Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 82

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Side 82
80 Svipuðu máli gegnir um áhyggjur manna af fjöl- skyldu sinni meðan þeir eru í vinnu. Nær helm- ingur sjómannanna hafði áhyggjur af fjölskyldu sinni meðan þeir voru á sjónum. Þessar áhyggjur sýndu þó engin bein tengsl við streituþætti og eru væntanlega eðlilegur þáttur í langri fjarvist að heiman. Aftur á móti sýndu þeir fáu landmenn, sem létu í ljósi sams konar áhyggjur meðan þeir unnu dagsverk sitt, merki um taugaveiklun, og má ætla að áhyggjur þeirra séu nokkuð annars eðlis og endurspegli sérstök vandamál í einkalífi þessara manna. Þetta leiðir hugann að því, að lítill munur er á andlegri líðan sjómanna og landmanna almennt, eins og getið var um að framan, og hljóta því vandamál og streituvaldar landmannanna að stafa af öðru en starfi þeirra og þá e.t.v. af því fjölskyldu- og félagslífi, sem sjómennirnir fara á mis við. Nábýlið við fjölskylduna leiðir af sér annars konar vandamál, en engu minni, sem ekki koma fram í þessari athugun, þar sem athyglin beinist að vinnuaðstæðunum. Þótt hér hafi verið sýnt fram á nokkur tengsl milli vinnuaðstæðna og nokkurra þátta, sem benda til streitu, er ekki hægt að sýna fram á orsakasam- hengi þar í milli. Svo virðist sem vissar aðstæður, eins og fjarvistir frá fjölskyldu, geti verið streitu- valdandi, en einnig er mögulegt, að þeir, sem hafa geðræn vandamál eða veikleika fyrir, séu síður færir um að laga sig að aðstæðum sjómennskunnar og líði því meira undir þeim en aðrir. Auk þeirra þátta, sem tengjast lífi og starfi og geta valdið streitu, er nauðsynlegt að minna á, að starf togarasjómannsins krefst mikils líkamlegs erfiðis. Nægir að nefna, að það eitt að stíga ölduna er líkamlegt erfiði. Togarasjómenn eru í raun jafn- framt sjómennskunni í erfiðri verksmiðjuvinnu (4, 14). Það er því ekki að undra, að mannaskipti séu ör á sumum togurum og að starfsaldur togarasjó- manna sé lágur. Til úrbóta mætti annað hvort gera ráðstafanir til að breyta vinnuaðstæðunum, sem virðast valda sjómönnunum mestri streitu eða vanlíðan, t.d. að gefa tækifæri til lengri fría í landi, tækifæri fyrir menntun eða fræðslu, tómstundastörf og skemmt- anir, að sjálfsögðu án þess að skerða tekjur. Að öðrum kosti mætti skipuleggja útgerðina á þann veg, að sjómenn gætu til skiptis átt kost á störfum á sjó og í landi. Einnig mætti hugsa sér, að aðeins væru teknir í vinnu á togurum menn í góðu andlegu jafnvægi, sem byggju við gott heimilislíf og ættu gott með að laga sig að þeim vinnuaðstæðum, sem sjómennskan býður upp á, þannig að það komi hvorki niður á heilsu þeirra eða starfsafköstum. Vissum þáttum í sjómannsstarfi er þó sennilega erfitt að breyta, þar á meðal sumum, sem valda miklu andlegu og líkamlegu álagi. Atriði, sem voru sjómönnunum í þessari rannsókn ofarlega í huga (sbr. töflu V), svo sem þörf fyrir skarpa eftirtekt, skjót viðbrögð og mikinn vinnuhraða, og líkamlegt erfiði í kulda og vosbúð, eru af þessu tagi. Þessir þættir valda því, að starfsaldur sjómanna er stuttur og huga þarf vel að endurmenntun þeirra og líf- eyrismálum. Með því móti er unnt fyrir þá að skipta um starf, þegar þeir fara að lýjast, og taka við starfi í landi, þótt kannski gefi það minni tekjur. Slíkar ráðstafanir, sem stuðluðu að afkomuöryggi, gætu dregið úr streitunni, sem er samfara sjó- mannsstarfinu, og mundu gera þessa grundvallar- atvinnugrein eftirsóknarverðari. SUMMARY A comparison of personality of trawlerfishermen and factory workers and of stress factors in their work. Trawler-fishing in the North Atlantic Ocean is among the hardest occupations one can find anywhere. It puts a heavy physical and mental strain on the fishermen, limits their family and social life considerably, and results in an early retirement from this occupation. The physical and mental health and social and working conditions of Icelandic trawler-fishermen was compared with that of factory workers. The crew of five trawlers were matched with workers from four factories, controll- ing for age, training and responsibility on the job. In this part of the project we compared personality factors (Cattell's Sixteen Personality Factors) and self- reported physical and mental symptoms (Cornell Medi- cal Index Health Questionnaire), as criteria of stress, with a variety of working conditions that the fishermen considered difficult. The fishermen indicated a greater number of difficult working conditions than the factory workers, both with regard to physical strain, and to a far greater extent with regard to factors resulting from their long absence from home. Conditions that are particularly strenuous for the fishermen are hard physical work, often in bad weather, demand for alertness and quick reactions to ever shifting tasks, and high accident risk. Their long absence from home deprives them of continuous family relations and leisure activities. Between the trips they are unable to relax with their wives and children, as there are too many things to cope with in the few hours off duty. HEIMILDIR 1. Manntal á íslandi 1. desember 1960. Hagstofa Islands. Reykjavík 1969. 2. Schilling, R.S.F. Trawler Fishing: An extreme occupation. Proc. R. Soc. Med. 1966; 59; 405-10. 3. Skýrsla rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árin 1972
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.