Búskapur hins opinbera 1980-1989 - 01.03.1991, Blaðsíða 71
Tafla 5.13 FjármagnstiIfærslur sveitarfélaga 1980-1989.
- Milljónir króna og hlutf. af heiIdarútgjöldum -
Fjármagnstitfærslur 1980 -33 1981 -60 1982 -87 1983 -245 1984 -216 1985 -290 1986 -232 1987 -651 1988 -1.132 1989 -1.481
1. Fræðslumál -33 -52 -88 -177 -177 -228 -183 -313 -481 -607
2. HeiIbrigðismál -30 -51 -71 -141 -136 -125 -117 -188 -352 -417
3. Samgöngumál -14 -14 -39 -57 -95 -82 -82 -267 -457 -558
4. Önnur mál 44 57 111 130 192 146 150 116 158 101
F.tilf. % af heildargj. -3,1 -3,5 -3,1 -5,2 -3,7 -3,5 -2,1 -4,4 -5,6 -5,7
5.3 Afkoma og skuldir sveitarfélaga.
í þessum hluta verður leitast við að lýsa
annars vegar afkomu sveitarfélaga og hins vegar
skuldastöðu þeirra.
5.3.1 Afkoma sveitarfélaga.
Rekstrar- og tekjujöfnuður sveitarfélaga á
tímabilinu 1980-1989 ásamt hreinni lánsfjárþörf
kemur fram í töflu 5.14. Þar sést að rekstraraf-
koman hefur verið mjög góð á þessum árum eða
um 1,8% af vergri landsframleiðslu að meðal-
tali. Mesturvarrekstrarafgangurinnárið 1984er
hannvar2,3% afVLF. Pá sést að tekjuafkoman
hefur verið tiltölulega stöðug á þessu tímabili,
eða sem næst á sléttu. Undantekning er þó árið
1984 er sveitarfélögin skiluðu umtalsverðum
tekjuafgangi eða 0,8% af VLF, og árið 1989
þegar tekjuhalli þeirra varð um 0,6% af VLF.
Mikil eignakaup síðara árið skýra að hluta þann
mikla halla. Þessi niðurstaða á að sjálfsögðu
aðeins við um sveitarfélögin í heild, því einstök
sveitarfélög geta verið með verulegan tekjuaf-
gang eða halla. Þá sést að hrein lánsfjárþörf
sveitarfélaga hefur verið jákvæð flest árin, þ.e.
heildarútgjöld þeirra að meðtöldum lánveiting-
um hafa verið meiri en heildartekjur þeirra öll
árin að árinu 1984 undanskildu.
Tafta 5.14 Afkoma sveitarfélaga 1980-1989.
- Verölag hvers árs og hlutfall af VLF -
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
Rekstrarjöfnuður 287 478 704 1.042 2.051 2.051 2.339 3.054 4.707 4.938
Tekjuafgangur/halli 14 13 -52 -81 710 11 -117 -225 -198 -1.778
Hrein tánsfjárþörf 48 88 157 84 -567 395 1.016 1.440 1.032 2.017
Rekstrarjöfnuður % af VLF 1,8 2,0 1,8 1,6 2,3 1,7 1,5 1,5 1,9 1,7
Tekjuafg./halli % af ' VLF 0,1 0,1 -0,1 -0,1 0,8 0,0 -0,1 -0,1 -0,1 -0,6
Hrein lánsfjárþ. % af VLF 0,3 0,4 0,4 0,1 -0,6 0,3 0,6 0,7 0,4 0,7
69