Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 65
Tafla 5.4 Óbeinir skattar sveitarfélaga 1980-1989.
- Hilljónir króna og innbyrðis hlutföll -
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
Óbeinir skattar 441 722 1.193 1.986 2.947 3.491 4.630 5.852 7.864 9.487
Fasteignaskattur 125 199 307 505 775 999 1.350 1.717 2.450 3.087
Aðstöðugjald 116 182 315 493 826 1.156 1.649 2.078 2.887 3.440
Jöfnunarsjóður 148 243 384 617 743 985 1.136 1.240 1.506 1.696
Aðrir óbeinir skattar 52 98 187 372 603 351 496 818 1.021 1.264
Fasteignask. % af ób.sk. 28,4 27,6 25,8 25,4 26,3 28,3 29,2 29,3 31,1 32,5
Aðstöðugj. % af ób.sk. 26,2 25,2 26,4 24,8 28,0 33,1 35,6 35,5 36,7 36,3
Jöfnunarsj. % af ób.sk. 33,6 33,6 32,1 31,1 25,2 28,2 24,5 21,2 19,2 17,9
Aðrir ób.sk. % af ób.sk. 11,8 13,6 15,7 18,7 20,5 10,0 10,7 14,0 13,0 13,3
skattbyröinni yfir á aðra eins og áöur greinir.
Flokka má óbeina skatta sveitarfélaga niður í
eftirfarandi fjóra undirflokka með tilliti til
þeirra vara og þjónustu sem þeir eru lagðir á: (1)
Fasteignaskatta, (2) Aðstöðugjald, (3) Tekjur
Jöfnunarsjóðs og (4) Aðra óbeina skatta. í töflu
5.4 er þessi sundurliðun óbeinna skatta sveitar-
félaga sýnd fyrir tímabilið 1980-1989, og sömu-
leiðis hlutfall þeirra af óbeinum sköttum. Á
árinu 1989 námu óbeinir skattar um 9,5 milljörð-
um króna eða sem svarar til 3,2% af VLF.
1. Fasteignaskattar.
Fasteignaskattur er lagður á allar fasteignir,
þó með vissum undantekningum, og má þar
nefna hluta opinberra fasteigna. Fasteignaskatt-
ur er flokkaður sem óbeinn skattur þar sem hægt
er að velta honum yfir í verð eða leigu þeirrar
þjónustu sem fasteignin veitir. Skatturinn er
ákveðin prósenta af fasteignamati viðkomandi
fasteignar. í töflu 5.4 er að finna fasteignaskatt
áranna 1980-1989 og hlutföll hans af óbeinum
heildarsköttum sveitarfélaga. Á árinu 1989 nam
fasteignaskattur 32,5% af óbeinum sköttum,
sem er heldur hærra hlutfall en í byrjun áratug-
arins.
2. Aðstöðugjald.
Aðstöðugjald er lagt á rekstrarkostnað þeirra
aðila sem stunda atvinnurekstur og sjálfstæða
starfsemi í sveitarfélögum, þó með umtalsverð-
um undanþágum. Aðalreglan er sú að ákveðin
prósenta, mismunandi eftir atvinnugreinum, er
greidd af rekstrarkostnaði þeirra þegar tillit
hefur verið tekið til vissra frádráttarliða, s.s.
vissra tegunda rekstrarkostnaðar. í töflu 5.4
koma fram aðstöðugjaldstekjur sveitarfélaga á
árunum 1980-1989 og hlutfall þeirra af óbeinum
sköttum. Á árinu 1989 var hlutdeild aðstöðu-
gjaldsins rúmlega 36% af óbeinum sköttum, en í
byrj un áratugarins var það aðeins rúmlega fj órð-
ungur þeirra.
3. Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
í þjóðhagsreikningum er Jöfnunarsjóður tal-
inn með sveitarfélögum. Tekjur hans eru að
stærstum hluta óbeinar skatttekjur, þ.e. hluti af
söluskatti og aðstöðugjaldi ríkissjóðs. Pá rennur
iandsútsvarið í Jöfnunarsjóð, en það leggst á
nokkur atvinnufyrirtæki, ýmist á hagnað þeirra
eða veltu eftir tegund. í töflu 5.4 sést að hlut-
deild Jöfnunarsjóðs í skatttekjum sveitarfélaga
hefur farið stöðugt minnkandi á þessum áratug.
í upphafi áratugarins var hún þriðjungur af
skatttekjum þeirra eða 1% af VLF, en á árinu
1989 aðeins um 18% eða 0,6% af VLF.
63