Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 113

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Síða 113
111 Ennfremur kom í ljós, aö meðaleinkunn við loka- próf úr barnaskóla var lægri meðal misnotenda en meðal hófdrykkjumanna og bindindismanna. Þá kom einnig í ljós, að tiltölulega færri misnot- endur voru langskólagengnir, þ.e. höfðu meira en 12 ára skólagöngu að baki. Þar sem mestur hluti misnotenda eru stórneytendur, komu í ljós svipað- ar niðurstöður hvað snerti aldur við fyrsta drykk og námsárangur, þegar samanburður var gerður með tilliti til neyslumagns. Bindindismenn og hófdrykkjumenn höfðu hæstu meðaleinkunnir, en stórneytendur höfðu aftur á móti þær lægstu. Þó að þessi fylgni hafi komið í ljós, er ekki hægt að ræða um beint orsakasamhengi. Nauðsynlegt er að leita annarra þátta, sem tengdir eru lengri skólagöngu og betri námsárangri, sem einnig gætu seinkað því að fyrsti sopinn væri tekinn og haft áhrif á drykkju- venjur unglinga. Ungt fólk, sem fer í langskóla- nám, er lengur upp á foreldra sína komið og þarf á aðstoð þeirra og örvun að halda ekki síður en skólans. Þeir, sem hætta í skóla ungir, missa stuðn- ing skólans, verða fjárhagslega sjálfstæðari og þurfa þannig ekki samþykki foreldra sinna að sama skapi. Að öllum líkindum verður þá hættan á mik- illi áfengisneyslu meiri, sem getur svo síðar leitt til misnotkunar og annarra vandamála, sem tengjast áfengisneyslu. En einnig er mögulegt, að nem- endur, sem ná betri námsárangri, skilji áfengis- fræðsluna betur og dragi þar af leiðandi réttar ályktanir af henni. Þess vegna fresta þeir neyslu á áfengi þar til þeir eru þroskaðri og eru þá betur færir um að stjóma drykkju sinni og taka sjálf- stæðar ákvarðanir. Hins vegar er einnig hugsanlegt að sömu aðlög- unarerfiðleikar eða tilfinningatruflanir séu orsök lélegs námsárangurs og tilrauna með áfengi á æskuárum. Þess vegna var í þriðju rannsókninni (16), sem gerð var til að kanna uppruna og aðstæð- ur ungra manna, sem misnotuðu áfengi svo, að lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim tvisvar eða oftar í einum mánuði, valinn samanburðarhópur þannig, að aldur og námsárangur var eins og hjá misnotendum. í ljós kom, að hinir síðarnefndu höfðu tekið fyrsta sopann næstum 2 árum fyrr en samanburðarhópurinn. Misnotendumir höfðu sýnt meiri andfélagslega hegðun í barnæsku, svo sem skróp í skóla. Einnig höfðu þeir oftar verið innlagðir á spítala í barnæsku en samanburðarhóp- urinn. Feður þeirra voru oftar ofdrykkjumenn og þeir komu oftar frá rofnum fjölskyldum. Síðar höfðu þeir fengið minni menntun, skiptu oftar um störf og færri gengu í hjónaband. Niðurstöður tveggja síðastnefndu rannsókn- TAFLA II Samanburður á barnaprófseinkunn karla, sem ekki nota áfengi, og þeirra, sem misnota áfengi. Einkunnir Bindindismenn (Fj. = 92) Hlulfall Misnotendur (Fj.= 134) Hlutfall Aðrir áfengis- notendur (Fj. = 887) Hlutfall 0-5,9 13 30 15 6,0-6,9 11 22 19 7,0-7,9 25 21 30 8,0-8,9 42 22 30 9,0- 9 4 6 Alls 100 99 100 Meöaleink. 75 68 74 X2 = 34,06 DF = 8 P<0,001 anna hafa bent á sérkenni, sem tengd eru miklum líkum á að verða áfengisvanda að bráð. Einstakl- ingar og hópar, sem hafa þessi sérkenni, eru þeir, sem sérstaklega þurfa á geðvernd og annarri heilsuvernd að halda. Tengslin milli lágs aldurs við byrjun áfengisneyslu og síðari áfengisvanda sama einstaklings benda á nauðsyn verndaraðgerða eins og félagslegs aðhalds til að koma í veg fyrir til- raunir barna og unglinga með neyslu áfengis og annarra fíkniefna. Fylgnin milli lágra einkunna í skóla og síðari áfengisvanda kallar á verndarað- gerðir á sviði menntunar með því að huga að sér- þörfum hinna lakar settu nemenda. Er hér um að ræða bæði þarfir í sambandi við almenna menntun og sérstaklega fræðslu um áfengi og hjálp við að þroska einstaklinginn til sjálfstæðrar skoðana- myndunar og ákvarðanatöku. Lægri tíðni misnot- enda meðal hinna langskólagengnu bendir greini- lega á hve þýðingarmikill stuðningur skólans og/ eða fjölskyldunnar er fyrir unglinga til að fyrir- byggja misnotkun áfengis. Geðverndaraðgerðir af þessu tagi eru að allra dómi gagnlegar og ætla má að þær dragi úr mis- notkun áfengis síðar á ævinni. En til þess að ná verulegum árangri þarf að skilgreina markmið þeirra nánar. Það væri t.d. hægt að gera með því að taka tillit til niðurstaðna síðastnefndu rannsóknar- innar (16). Þá þyrfti að veita börnum, sem oft eru fjarverandi úr skóla og heimilisaðstæðum þeirra sérstaka athygli í því skyni að styrkja uppeldi þeirra og aðstæður. Sérstakan gaum þyrfti að gefa börnum ofdrykkjumanna. Slíkar varnaraðgerðir eru vandmeðfarnar, þar eð þær geta raskað högum fólks svo, að sumum þætti jaðra við skerðingu á persónufrelsi. Eini möguleikinn getur því verið annars-stigs varnaraðgerð með því að veita strax
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.