Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 112

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 112
110 miklum árangri er hægt að ná. Það er erfitt að marka stefnu í heilsugæslu, þegar þekkingin á því hvað stuðlar að góðri heilsu og hvað veldur sjúk- dómum er ónóg. En slíkt er óviðunandi ástand, ekki aðeins fyrir læknisfræðina, heldur fyrir alla þjóðina, og ekkert má láta ógert til að bæta úr þessu til að draga úr þjáningum fólks, Faralds- fræðilegar rannsóknir geta hjálpað til að bæta úr þessu ástandi. FARALDSFRÆÐI Faraldsfræði er undirstaða heilsuvemdar og skipulagningar heilbrigðisþjónustu (3). Flún er skilgreind sem fræðin um dreifingu sjúkdóma og ákvarðandi atriði um tíðni þeirra (4). Frá rannsókn- arsjónarmiði er tilgangur faraldsfræðilegra kannana að öðlast þekkingu á orsök sjúkdóma til þess að geta komið í veg fyrir þá. Faraldsfræðilegar rann- sóknir geta og hafa leitt til uppgötvunar á heilsu- verndaraðgerðum í geðlæknisfræði. Hið sígilda dæmi eru rannsóknir Goldbergers (5) á geðtrufl- unum við pellagra. Faraldsfræðilegar rannsóknir eru gagnlegar við að setja fram og prófa tilgátur um orsakir sjúkdóma og við prófun á gildi vamaráætl- ana. Ennfremur geta þær auðveldað flokkun sjúk- dóma. Fylgni faraldsfræðilegra sérkenna getur bent til líkra orsaka, jafnvel sjúkdóma, sem eru aðgreindir í daglegu starfi. Þegar leitað er líklegra orsaka sjúkdóma, verður alltaf að hafa í huga muninn á fylgni og orsakasam- hengi. Þetta er oft augljóst, eins og í dæminu sem rætt verður seinna í þessari grein, um fylgni milli lélegs námsárangurs í barnaskóla og áfengis- vandamála síðar meir. En vitneskjan um fylgni getur leitt til þekkingar á orsökum og getur komið að notum til þess að finna hópa, sem líklegir eru til að þurfa sérstaklega á vamaraðgerðum að halda. Með faraldsfræðilegum rannsóknum em greind- ir hópar, tímabil og staðir þar sem dreifing á sjúk- dómum er með sérstökum hætti. Niðurstöður slíkra rannsókna eru síðan lagðar til grundvallar frekari sérgreindra rannsókna, sem hafa þýðingu til að finna orsök sjúkdóms eða finna áhættu- hópa. Það er mikilvægt að vita hverjum er mest hætta búin og beita virkum aðgerðum þeim til varnar, til þess að minnka líkur á því, að þeir verði geðsjúkdómum að bráð. Mikilli þekkingu hefur verið safnað um dreifingu geðsjúkdóma í samfé- laginu og tilgátur um tengsl ýmissa erfðafræði- legra/líffræðilegra og geðrænna/félagslegra atriða við geðsjúkdóma hafa verið settar fram. Yfirlit yfir þær rannsóknir, sem þekking þessi byggist á, hafa birstvíða (6,7,8,9,10,11,12)oghefurveriðstuðst við þau við samningu þessa greinarstúfs. Sem dæmi um hvernig nota má faraldsfræðilegar rannsóknir við að finna áhættuhópa, verður fjallað stuttlega um þrjú rannsóknarverkefni, sem unnið hefur ver- ið að á Kleppsspítala. ÁHÆTTUHÓPAR Eitt þessara verkefna miðaði meðal annars að því að rannsaka sambandið milli tíðra og langra fjarvista togarasjómanna frá heimilum sínum og geðheilsu þeirra og fjölskyldna þeirra (13). Sjó- mennirnir og fjölskyldur þeirra eru borin saman við samanburðarhóp verksmiðjustarfsmanna. Samanburðarhópurinn er svipaður sjómönnunum hvað varðar aldur, menntun og starfsábyrgð. Komið hefur í ljós, að veikindi í fjölskyldum sjó- manna eru meiri en í fjölskyldum samanburðar- hópsins. Einkum er fjöldi barna með grunsamleg geðræn einkenni töluvert meiri. Viðurkenning á mikilvægi föðurins í uppeldi barnanna fer vaxandi (14) og niðurstöður þessara rannsókna styðja það, jafnvel þótt ekki ætti að útiloka aðrar skýringar á þessum tíðari veikindum sjómannabarnanna. Breyting á vinnuaðstöðu föðurins, sem draga mundi úr tíðum og löngum fjarvistum hans frá fjölskyldunni, gæti orðið til bóta og dregið úr líkamlegum og geðrænum einkennum barnanna. Hugsanlega gæti það haft geðvemdaráhrif og dregið úr hættunni á því að þessi böm fengju geðsjúkdóma síðar á ævinni. Slíkar breytingar á vinnufyrirkomu- lagi krefjast mikilsverðra stjórnmálalegra eða stjórnunarlegra ákvarðana eða samninga milli aðila vinnumarkaðarins. Annað verkefni fjallaði um áfengisneyslu full- orðinna. Þar kom í Ijós, að meirihluti karla, sem voru misnotendur eða stómeytendur áfengis byrj- aði að drekka yngri en þeir, sem ekki áttu við þessi vandamál að stríða. Misnotendur eru skilgreindir þeir, sem tilgreindu þrjú eða fleiri einkenni, sem báru vott um áfengismisnotkun eða fíkn (15). TAFLA I Samanburður á aldrí við upphaf áfengisneyslu karla, sem mis- nota áfengi, og annarra áfengisneytenda. Aldur Misnotendur (Fj. = 155) Hlutfall Aðrir áfengis- neytendur (Fj. = 908) Hlutfall - 14 ár 20 10 15- 17 ár 50 50 18-20 ár 25 29 21 + ár 5 12 Alls 100 101 X2= 19,99 DF = 3 P<0,001
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.