Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 40
3. Ríkissjóður.
Starfsemi ríkissjóös er að mestu fjármögnuð
með skattheimtu. Hluti af starfseminni er þó
fjármagnaður með svokölluðum sértekjum, sem
er endurgjald fyrir vissa þjónustu hans. Við
uppgjör á ríkissjóði fellur þessi starfsemi undir
hinn svokallaða A-hluta ríkissjóðs. Undir B-
hluta ríkissjóðs falla hins vegar ýmis ríkisfyrir-
tæki, sem eiga það sammerkt að afla tekna að
mestu með sölu á þjónustu sinni, svo og ýmsir
sjóðir sem eru tiltölulega sjálfstæðir í starfsemi
sinni 1). Ríkissjóður, í þessari merkingu, er því
nokkuð þröngt skilgreindur. Hann greinist í
Tafla 3.1 Tekjur og gjöld
ríkissjóðs 1989. Hlf. af
tekjum/ Hlf. af
M.kr. gjöldum VLF
Tekjur 84.192 100,0 28,4
Eignatekjur 6.681 7,9 2.3
Skatttekjur 77.511 92,1 26,2
Gjöld 90.934 100,0 30,7
Samneysla 34.076 37,5 11,5
- afskriftir -1.245 -1,4 -0,4
Vaxtagjöld 9.644 10,6 3,3
Framleiðslustyrkir 9.340 10,3 3.2
TekjutiIfærslur 23.357 25,7 7.9
Verg fjármunamyndun 4.417 4,9 1,5
FjármagnstiIfærslur 11.344 12,5 3,8
Tekjuafgangur -6.742 -7,4 •2.3
1) Strangt til tekið eiga þeir lánasjóðir, sem eru nátengdir
rfkissjóði fjárhagslega eða hafa ekki vald til sjálfstæðra
ákvarðana á fjármagnsmarkaðnum, að teljast til starf-
semi ríkissjóðs. Dæmi um slíkan lánasjóð er Lánasjóður
íslenskra námsmanna. (Sjá hluta 8.2).
æðstu stjórn ríkisins, tólf ráðuneyti, Hagstofu
íslands og Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Til
æðstu stjórnar ríkisins telst embætti forseta,
alþingi, ríkisstjórn og hæstiréttur. Undir hvert
ráðuneyti falla síðan fjölmargar stofnanir, sem
tengjast viðfangsefnum þeirra.
í þessum kafla verður starfsemi ríkissjóðs
gerð nokkur skil. Fjallað verður um tekjur,
gjöld, afkomu og skuldir ríkissjóðs. Eftirfarandi
tafla gefur yfirlit yfir tekjur og gjöld ríkissjóðs á
árinu 1989 ásamt áhugaverðum hlutföllum.
í töflunni kemur fram að heildartekjur ríkis-
sjóðs á árinu 1989 voru 84,2 milljarðar króna eða
sem svarar 28,4% af vergri landsframleiðslu.
Rúmlega 92% af tekjunum voru skatttekjur.
Útgjöldin voru 90,9 milljarðar króna, eða sem
svarar 30,7% af vergri landsframleiðslu. Þar af
nemur samneyslan 37/2% og tekjutilfærslur
25,7%.
3.1 Tekjur ríkissjóðs.
Hægt er að greina tekjur ríkissjóðs í fimm
meginflokka með tilliti til eðlis þeirra, þ.e. í
skatttekjur, eignatekjur, sektir, tilfærslur frá
öðrum og sértekjur. Samkvæmt skilgreiningu
Sameinuðu þjóðanna SNA eru sértekjur ekki
taldar með tekjum ríkissjóðs heldur dregnar frá
samneysluútgjöldum hans. Sömuleiðis eru til-
færslur frá öðrum dregnar frá tilfærslum til
annarra og færðar nettó. í töflu 3.2 kemur fram
hin hefðbundna skilgreining ásamt heildartekj-
um ríkissjóðs fyrir árin 1980-1989. Einnig kemur
fram hlutfall heildartekna af vergri landsfram-
leiðslu fyrir sama árabil. Þar sést að heildartekj-
ur á árinu 1989 námu 84,2 milljörðum króna eða
sem svarar 28,4% af vergri landsframleiðslu. Þá
er á mynd 3.1 dregin upp sama sundurgreining