Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 70
5.2.5 Verg fjármunamyndun.
Fjárfesting eða verg fjármunamyndun nær
t.d. yfir byggingu og kaup fasteigna og gatna- og
holræsagerð svo eitthvað sé nefnt. Sammerkt
þessum vörum er að þær eru í notkun lengur en
eitt rekstrartímabil. í töflu 5.12 birtist yfirlit um
verga fjármunamyndun sveitarfélaga á árunum
1980-1989, sundurliðað eftir viðfangsefnum.
Þar sést að fjármunamyndun er mest í sam-
göngumálum á þessu tímabili, eða um tveir
fimmtu hlutar flest árin. Að öðru Ieyti fer mest-
ur hluti fjármunamyndunar til félagslegra mál,
og þá sérstaklega til fræðslu-, menningar- og
velferðarmála. Á árinu 1989 fóru u.þ.b. 34% af
fjármunamynduninni til velferðar- og menning-
armála, um 23!4% til samgöngumála, og rúm-
lega 14% til fræðslumála. Þá voru eignakaup
mikil á því ári. í heild sinni nema útgjöld til
fjármunamyndunar að meðaltali u.þ.b. 31% af
heildarútgjöldum sveitarfélaga á þessum árum,
eða sem svarar 2,2% af vergri landsframleiðslu,
en það hlutfall hefur haldist tiltölulega stöðugt.
Tafla 5.12 Verg fjármunamyndun sveitarfélaga 1980-1989.
- MiUjónir króna og hlutf. af hei Idarútgjöldum -
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
Verg fjármunamyndun 329 562 903 1.474 1.691 2.513 2.926 4.217 6.376 8.632
1. Stjórnsýsla o.fl. 9 24 41 85 127 68 16 132 810 2.038
2. Félagsleg þjónusta 192 315 465 767 892 1.456 1.827 2.291 3.488 4.564
- Fræðslumál 57 83 149 216 300 412 413 565 921 1.231
- HeiIbrigðismál 37 67 98 174 163 182 217 208 222 268
- Velferðarmál ofl. 29 57 82 108 156 308 300 511 771 941
- Húsnæðismál ofl. 30 24 6 72 52 99 82 127 93 115
- Menningarmál A0 84 130 197 221 455 815 880 1.481 2.008
3. Atvinnumál 128 223 396 623 672 989 1.083 1.795 2.077 2.031
- Samgöngumál 127 222 393 623 669 978 930 1.376 1.830 2.027
V.fjárm. % af heildarútgj. 31,0 32,9 31,7 31,5 29,0 30,5 26,4 28,6 31,5 33,3
5.2.6 Fjármagnstilfærslur.
Fjármagnstilfærslur eru þær tilfærslur kallað-
ar sem móttakandinn ráðstafar til fjárfestingar.
Hér eru tilfærslurnar færðar nettó, þ.e.a.s. bæði
fjármagnstilfærslurnar frá sveitarfélögum og til
þeirra. Sveitarfélögin hafa í gegnum árin fengið
mikið fjármagn frá ríkissjóði, sem notaðar hafa
verið til fjárfestingar, meðal annars í skóla- og
sj úkrahúsabyggingum og í samgöngumannvirkj -
um. í eftirfarandi töflu birtist yfirlit um fjár-
magnstilfærslur áranna 1980-1989. Þar sést að
um nettó innstreymi tilfærslna til sveitarfélaga
er að ræða öll árin. Á árinu 1989 nemur það um
l'A milljarði króna eða um 5,7% af heildarút-
gjöldum sveitarfélaga.
68