Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 94

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 94
92 lögðust þessar ferðir að mestu niður. Sjúkrastöð SAÁ hóf starfsemi sína árið 1977, fyrst í Reykjadal og síðar að Silungapolli. Endurhæfingarheimili SÁÁ að Sogni tók til starfa árið 1978 og árið 1980 var hafinn rekstur annars endurhæfingarheimilis að Staðarfelli. GAGNASÖFNUN Aflað hefur verið upplýsinga um alla, sem voru innlagðir á árunum 1974-1981 vegna áfengis- neyslu eða notkunar annarra vímuefna á eftirtöld- um stofnunum, sem sinna áfengissjúklingum sér- staklega: Kleppsspítala, Gunnarsholti, Víðinesi og stofnunum SÁÁ; Silungapolli, Sogni og Staðarfelli. Einnig hefur verið safnað upplýsingum um þá, sem á þessum árum fóru í meðferð erlendis á Freeport og Hazelden. í öllum þessum gögnum kunna að sjálfsögðu að leynast einhverjar villur, en það er ekkert sem bendir til þess að þær séu kerfisbundnar, heldur er fremur um misritanir eða eyður að ræða. Öll slík vafaatriði hafa verið lagfærð eftir því sem tök hafa verið á. Könnunin nær því til flestallra sem á árun- um 1974 til 1981 fóru í meðferð á sjúkrahúsum vegna notkunar vímuefna. Hún tekur þó ekki til Hlaðgerðarkots né 147 karla og 142 kvenna, sem lagðir voru inn í 515 skipti á geðdeild Borgarspítal- ans nema þeir hafi líka komið á hin sjúkrahúsin. Þessir einstaklingar eru þó teknir með í töflu II, sem sýnir nýgengi áfengissýki og fjölda innlagna. í*au atriði, sem hér hafa verið könnuð, eru aldur, kyn og búseta þeirra, sem hafa lagst inn. Á undan- förnum árum hefur áfengisneysla færst í vöxt meðal yngra fólks og það er því athyglisvert að kanna hvort fleira ungt fólk fer í meðferð nú en áður. Það sama má segja um konur, því áfengis- neysla þeirra hefur einnig aukist. Hvað búsetu varðar hefur neysla á áfengi og áfengisvandamál jafnan verið meiri í þéttbýli en dreifbýli. í þeim gögnum, sem hér hefur verið aflað, kom ekki fram hvort neysla annarra vímuefna en áfeng- is var ástæða fyrir innlögn. Slíkar upplýsingar voru aðeins aðgengilegar fyrir Kleppsspítala. Það var því ákveðið að taka þann hóp ekki út úr, heldur hafa hann með, þar sem hliðstæða hópa væri vænt- anlega að finna á stofnunum SÁÁ. Vímuefna- neysla er oft blönduð neysla þar sem neytt er á- fengis auk annarra efna. Það getur því verið vafa- samt að kenna neysluna við eitt efni öðru fremur. Sá hópur, sem ekki hefur vandamál vegna áfengis en aðeins vegna annarra vímuefna, er fámennur og hefur því verið gert ráð fyrir að áfengisnotkun sé aðalástæða innlagna á ofangreindar stofnanir. Til þess að kanna hvort áfengisvandamál hafi aukist á undanfömum árum hefur verið safnað upplýsingum um tjón, sem rekja má til áfengis, og er þá átt við gistingar í fangageymslu lögreglu, ölvunarakstur, umferðarslys og mannslát, sem tengjast áfengisneyslu. í þessu skyni hafa verið notaðar skýrslur umferðarráðs, heilbrigðisskýrslur og önnur gögn, sem nánar verða skýrð síðar. NIÐURSTÖÐUR Tjón af völdwn áfengis. Á töflu I má sjá yfirlit yfir nokkur dæmi um skráð tjón af völdum áfengis árin 1970,1975 og 1980. Þær upplýsingar, sem hér er um að ræða, eru handtökur vegna ölv- unar sem leiða til gistinga í fangageymslu lögregl- unnar í Reykjavík og fjölda þeirra einstaklinga, sem gista fangageymsluna oftar en einu sinni í mánuði (12, 13, 14). Aðrar upplýsingar á töflu I gilda fyrir allt landið. Úr dánarskrám eru fengar upplýsingar um dána af völdum skorpulifrar, áfengiseitrunar og áfengissýki, einnig um fjölda látinna vegna manndrápa og misþyrminga (15). Einnig hafa verið fengnar tölur um fjölda umferð- arslysa, sem eru tengd ölvun og um ölvunarakstur (16,17). Þar sem dánartölurnar eru mjög lágar eru notuð meðaltöl 5 ára fyrir upplýsingar af dánar- skrám, en tveggja ára meðaltöl fyrir dauðsföll tengd ölvun í umferð. Handtökur ölvaðra manna í Reykjavík eru flest- ar um miðbik áratugsins, en eru færri 1980 en þær voru 1970. Einstaklingar, sem handteknir eru oftar en einu sinni í mánuði, eru flestir 1975, en fækkar síðan aftur, en eru þó fleiri árið 1980 en 1970. Handtökum fjölgar frá 1970 til 1975, en fækkar síðan verulega 1980 bæði miðað við 1000 1 áfengisneyslu og íbúafjölda. Þeim, sem deyja af völdum skorpulifrar, fækkar á tímabilinu. Frá 1970 til 1975 fjölgar dauðsföllum af völdum áfengiseitrunar og áfengissýki, sem hér eru flokk- uð saman. Þessum dauðsföllum fækkar svo lítils háttar frá 1975 til 1980. Dauðsföllum af völdum manndrápa og misþyrminga fjölgar á tímabilinu. Dánartölur eru allar svo lágar, að breytingar á þeim eru ekki marktækar. ölvunarakstur eykst frá 1970 til 1980. Þótt ölvunaraksturinn aukist í heild, fækkar akstri vegna ölvunar miðað við fjölda öku- tækja. Umferðarslys með ölvun eru fleiri 1980 en 1975 og hluti dauðsfalla með ölvun af banaslysum í umferð hefur líka orðið meiri 1980 en hann var 1975. Handtökum vegna ölvunar fjölgar og ölvunar- akstur eykst, og dauðsföllum vegna áfengisneyslu fjölgar nema dauðsföllum af völdum skorpulifrar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.