Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 87
Tafla 7.11 Fjármögnun og útgjöld opinberra aðila
- Milljónir króna -
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
Fjármögnun heiIbrigðismála: .... .... .... .... .... .... .... .... .... ....
- Rikissjóður 823 1.338 2.159 3.989 4.771 6.741 9.343 12.842 17.016 19.661
- Sveitarfélög 61 101 196 468 558 888 1.386 1.571 1.903 2.413
Útgjöld til heiIbrigðismála: - Rfkissjóður 254 419 687 1.504 1.872 2.781 4.007 7.758 10.465 12.141
- Almannatryggingar 544 878 1.432 2.600 3.083 4.347 5.922 5.750 7.295 8.584
- Sveitarfélög 85 141 236 353 374 500 800 906 1.159 1.350
1. Ríkissjóður.
Undir starfsemi ríkissjóðs fellur öll yfirstjórn
heilbrigðismála, sérhæfð málefni eins og lyfja-
mál og sömuleiðis allar sérhæfðar þjónustu-
stofnanir eins og Hollustuvernd ríkisins. Þá falla
ríkisspítalarnir beint undir-ríkissjóð og einnig
fjölmörg önnur sjúkrahús, sem á síðustu árum
hafa komið inn á föst fjárlög í stað daggjalda frá
sjúkrasamlögum. Að síðustu þá greiðir ríkis-
sjóður stóran hluta af útgjöldum heilsugæslu-
stöðvanna.
2. Almannatryggingar.
Starfsemi almannatrygginga eða sjúkratrygg-
inga er í rauninni tvíþætt. Annars vegar er
sjúkratryggingadeildin, sem annast greiðslu
vistgjalda til flestra langlegustofnana og til ým-
issa sjúkrastofnana vegna dagvistunar fatlaðra,
aldraðra og áfengissjúkra. Þá greiðir hún ýmsa
styrki, s.s. vegna hjálpartækja, sjúkraþjálfunar
og sjúkrahjálpar erlendis. Hins vegar eru það
sjúkrasamlögin, sem taka þátt í að greiða sam-
kvæmt ákveðnum skilyrðum almenna læknis-
hjálp utan sjúkrahúsa, tannlæknaþjónustu, sér-
fræðiþjónustu, Iyfjakostnað, sjúkraflutninga,
heimaþjónustu aldraðra og sjúkradagpeninga.
Þá greiða þau daggjöld til þeirra sjúkrahúsa sem
ekki eru á föstum fjárlögum ríkissjóðs.
3. Sveitarfélög.
Heilbrigðisþjónusta sveitarfélaga annast fyrst
og fremst rekstur heilsugæslustöðva og umönn-
un aldraðra. En rekstrarkostnaður heilsugæslu-
stöðva, annar en launakostnaður fastráðinna
lækna, tannlækna, hjúkrunarfræðinga, ljós-
mæðra og sjúkraþj álfara, greiðist af viðkomandi
sveitarfélögum. Pá veita sveitarfélög öldruðum
og sjúkum heimahjúkrun og heimilishjálp og
greiða um tvo þriðju hluta þeirrar þjónustu.
Sveitarfélögin taka einnig þátt í greiðslu tann-
læknaþjónustu á móti ríkissjóði fyrir börn og
unglinga á aldrinum 6-15 ára. Að síðustu þá taka
sveitarfélögin þátt í stofnkostnaði heilsugæslu-
stöðva, sjúkrahúsa og dvalarstofnana fyrir aldr-
aða.
7.3 Almannatryggingar og velferðarmál.
Undir þennan málefnaflokk „almannatrygg-
ingar og velferðarmál" " falla annars vegar ýmiss
konar tekjutilfærslur til einstaklinga og samtaka
vegna elli, örorku, veikinda, tekjumissis, fæð-
ingar, atvinnuleysis o.fl., og hins vegar ýmiss
konar velferðarþjónusta einkum við börn, aldr-
aða og fatlaða. Umsjón með tekjutilfærslum er
að mestu í höndum almannatrygginga. Velferð-
arþjónusta við börn og aldraða er hins vegar að
mestu á vegum sveitarfélaga og velferðarþjón-
usta við fatlaða á vegum ríkisins.
Eins og fram kemur í inngangi þessa kafla fara
tæplega 17% af útgjöldum hins opinbera til
1) Hugtakið „almannatryggingar", eins og það er notað
hér, er mun þrengra hugtak en í hinni venjulegu merk-
ingu. Hér nær það einungis til beinna lekjutilfœrslna til
einstaklinga og samtaka, en ekki til þeirrar margvíslegu
þjónustu sem hið opinbera veitir og sem fellur undir
almannatryggingakerfið, s.s. niðurgreiðslur á lyfjakostn-
aði og greiðslur á ýmiss konar sjúkraþjónustu.
85