Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 109

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 109
107 sakatengsl, hlýtur að vera óvíst um árangur af fyr- irbyggjandi aðgerðum, sem beinast að sálrænum og félagslegum fyrirbærum. Ég mun ekki fjölyrða um fyrirbyggjandi að- gerðir, sem miða að því að auka viðnám gegn orsökum geðsjúkdóma. Vel má vera, að unnt sé að auka sálarþrótt manna svo að þeir verði færari um að leysa vandamál, sem upp koma á lífsleiðinni, og verði síður geðsjúkdómum að bráð. Þaö hefur þó ekki tekist að sanna, að aðgerðir til að auka við- nám gegn geðsjúkdómum geti dregið úr nýgengi þeirra. ÁRANGUR Menn eru sammála um, að annars og þriðja stigs fyrirbygging, þ.e. meðferð og endurhæfing, beri oft góðan árangur, en eru ekki sammála um árangur af fyrsta stigs fyrirbyggingu, þ.e. geðvernd. Margir virðast hafa mikla trú á geðvemd (5, 7). Þeir telja víst, að geðsjúkdómar eigi oft rót að rekja til sálrænna eða félagslegra fyrirbæra og hafa fyrir satt, að nú þegar séu margar aðferðir þekktar til að fyrirbyggja þessa sjúkdóma með því að hafa áhrif á þessi fyrirbæri eða auka viðnám einstaklingsins gegn þeim. Aðrir hafa sáralitla trú á geðvernd. Þeir telja víst að geðsjúkdómar eigi oftast rót að rekja til líkamlegra orsaka og telja fráleitt, að unnt sé að fyrirbyggja þessa sjúkdóma með því að hafa áhrif á sálræn eða félagsleg fýrirbæri. Tilraunir til geðvemdar hafa til þessa borið mis- jafnlega góðan árangur og flestar lítinn (2, 6). Það er ekki að undra, því að flestar aðferðir, sem not- aðar hafa verið, eru ekki í samræmi við megin for- sendur fyrir árangursríkri geðvernd. Nokkrar aðferðir hafa tvímælalaust borið góðan árangur. Sem dæmi má nefna meðferð á líkam- legum sjúkdómum sem valda geðrænum ein- kennum (1). T.d. hefur meðferð sárasóttar dregið mjög úr algengi sturlunar af völdum hennar. Nokkrar aðferðir eru á fræðilegum forsendum mjög líklegar til að bera góðan árangur, þótt hann sé enn lítill í raun, t.d. erfðaráðgjöf, og aðgerðir sem beinast að ungbörnum og fjölskyldum þeirra. Margar aðferðir sem í fljótu bragði eru líklegar til að bera árangur, og margir hafa mikla trú á, hafa reynst árangurslitlar til þessa. Sem dæmi má nefna geðheilsufræðslu, kreppuviðbrögð og baráttu gegn ýmsum óæskilegum fyrirbærum í samfélaginu. Flestir virðast telja það sjálfsagt, að geðheilsu- fræðsla hafi fyrirbyggjandi áhrif og að ekki þurfi vitnanna við um það. Það er þó erfitt að finna rannsóknir, sem sýna fram á gagnsemi hennar. Geðheilsufræðsla reynist því miður oft byggð á óskhyggju og hafa óljós slagorð að grundvallar- forsendum (8). Kreppuviðbrögð geta áreiðanlega leyst ýmis lífsvandamál og komið í veg fyrir þungar geð- raunir. Þau geta einnig komið í veg fyrir, að geð- sjúklingar missi tökin, þegar lífsvandamál steðja að þeim. En það er óvíst, að kreppuviðbrögð geti dregið úr nýgengi geðsjúkdóma. Barátta gegn óæskilegum fyrirbærum í samfé- laginu, til dæmis lélegu stjómskipulagi, vondri menntun, fátækt, heilsuspillandi húsnæði, ofbeldi o.s.frv. er í sjálfu sér góð og gild. En þótt hún hafi borið tilætlaðan árangur, hefur hún ekki virst draga úr nýgengi geðsjúkdóma. Slík barátta getur því ekki talist sérstakt viðfangsefni geðheilbrigðis- starfsmanna. Þó að það komi í Ijós, að hún fyrir- byggi geðsjúkdóma, geta þeir að vísu tekið þátt í henni eins og aðrir ábyrgir og góðgjarnir borgarar, en eru ekki sjálfkjörnir til að vera í fararbroddi. Þegar á heildina er litið, hafa tilraunir til geð- verndar ekki borið verulegan árangur, þ.e. þær hafa hvorki dregið verulega úr nýgengi geðsjúk- dóma í heild né nýgengi flestra einstakra geðsjúk- dóma. Geðvernd ber stundum árangur, þegar geðsjúkdómarnir, sem leitast er við að fyrirbyggja, hafa líkamlegar orsakir. Geðvernd virðist á hinn bóginn bera lítinn árangur, þegar sjúkdómamir ekki hafa þekktar líkamlegar orsakir, en til þeirra teljast flestir hinna alvarlegustu og algengustu geð- sjúkdóma, svo sem geðklofi, geðbrigði, tauga- veiklun og persónuleikagalli. ANNMARKAR Það vill oft gleymast, að geðvernd getur haft slæmar afleiðingar, sem eru líklegar til að vekja andstöðu gegn henni (7). T.d. má nefna vernd gegn drykkjusýki. Frumorsakir þessa geðsjúkdóms eru ekki þekktar, en engu að síður er aðferð þekkt til að fyrirbyggja hann. Með lagasetningu mætti banna innflutning, brugg, sölu og neyslu áfengis og fyrir- byggja drykkjusýki að miklu eða öllu leyti. En slíku banni væri ekki unnt að framfylgja, nema til kæmi aukning á valdi stjómenda og skerðing á rétti ein- staklinga til að neyta áfengis að vild sinni. Hætt er við að margir ættu erfitt með að sætta sig við þessar afleiðingar, enda hefur raunin orðið sú hér á landi. Sumir geðsjúkdómar eru e.t.v. í tengslum við jákvæða eiginleika mannskyns. Fyrirbygging þess- ara sjúkdóma gæti leitt til fækkunar á slíkum eigin- leikum og ekki víst að fyrirbygging væri til bóta, þegar til lengdar léti. Aukin áhersla á geðvemd getur dregið úr áherslu á meðferð og endurhæfingu. Geðvernd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.