Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 115

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 115
113 Tómas Helgason BREYTINGAR Á STARFSEMI GEÐSJÚKRAHÚSA Á ÍSLANDI OG MÖGULEIKAR Á ANNARRI ÞJÓNUSTU Geðlæknisfræðin hefur lengi verið öskubuska læknisfræðinnar, og er það raunar enn. Geð- sjúklingar mættu meiri hleypidómum en aðrir sjúklingar og fatlað fólk. Þeim var því ýtt til hliðar, út úr iðu lífsins. Erfiðleikarnir við langtíma hjúkrun og meðferð, ásamt einangruninni, leiddu af sér trega endumýjun starfsliðs og litla fyrir- greiðslu borið saman við ýmsar aðrar sérgreinar læknisfræðinnar þar sem baráttan var meira áber- andi milli lífs og dauða. Vegna erfiðleikanna við að hafa geðsjúklinga heima, héldu geðsjúkrahúsin sí- fellt áfram að taka á móti sjúklingum og yfir- fylltust. Loksins, þegar dagaði með tilkomu nú- tíma meðferðar, lyfjameðferðar, sállækninga ein- staklinga og hópa og endurhæfingar, hafði fjöl- miðlatæknin einnig tekið stökk í framförum. Geð- sjúkrahúsin, sem voru vanbúin starfsliði og yfirfull, voru þess vegna auðveldur skotspónn og ásökuð, með nokkrum rétti, fyrir að vera ekki heilsubæt- andi. Þetta hefur jafnvel gengið svo langt, að sumir hafa lagt trúnað á þann áróður andgeðlæknisfræð- innar, að geðsjúkdómar séu goðsögn. Ef svo væri, er goðsögnin a.m.k. mjög sársaukafull og þjakandi fyrir þá, sem hún bitnar á, og aðstandendur þeirra. Geðlæknar og aðrir geðheilbrigðisstarfsmenn hafa fundið sárt til hins skelfilega ástands geð- sjúkrahúsanna og hafa gert sér fulla grein fyrir þeirri viðbótaráþján, sem sjúklingar verða fyrir vegna þessa ástands. Leitað hefur verið lausna til úrbóta af miklu hyggjuviti af fórnfúsum og áhuga- sömum starfsmönnum. Þessar úrlausnir hafa oft verið framkvæmdar af meiri nægjusemi en í nokk- urri annarri grein læknisfræðinnar nema e.t.v. að ellisjúkdómum undanskildum. Á tímum sam- dráttar á efnahagssviðinu og vaxandi kostnaðar við heilbrigðisþjónustu er sorglegt til þess að vita, að jafnmikið er þrengt að þeim, sem átt hafa í mestum erfiðleikum, og hinum, sem alla tíð hafa setið næst kjötkötlunum. Einnig er krafan um mat á þjónustu og að kostnaður skili hagnaði meiri en á mörgum öðrum sviðum lækninga. BREYTINGARNAR Upphafið að breytingum á meðferðarstofnun- um varð þegar á fimmta áratugnum, þegar Klepps- spítalinn fór að hafa sjúklinga aðeins hluta úr sólar- hringnum. Þetta voru sjúklingar, sem þörfnuðust stuðnings og umhverfis sjúkrahússins utan vinnu- tíma til þess að geta haldið störfum sínum. Á miðjum sjötta áratugnum byrjaði endurhæfingar- stöð fyrir fyrrverandi berklasjúklinga, Reykja- lundur, að taka við geðsjúklingum til vinnuendur- hæfingar. En mestu breytingamar og tækifærin til annarra valkosta við meðferð hafa átt sér stað á síðustu tuttugu árum. í mars 1953 vargerð tilraun til að rannsaka tíðni geðsjúkdóma á íslandi (1). Á þeim tíma voru 485 sjúklingar á sjúkrahúsum og fylltu þannig nærri þriðjung af sjúkrarúmum landsins. Á Kleppsspítal- anum einum voru skráðir 303 sjúklingar eða 1,9 á 1000 íbúa. í marsmánuði 1981 var gerð könnun (2) á öllum sjúkrahúsum í Reykjavík, þar með talin sjúkrahús fyrir langtíma sjúklinga. I seinni könn- uninni voru 598 sjúklingar á sjúkrahúsum og hjúkrunardeildum vegna geðsjúkdóma, en það þýðir, að geðsjúklingar voru í 34% af öllum sjúkra- rúmum í Reykjavík. Á þessum árum jókst íbúa- fjöldi á íslandi um 52%. Varlega áætlað eru geðsjúklingar í u.þ.b. 760 sjúkrarúmum á öllu landinu. Árið 1953 voru fyrir hendi upplýsingar um, að 1-1,5 rúm á hverja 1000 íbúa vantaði til viðbótar þeim sem þegar voru til. En ekki eru til sams konar upplýsingar fyrir árið 1981. TAFLA I Fjöldi geösjúkra í sjúkrahúsum og öðrum stofnunum 1953 og 1981 af hverju 1000 landsmanna. 1953 1981 Á geösjúkrahúsum og geödeildum 1,87 0,69 Á öðrum stöðum ætluðum geðsjúkum 0,12 1,11* Á öörum stofnunum 1,20 1,03 Á geödeildum fyrir drykkjusjúka Á öörum heimilum m. geölæknisaö- 0,16 stoö f. dr.sjúka 0,17 Aörar stofnanir fyrir drykkjusjúka 0,82 Alls 3,19 3,98 * Dagsjúklingar meötaldir 0,2/1000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.