Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 5
Formáli.
Þetta rit fjallar um búskap hins opinbera, þ.e.
ríkis, sveitarfélaga og almannatryggingakerfis-
ins. Ritið, sem er númer 8 í ritröð Þjóðhags-
stofnunar um þjóhagsreikninga nær til áranna
1980-1989 og er framhald skýrslna um sama
efni, sem komu út í ársbyrjun 1983 og 1986, og
náðu yfir tímabilin 1945-1980 og 1980-1984.
í ritinu er “hið opinbera“ í meginatriðum
notað sem heiti á starfsemi þar sem tekna er
aflað með álagningu skatta en ekki með sölu á
vöru og þjónustu á almennum markaði. Af
þessu leiðir, að starfsemi fyrirtækja eða sjóða í
eigu ríkis eða sveitarfélaga fellur utan við efni
skýrslunnar, nema að því marki sem þessir
aðilar eiga viðskipti við hið opinbera. Að því er
ríkissjóð varðar, fellur þessi skilgreining að
mestu saman við A-hluta ríkisreiknings. í þessu
riti eru endurlán ríkissjóðs reiknuð með A-hluta
ríkissjóðs frá og með árinu 1980, en með lögum
nr. 84/1985, um breytingu á lögum um ríkisbók-
hald, ríkisreikning og fjárlög, voru endurlánin
færð í A-hlutann. í fyrri skýrslum um búskap
hins opinbera frá árunum 1983 og 1986 voru
endurlán ríkisins hins vegar ekki talin með hinu
opinbera.
Reikningakerfi opinbera búskaparins, eins og
það birtist í þessu riti, er hluti af stærra reikn-
ingakerfi fyrir þjóðarbúskapinn í heild og er
unnið samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna
um gerð þjóðhagsreikninga. Birt eru sérstök
yfirlit um ríkið, sveitarfélögin í heild og al-
mannatryggingakerfið hvert um sig og síðan eru
dregnar saman tölur fyrir hið opinbera í heild.
Þessi yfirlit eru þrískipt. í fyrsta lagi er tekju- og
útgjaldareikningur, sem sýnir tekjur og rekstrar-
gjöld á hverju ári. í öðru lagi er yfirlit um
fastafjárútgjöld, en þarfærist meðal annarsfjár-
munamyndun og fjármagnstilfærslur ársins. Að
lokum er svo fjárstreymisreikningur, sem sýnir
kröfu- og hlutafjárbreytingu opinberra aðila og
lána- og sjóðshreyfingar þeirra á hverju ári.
Skýrslan skiptist í átta kafla, auk inngangs,
töfluhluta og viðauka. í fyrsta kafla er gefið
sögulegt yfirlit um þróun opinberra fjármála allt
aftur til ársins 1876. í öðrum kafla er að finna
yfirlit um starfsemi hins opinbera á árunum 1980
til 1989, auk þess sem umsvif þess eru borin
saman við helstu aðildarríki Efnahags- og Fram-
farastofnunarinnar. í þriðja kafla er fjallað ýtar-
lega um fjármál ríkissjóðs, og er þar farið yfir
tekjur, útgjöld og afkomu ríkissjóðs ásamt lána-
hreyfingum.
í fjórða kafla er gefið yfirlit um starfsemi
almannatrygginga, og er einstökum tryggingum
þar lýst. í fimmta kafla er fjallað um fjármál
sveitarfélaga, um tekjur þeirra, útgjöld og lána-
hreyfingar. Eru efnistök svipuð og í þriðja kafla.
í sjötta kafla er gerð grein fyrir tekjum hins
opinbera og í þeim sjöunda útgjöldum. Þar er
fjallað ítarlega um meginútgjaldaflokka hins
opinbera, þ.e. fræðslu- og heilbrigðisútgjöld og
útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála.
Viðfangsefni í áttunda kafla er skilgreining á
starfsemi og umfangi hins opinbera.
Töfluhluti skýrslunnar skiptist í tíu flokka.
Fyrst eru yfirlitstöflur, en síðan ýmsar sundur-
liðanir á tekjum og útgjöldum, s.s. ásamneyslu,
framleiðslustyrkjum, fjármunamyndun o.fl.
Síðast í töfluhlutanum er alþjóðlegur saman-
burður og yfirlitstöflur um fjármál hins opinbera
á þessari öld.
Loks fylgja þrír viðaukar sem hafa að geyma
enska þýðingu á töfluheitum og helstu hugtök-
um í skýrslunni, auk heimildaskrár.
Á vegum Þjóðhagsstofnunar hefur Jóhann
Rúnar Björgvinsson einkum unnið að gerð þess-
arar skýrslu.
Þjóðhagsstofnun í mars 1991
Þórður Friðjónsson
3