Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 56
Tafla 3.26 Útgjöld rfkissjóðs 1980-1989.
- Hlutfall af VLF -
HeiIdarútgjöld 1) 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
25,8 26,2 27,0 28,9 25,5 27,7 29,8 26,4 29,4 31,1
1. Samneysla 9,0 9,0 9,4 9.7 8,8 9,5 9,5 11,0 11,4 11,5
2. Framleiðslustyrkir 3,0 3,0 3,5 3,2 2,6 2,8 2,5 2,2 2,9 3,2
3. TekjutiIfærslur 8,1 8,1 8,4 7,8 7,4 7,8 7,8 7,1 7,6 7.9
4. Vaxtagjöld 1.4 1.6 1,8 2,7 2,6 2,8 2,5 2,1 2,8 3,3
5. Verg fjármunamyndun 1,6 1.5 1,6 1,5 1.5 1.6 1,2 1,5 1,6 1,5
6. FjármagnstiIfærslur 2) 2,8 2,9 2,4 4,0 2,6 3,2 6,3 2,5 3,1 3,8
1) Afskriftir meðtaldar. 2) Ríkissjóður yfirtekur lán orkuveitna 735 mkr. árið 1983,
5.066 mkr. árið 1986 og 3.462 mkr. árið 1989.
2. Gjöld ríkissjóðs.
Hlutfall heildarútgjalda af vergri landsfram-
leiðslu hefur verið tilltölulega stöðugt fyrstu átta
ár þessa áratugar eða um 27% að meðaltali, og
er þá yfirtaka ríkissjóðs á skuldum orkuveitna
undanskilin. Á árinu 1988 urðu hins vegar um-
talsverðar breytingar á útgjöldum ríkissjóðs sem
höfðu í för með sér að hlutfall ríkisútgjalda
hækkaði í rúmlega 29% af vergri landsfram-
leiðslu á því ári og aftur í 30% árið 1989, og er þá
yfirtaka orkuskulda á því ári ekki reiknuð með.
Breytingarnar 1988 fólust fyrst og fremst í aukn-
um niðurgreiðslum landbúnaðarafurða í kjölfar
breikkunar á söluskattstofni. Við sundurliðun á
útgjöldum ríkissjóðs er tvennt sem öðru fremur
vekur athygli. í fyrsta lagi hækkar hlutfall sam-
neyslu af vergri landsframleiðslu úr 9% árið
1980 í H/2% af VLF árið 1989. Og í öðru lagi
vex hlutfall vaxtakostnaðar af VLF um ríflega
helming á þessu tímabili, þ.e. úr 1,4% árið 1980
í 3,3% árið 1989. Hafa ber í huga við slíkan
samanburð að verg landsframleiðsla hefur
sveiflast mjög á þessum árum, og dróst til dæmis
saman árin 1983, 1988 og 1989.
Mynd 3.5
3. Kröfu- og hlutafjáreign.
í töflu 3.27, sem sýnir kröfu- og hlutafjáreign
A-hluta ríkissjóðs á árunum 1980-1988, kemur
fram að veitt lán ríkissjóðs hafa minnkað veru-
lega í hlutfalli við verga landsframleiðslu á síð-
ustu árum. Á árinu 1988 voru þau t.d. aðeins
12% af VLF á móti t.d. um 23‘/2% árið 1982. Pá
kemur fram í þessari töflu að viðskiptakröfur
ríkissjóðs hafa vaxið verulega á þessum áratug,
eða úr 1,7% árið 1980 í 6,9% árið 1988. Munar
þar mestu um skattakröfur.
54