Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 74
72 Allmargir héldu því fram, aö þeir hefðu aldrei „valið“ starf, og margir (25 togaramenn og 31 verksmiðjumaður) gátu ekki eða vildu ekki svara spurningunni. Margir togaramenn hafa hugsað um að skipta um starf. Enda þótt munurinn á hópunum sé marktækur, þá eru í þeim báðum allmargir, sem vilja skipta um starf. Athyglisvert er, að löngunin til að skipta um starf tengist aldri hjá verksmiðjumönnunum, en ekki hjá togaramönnum. Þrátt fyrir að margir togaramenn hafi í huga að skipta um starf, þá hafa fæstir ákveðið neitt í því sambandi. Pegar þeir eru spurðir hvað þeim líki best við starfið, nefna þeir gjarnan tilbreytni og frelsi. Það kemur næst á eftir góðum tekjum, sem þeir meta mest. Erfið vinna gleymist og menn telja sig frjálsari á skipinu en í landvinnu. Dvöl manna á vinnustaðnum og náinn félagsskapur um borð á vafalaust sinn þátt í að efla þessa tilfinningu. Á skipinu er deginum raðað niður í vaktir, sex tíma vinna/ sex tíma hvíld allan sólarhringinn. Menn þurfa ekki að taka neinar ákvarðanir um hvernig verja skuli tímanum. Þeir eru engum háðir nema skipstjóranum og sjálfum sér. Einn togaramann- anna sagði, að það væri óneitanlega þægilegt að vakna á vinnustaðnum sjálfum, en þurfa ekki að fara langar leiðir til vinnu. Enda þótt 12-14 daga útivist í erfiðu starfi, þar sem tilbreyting er af skornum skammti og möguleikar til athafna mjög takmarkaðir, sé talin veita meira frelsi en vinna í landi, þá má ekki taka slíkt of bókstaflega. Það sem við er átt, er vafalaust, að á sjó þurfa menn ekki að sinna ýmsu kvabbi, sem tilheyrir dvöl í landi. Þrátt fyrir góðar tekjur eru margir, sem telja starfið ekki búa yfir neinum kostum. Sumir segjast eingöngu vera í því af því að þá skorti menntun og reynslu til að fást við eitthvað annað. Einstöku menn sögðu að drykkjufýsn gerði þeim ókleift að stunda vinnu í landi, og af sömu ástæðu gætu þeir ekki verið á dagróðrabátum. Tvær spurningar fjölluðu um helstu galla, sem störfunum fylgdu. I öðrum svörum kom oft fram ýmislegt, sem mönnum fannst neikvætt við starf sitt. Svörin eru margvísleg, og að sjálfsögðu oft mjög hugiæg. Áður hefur komið fram, að togara- menn vilja ekki að synir þeirra fari á sjó. Togara- mennirnir kvíða líka því að fara í land, þegar þeir geta ekki lengur stundað sjóinn, og vita ekki hvaða starf þeir geta fengið. Þetta á við bæði um undir- menn og yfirmenn. Vélstjórarnir eru þó undan- tekning. í töflu XIII er reynt að draga fram helstu svörin TAFLA XI „Hefurðu hugleitt að skipta um starf?“ Togaramenn Landmenn Jákvætt svar 63,6% 43,4% Neikvætt svar 36,4% 56,6% Fjöldi 99 76 Ekkert svar 11 3 TAFLA XII Hlutfall hvers aldursflokks sem hefur hugleitt starfsskipti. 14-20 21-29 30-39 40-62 Allir ára ára ára ára Togaramenn 53,3% 80,6% 64,0% 50,0% 63,6% Landmenn 64,3% 47,6% 40,0% 30,8% 43,4% TAFLA XIII „Hvað líkar þér verst við starf þitt?“ Togaramenn Landmenn Fjarvistir 56,4% - Mengun — 26,8% Aðrir umhverfisþættir 21,8% 14,1% Skipulag starfsins — 8,5% Streita 6,9% 7,0% Félagslegir þættir 5,0% 5,6% Erfið vinna 2,0% 4,2% Lágt kaup 1,0% 1,4% Veit ekki, líkar ekkert illa 4.0% 22,5% Alls svör 101 71 Ekkert svar 9 8 við því hvað mönnum falli verst við starf sitt. Það kemur fram, að meira en helmingur sjómannanna telur fjarvistimar að heiman helsta galla starfsins. Landmenn kvarta hins vegar mest um mengun á vinnustað, en hafa að öðru leyti færra við starf sitt að athuga. UMRÆÐA Þegar tölulegar niðurstöður eru athugaðar nánar kemur berlega í ljós, að togaramenn hafa við starfsval í nokkrum mæli tekið mið af starfixett- menna sinna. Jafnframt er erfitt að setja fram ákveðna tilgátu um þessi áhrif, þar eð upplýsingar skortir. Synir uxu upp hjá föður í flestum tilfellum, og ákveðin tilhneiging virðist vera í þá átt, að sonur feti í fótspor föður síns (6, 7). Þessir menn hafa ekki haft úr margbreytilegum störfum að velja þegar þeir hófu starfsævi sína, og kannski hafa þeir ekki fengið mikla hvatningu til að afla sér sér- hæfðrar starfsmenntunar og eins hafa ekki verið miklir möguleikar á menntun í heimabyggð þeirra. Félagslegar, menningarlegar og efnalegar hindr- anir á menntunarleið þeirra og feðra þeirra hafa verið margar (7).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.