Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 72
Tafla 5.15 Skatttekjur sveitarfélaga 1980-1989.
- Hlutfall af heiIdarsköttum -
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
HeiIdarskattar, m.kr. 972 1.554 2.517 4.072 5.919 7.270 9.842 12.845 17.873 21.576
Beinir skattar 54,7 53,6 52,6 51,2 50,2 52,0 53,0 54,4 56,0 56,0
Óbeinir skattar 45,3 46,4 47,4 48,8 49,8 48,0 47,0 45,6 44,0 44,0
- Jöfnunarsjóður 15,2 15,6 15,2 15,1 12,6 13,5 11,5 9,6 8,4 7,9
- Fasteignaskattar 12,9 12,8 12,2 12,4 13,1 13,7 13,7 13,4 13,7 14,3
- Aðstöðugjald 11,9 11,7 12,5 12,1 14,0 15,9 16,8 16,2 16,2 15,9
- Aðrir ób. skattar 5,3 6,3 7,4 9,1 10,2 4,8 5,0 6,4 5,7 5,9
HeiIdarskattar % VLF 6,3 6,4 6,6 6,2 6,8 6,1 6,2 6,2 7,0 7,3
5.3.2 Þróun tekna og gjalda.
1. Tekjur sveitarfélaga.
Eins og fram kemur í mynd 5.2 hafa tekjur
sveitarfélaga verið tiltölulega stöðugar á þessum
áratug sem hlutfall af vergri landsframleiðslu,
eða í kringum 6,9% að meðaltali fyrstu átta árin.
A árinu 1988 hækka þær hins vegar verulega
með tilkomu staðgreiðslukerfis tekjuskatta.
Hækkunin er nálægt 1% af VLF eða sem svarar
2,9 milljörðum króna á verðlagi ársins 1989.
Tekjurnar eru að mestu leyti skatttekjur, eða
rúmlega 90% þeirra. Aðrar tekjur sveitarfélaga
eru að stærstum hluta eignatekjur en fjár-
Myiid 5.2
Tekjur og útgjöld sveitarfélaga
% Hlutfall af vergri landsframleiöslu %
magnstilfærslur og sértekjur eru þá ekki með-
taldar.
Ef skatttekjur eru skoðaðar nánar kemur í ljós
(sjá töflu 5.15) að beinir skattar eru ríflega
helmingur af heildarsköttum sveitarfélaga. Árið
1989 er hlutdeild þeirra mest eða 56%, en
minnst árið 1984 er hún var rúmlega 50%. Hið
gagnstæða gildir að sjálfsögðu um óbeinu skatt-
ana. Af einstökum óbeinum sköttum sést að
hlutdeild Jöfnunarsjóðs hefur minnkað verulega
á þessum áratug, eða úr því að vera rúmlega
15% af skatttekjum sveitarfélaga í það að vera
tæplega 8%. Fasteignaskatturinn hefur haldið
hlutdeild sinni nokkuð vel og verið á bilinu 13-
14%. Hlutdeild aðstöðugjalds hefur hins vegar
vaxið verulega, eða frá því að vera tæplega 12%
í um 16%. Hlutdeild annarra skatta hefur sveifl-
ast nokkuð. Mest er hlutdeild þeirra 1984, en
minnst 1985.
2. Gjöld sveitarfélaga.
Hlutfall heildarútgjalda sveitarfélaga af vergri
landsframleiðslu hefur verið tiltölulega stöðugt
fyrstu átta ár þessa áratugar eða í kringum 7%
aðmeðaltali. Áárinu 1988 jókst svigrúm sveitar-
félaga til útgjalda um nálægt 1% af VLF vegna
bættrar tekjuöflunar, og aftur 1989 um 0,8% af
VLF, en þá jukust skuldir þeirra einnig veru-
lega. Sundurliðun á útgjöldum sveitarfélaga
sýnir að samneyslan er langstærsti útgjaldapóst-
urinn eða um 55% af heildarútgjöldum þeirra að
70