Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 68
sundurliðun á samneyslu þeirra í launaútgjöld,
afskriftir og kaup og sölu á rekstrarvörum og
þjónustu á árunum 1980-1989. Þar kemur fram
að samneyslan á árinu 1989 er um 13,5 milljarð-
ar króna, eða sem svarar 4,6% af vergri lands-
framleiðslu. Þá kemur fram að hlutdeild sam-
neysluútgjalda í heildarútgjöldum sveitarfélaga
hefur verið tiltölulega stöðug á þessu níu ára
tímabili eða í kringum 55%. Athyglisvert er að
launahluti samneyslunnar var um 60% árið
1980, en féll niður í rúmlega 50% árið 1984. Á
árinu 1989 var hann kominn í ríflega 54% af
samneysluútgjöldunum.
Tafla 5.8 Samneysla sveitarfélaga 1980-1989.
- Milljónir króna og hlutf. af heiIdarútgjöldum og VLF -
Samneysla 1980 586 1981 922 1982 1.557 1983 2.550 1984 3.213 1985 4.455 1986 6.242 1987 8.141 1988 10.934 1989 13.498
1. Laun og launatengd gj. 353 544 929 1.462 1.625 2.274 3.245 4.584 6.134 7.337
2. Afskriftir 24 37 60 107 135 184 237 288 339 435
3. Kaup á vöru/þjón - sala 210 342 568 981 1.453 1.997 2.760 3.270 4.461 5.726
(+) Kaup 308 507 849 1.498 2.172 2.999 4.200 5.097 6.867 9.011
(-) Sala 98 165 281 517 719 1.002 1.440 1.827 2.406 3.285
Samneysla % af heildarútgj. 55,4 54,0 54,8 54,5 55,1 54,0 56,3 55,2 53,9 52,1
Samneysla % af VLF 3,8 3,8 4,1 3,9 3,7 3,7 3,9 3,9 4,3 4,6
1) Afskriftir eru hér meðtaldar.
I töflum 7.21-7.30 í töfluhluta er að finna
frekari sundurgreiningu á samneyslu sveitarfé-
laga á árunum 1980-1989. Þar sést að fræðslu- og
velferðarmál eru fyrirferðarmestu viðfangsefni
samneyslunnar og taka til sín um tvo fimmtu
hluta hennar. Fast á eftir koma menningarmál,
skipulags- og hreinsunarmál og samgöngumál.
Alls taka þessir fimm málaflokkar um þrjá
fjórðu hluta samneyslunnar eða sem svarar 10
milljörðum króna á árinu 1989, þ.e. 3,4% af
VLF.
5.2.2 Vaxtagjöld.
Vaxtagjöld sveitarfélaga koma til vegna lán-
töku sveitarfélaga til að fjármagna tekjuhalla
þeirra eða kröfu- og hlutafjáraukningu. Tafla
5.9 gefur yfirlit yfir vaxtagjöldin á árunum 1980-
1989. Þar sést að hlutdeild vaxtagjalda af heild-
arútgjöldum sveitarfélaga hefur vaxið verulega
frá árinu 1980 er hún var um 3,8%. Á árinu 1989
voru vaxtagjöldin rúmlega 1,5 milljarður króna
eða 5,9% af heildarútgjöldum þeirra. Vaxta-
gjöldin, mæld sem hlutfall af vergri landsfram-
leiðslu, hafa einnig aukist verulega, eða úr
0,26% árið 1980 í 0,51% árið 1989. Ein skýring
þessarar aukningar er eflaust hinir jákvæðu
raunvextir síðustu árin, samanborið við nei-
kvæða raunvexti fyrri ára. í hlutanum um lána-
Tafla 5.9 Vaxtagjöld sveitarfélaga 1980-1989.
- Milljónir króna og hlutf. af heiIdarútgjöldum og VLF -
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
Vaxtagjöld 41 69 129 253 247 368 503 792 1.115 1.522
Vaxtagjöld % af heiIdarútgj. 3,8 4,0 4,5 5,4 4,2 4,5 4,5 5,4 5,5 5,9
Vaxtagjöld % af VLF 0,26 0,28 0,34 0,38 0,28 0,31 0,32 0,38 0,44 0,51
66