, IQ, school achievement and behavior characteristics of children were significantly associated with mental health status in adulthood. HEIMILDIR 1. Andersen, M. et. al. Hur gár det för 50-taIets Stock- holmspojkar? En uppföljning af 222 vanliga skol- pojkar och 100 Skápojkar. Monografier utgivna af Stockholms Kommunalförvaltning nr. 38. Stock- holm, 1976. 2. Björnsson, S. Epidemiological investigation of mental disorders of children in Reykjavík, Iceland. Scand. J. Psychology, 1974, 15, 224. 3. Björnsson, S. Börn í Reykjavík. Rannsóknarniður- stöður. Iðunn, Reykjavík, 1980. 4. Jonsson, G., Kálvesten, A.L. 222 Stockholms- pojkar. En socialpsykiatrisk undersökning af pojkar i skoláldern. Almquist & Wiksell, Stockholm, 1964. 5. Robins, Lee, N. Deviant children grown up. William & Wilkins Co., Baltimore, 1966. 6. Yule, W. The epidemiology of child psychopath- ology. í: Advances in clinical child psychology, Vol, 4 (Eds.: Lahey and Kazdin), Plenum Press, New York and London, 1981.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.